Vandræði hjá Hringiðunni (Vortex)
Sent: Sun 26. Okt 2014 12:34
Er hjá Hringiðunni og undanfarna 2-3 mánuði eru búin að vera tóm vandræði með að ná sambandi við ákveðnar vefsíður. Nokkur dæmi eru bmw.is og skoda.is sem ég næ alls engu sambandi við, og hef ekki gert í margar vikur. Þetta eru sem betur fer ekki margar vefsíður, en samt finnst mér þetta ekki nógu tækt. Ég hringdi í þá fyrir um mánuði síðan og þeir gáfu mér upp dagsetningu, 13. október sem allt átti að lagast, en ekkert hefur enn lagast. Ég hringdi í þá aftur um daginn og var einfaldlega beðinn um að vera þolinmóður.
Skýringin sem ég fékk minnir mig að hafi verið eitthvað á þá leið að sumar vefsíður noti e-k tiltekna Microsoft tækni sem þeirra tækni eigi erfitt með að tala við þeirra tækni (ég gæti verið að bulla tóma steypu).
Veit einhver hvort þetta sé algengt vandamál og hvort það sé lausn í sjónmáli?
Skýringin sem ég fékk minnir mig að hafi verið eitthvað á þá leið að sumar vefsíður noti e-k tiltekna Microsoft tækni sem þeirra tækni eigi erfitt með að tala við þeirra tækni (ég gæti verið að bulla tóma steypu).
Veit einhver hvort þetta sé algengt vandamál og hvort það sé lausn í sjónmáli?