Síða 1 af 1

Router vesen

Sent: Mán 20. Okt 2014 13:17
af rattlehead
Sælir vaktarar
Mál með vexti að routerinn fór í verkfall og ég fékk nýjan og ætlaði að fá user og pass. Það gekk ekki sögðust ekki komast inn á hann til að breyta ráðlögðu mér að fá annann sem ég gerði. Sá nýji neitar að tengjast núna og ég nenni ekki að standa í þessu. Hugsa hvort maður sé betur settur með eigin? Þarf að geta opnað port og sett dns stillingar inn á hann.

Re: Router vesen

Sent: Mán 20. Okt 2014 13:23
af krat
neitar hann að tengjast hverju? netinu ? eða getur tölvan ekki tengst honum?
Ættir að geta opnað port og stillt dns á öllum routerum frá síma fyrirtækjunum.

Re: Router vesen

Sent: Mán 20. Okt 2014 13:27
af rattlehead
Fékk linkys e1000 hjá tali og þeir sögðust ekki komast inn á admin aðganginn og sögðu mér að skila honum sem ég gerði og fékk Thomson router núna sem neitar að tengjast

Re: Router vesen

Sent: Mán 20. Okt 2014 13:29
af krat
neitar hann að tengjast netinu ? ef svo er athugaðu upplýsingar user og pass til að tengjast.

ef það kemur eitthvað error message væri fínt að fá það líka :)

Re: Router vesen

Sent: Mán 20. Okt 2014 13:31
af rattlehead
Já get ekki einu sinni farið á gagnaveituna til að skrá mig inn

Re: Router vesen

Sent: Mán 20. Okt 2014 13:40
af Vaktari
Hvernig tengirðu hann frá router og í ljósleiðaraboxið?
Er þetta thomson TG789 router?
Færðu samband við routerinn frá tölvunni yfirhöfuð? Getur prufað með því að fara inn á 192.168.1.1

Þú þarft að tengja í rauða WAN tengið aftan á router og í port 1 eða 2 á ljósleiðaraboxi. Endurræsa box og router
prufa svo hvort þú fáir ekki upp gagnaveitusíðun. Getur líka prufað að skrá inn skraning.gagnaveita.is

Re: Router vesen

Sent: Mán 20. Okt 2014 13:43
af krat
hvaða IP tölu ertu að skrá inn í browser?
Hvaða týpu af router er þetta?
2x það sem vaktari sagði :)

Re: Router vesen

Sent: Mán 20. Okt 2014 13:49
af rattlehead
Já þetta er Thomson 789 og 192.168.1.1 svarar ekki

Re: Router vesen

Sent: Mán 20. Okt 2014 13:51
af rattlehead
Enn ætla að fá mér eigin og þá slepp ég við mánaðargjaldid

Re: Router vesen

Sent: Mán 20. Okt 2014 13:52
af Vaktari
rattlehead skrifaði:Já þetta er Thomson 789 og 192.168.1.1 svarar ekki


Ertu að tengja þig þráðlaust eða með snúru?
Er pottþétt snúra tengd í WAN ( rautt ) port á router og í port 1 eða 2 á ljósleiðaraboxinu?
Er wireless ljós á router ef þú ert að tengjast þráðlaust? Gastu tengt þig við hann þráðlaust?

Re: Router vesen

Sent: Mán 20. Okt 2014 13:53
af krat
samkvæmt manual er default ip á honum 192.168.1.254, ættir að geta skrifað dsldevice.lan líka

Re: Router vesen

Sent: Mán 20. Okt 2014 14:13
af rattlehead
komst inn á hann loksins veit ekki hvað var í gangi. enn datt inn þegar ég fór yfir í þráðlausa netið. Enn er ekki hrifinn af honum. ætla að kíkja á asus eða linkýs

Re: Router vesen

Sent: Mán 20. Okt 2014 14:19
af rattlehead
og síðasti notandi er ennþá inni og hefur farið VEL yfir niðurhalskvótann og ég er cappaður ](*,)

Re: Router vesen

Sent: Mán 20. Okt 2014 14:31
af Vaktari
Sendu mér eitthvað í PM svo ég geti flett þessu eitthvað upp og ég skal skoða þetta fyrir þig.
Nema þú sért búinn að hafa samband við 1817.
Alltaf best að hringja bara beint inn og það ætti að vera hægt að græja þetta strax

Re: Router vesen

Sent: Mán 20. Okt 2014 15:25
af Plushy
192.168.1.254 er til að komast inn á TG789vn

Getur líka farið beint inn á síðu GR á front01.4v.is

Annars getur þjónustuverið hjá Tal handskráð MAC addressun á routernum inn í boxið þitt, kannski losnaði MAC addressan ekki úr boxinu hjá viðskiptavininum sem var með hann á undan.

Re: Router vesen

Sent: Mán 20. Okt 2014 15:40
af rattlehead
Gafst upp og fór í Tölvutek og fjárfesti í einum og sé ekki eftir því. Því routerarnir frá Tali gáfu mér alltaf 12 mb/sec á þráðlausu enn nú er það 93mb/sec. Vonandi endar þetta núna. Það marg borgar sig að hafa sinn eiginn. Hann borgar sig upp og gott betur, þegar mánaðargjöldin eru úr sögunni.

Re: Router vesen

Sent: Mán 20. Okt 2014 15:45
af Vaktari
Ég myndi þá skila routernum sem fyrst og láta vita að þú sért kominn með þinn eiginn svo þú fáir ekki rukkanir fyrir leigu á router.

Re: Router vesen

Sent: Mán 20. Okt 2014 15:55
af rattlehead
Já get ekki annað en sagt að ég Hefði átt að gera þetta fyrr.