Leita að forriti til að fylgjast með óstöðugri tengingu
Sent: Mið 08. Okt 2014 02:55
Svo er mál með vexti að undanfarna viku hefur internet tengingin sem ég er að nota verið mjög óstöðug. Það lýsir sér þannig að á nokkra mínútna millibili þá missi ég samband við internetið í nokkrar sek. Í byrjun var þetta þannig að ég öðru hverju nokkrar tilraunir til að loada síðum og í skype símtölum þá komu eyður þar sem ég heyrði ekkert í þeim en þeir í mér. Facebook hætti einnig að uppfæra sig og þegar ég scrolla niður síðuna þá kem ég alltaf að stað þar sem hún hættir að autoloada stöðufærslum og ég er kominn á "botninn". Allir netleikir henda mér líka út eftir stuttan tíma vegna sambandsleysiss. Hef ekki fundið fyrir neinu með niðurhal en reikna með að það sé vegna innbyggðra eiginleika til að frysta og endurræsa niðurhal í flestum forritum/updatemanagerum.
Samband milli tölvunar minnar og serversins míns hefur ekki verið til ama en þær eru tengdar í gegnum þráðlausa routerinn minn.
Núna er ég búinn að endurræsa allt sem mér dettur í hug, skanna tölvuna, byðja húsráðanda um að endurræsa sinn búnað en það að hann endurræsti lagaði bara facebook en ég lendi ennþá í því að missa sambandið við servera í leikjum þó það sé örlítið lengra á milli þess að ég missi samband. Húsráðandi sagðist ekki finna fyrir þessu en hann er lítið heima og notar internetið lítið og afmarkað.
Þannig að ég var að velta fyrir mér hvort það væri til eitthvað forrit þarna úti sem getur fylgst með tengingunni og séð hvort og hvenær ég er að missa samband við netið. Einnig gæti það verið gott að geta séð hvar ég er að missa samband ef það er hægt (pinga hvern lið í tengingunni).
Svona er þetta upp sett hjá mér eins og er:
Annars eru allar aðrar hugmyndir og tillögur velkomnar.
Samband milli tölvunar minnar og serversins míns hefur ekki verið til ama en þær eru tengdar í gegnum þráðlausa routerinn minn.
Núna er ég búinn að endurræsa allt sem mér dettur í hug, skanna tölvuna, byðja húsráðanda um að endurræsa sinn búnað en það að hann endurræsti lagaði bara facebook en ég lendi ennþá í því að missa sambandið við servera í leikjum þó það sé örlítið lengra á milli þess að ég missi samband. Húsráðandi sagðist ekki finna fyrir þessu en hann er lítið heima og notar internetið lítið og afmarkað.
Þannig að ég var að velta fyrir mér hvort það væri til eitthvað forrit þarna úti sem getur fylgst með tengingunni og séð hvort og hvenær ég er að missa samband við netið. Einnig gæti það verið gott að geta séð hvar ég er að missa samband ef það er hægt (pinga hvern lið í tengingunni).
Svona er þetta upp sett hjá mér eins og er:
Annars eru allar aðrar hugmyndir og tillögur velkomnar.