Nota Planet WNRT627 til að stækka þráðlaust net.
Sent: Fös 24. Okt 2014 18:49
Sælir, á einn svona Planet WNRT627 router sem ég var að spá hvort það ætti ekki að vera hægt að tengja hann með ethernet snúru við Technicolor routerinn sem ég er með frá símanum. Prufaði að tengja frá einu lan portinu í Technicolor routernum við WAN portið á Planet græjunni en hann virðist ekkert fá aðgang inn á netið. Næ að tengjast honum en kemst ekkert inn á internetið. Einhver sérfræðingur hérna sem gæti leiðbeint mér aðeins í gegnum þetta? Það eru linkar inn á manualinn fyrir routerinn í linknum hér að ofan,