Leita að forriti til að fylgjast með óstöðugri tengingu

Skjámynd

Höfundur
odinnn
spjallið.is
Póstar: 473
Skráði sig: Fim 26. Sep 2002 20:37
Reputation: 8
Staðsetning: Hef ekki glóru!
Staða: Ótengdur

Leita að forriti til að fylgjast með óstöðugri tengingu

Pósturaf odinnn » Mið 08. Okt 2014 02:55

Svo er mál með vexti að undanfarna viku hefur internet tengingin sem ég er að nota verið mjög óstöðug. Það lýsir sér þannig að á nokkra mínútna millibili þá missi ég samband við internetið í nokkrar sek. Í byrjun var þetta þannig að ég öðru hverju nokkrar tilraunir til að loada síðum og í skype símtölum þá komu eyður þar sem ég heyrði ekkert í þeim en þeir í mér. Facebook hætti einnig að uppfæra sig og þegar ég scrolla niður síðuna þá kem ég alltaf að stað þar sem hún hættir að autoloada stöðufærslum og ég er kominn á "botninn". Allir netleikir henda mér líka út eftir stuttan tíma vegna sambandsleysiss. Hef ekki fundið fyrir neinu með niðurhal en reikna með að það sé vegna innbyggðra eiginleika til að frysta og endurræsa niðurhal í flestum forritum/updatemanagerum.

Samband milli tölvunar minnar og serversins míns hefur ekki verið til ama en þær eru tengdar í gegnum þráðlausa routerinn minn.

Núna er ég búinn að endurræsa allt sem mér dettur í hug, skanna tölvuna, byðja húsráðanda um að endurræsa sinn búnað en það að hann endurræsti lagaði bara facebook en ég lendi ennþá í því að missa sambandið við servera í leikjum þó það sé örlítið lengra á milli þess að ég missi samband. Húsráðandi sagðist ekki finna fyrir þessu en hann er lítið heima og notar internetið lítið og afmarkað.

Þannig að ég var að velta fyrir mér hvort það væri til eitthvað forrit þarna úti sem getur fylgst með tengingunni og séð hvort og hvenær ég er að missa samband við netið. Einnig gæti það verið gott að geta séð hvar ég er að missa samband ef það er hægt (pinga hvern lið í tengingunni).

Svona er þetta upp sett hjá mér eins og er:
private network.JPG
private network.JPG (86.74 KiB) Skoðað 1977 sinnum


Annars eru allar aðrar hugmyndir og tillögur velkomnar.


Desktop: i5 4670K|Asus Maximus VI Impact|EVGA GTX780SC|Adata XPG PC3-17000 16Gb
Server: C2D6600|Asus P5B deluxe Wi/Fi|GeiL PC6400 6Gb

Skjámynd

rattlehead
Ofur-Nörd
Póstar: 252
Skráði sig: Fös 02. Des 2011 11:01
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Leita að forriti til að fylgjast með óstöðugri tengingu

Pósturaf rattlehead » Mið 08. Okt 2014 08:19

spurning hvort að það sé of mörg tæki tengt routernum. Ef að þráðlausa er meðð vesen gætur þú þurft að breyta um channel á tengingunni. ég þurfti þess hjá mér. Er til tól á síma til að mæla þetta .




slapi
Gúrú
Póstar: 575
Skráði sig: Fös 19. Jún 2009 21:47
Reputation: 56
Staða: Ótengdur

Re: Leita að forriti til að fylgjast með óstöðugri tengingu

Pósturaf slapi » Mið 08. Okt 2014 08:43

hvernig router ertu með ?




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Leita að forriti til að fylgjast með óstöðugri tengingu

Pósturaf AntiTrust » Mið 08. Okt 2014 08:52

Ertu s.s. með tengingu í gegnum GR?



Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Leita að forriti til að fylgjast með óstöðugri tengingu

Pósturaf tdog » Mið 08. Okt 2014 11:09

Settu ethernet tap á WAN interfaceið á routernum og pcapaðu með Wireshark í smá tíma meðan truflanirnar ganga yfir. Sendu okkur svo pcapið.




Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Leita að forriti til að fylgjast með óstöðugri tengingu

Pósturaf Tbot » Mið 08. Okt 2014 11:59

Miðað við myndina er leikjavélin á þráðlausu neti.

Hefur þú prófað að vera með hana fasttengda ? Er þá sama vesen með netleikina?



Skjámynd

Höfundur
odinnn
spjallið.is
Póstar: 473
Skráði sig: Fim 26. Sep 2002 20:37
Reputation: 8
Staðsetning: Hef ekki glóru!
Staða: Ótengdur

Re: Leita að forriti til að fylgjast með óstöðugri tengingu

Pósturaf odinnn » Mið 08. Okt 2014 14:51

rattlehead skrifaði:spurning hvort að það sé of mörg tæki tengt routernum. Ef að þráðlausa er meðð vesen gætur þú þurft að breyta um channel á tengingunni. ég þurfti þess hjá mér. Er til tól á síma til að mæla þetta .

Efast um það þar sem við erum í einbýlishúsi og allir 3 þráðlausu punktarnir vel dreyfðir yfir channel-in. Sé reyndar að wifi nágrannans er reyndar komið á sama channel og ég en hann er það lant í burtu að hann ætti ekki að hafa það mikil áhrif. Einnig er ég að nota 5Ghz wifi og er sá eini þannig að ég vill meina að wifi-inu sé ekki sökudólgurinn.

slapi skrifaði:hvernig router ertu með ?

Í íbúðinni minni er ég með Asus RT-AC66U, veit ekki alveg hvað húsráðandi er með fyrir ljósleiðarann en það er einhver frekar gamall svartur klumpur ef ég man rétt.

AntiTrust skrifaði:Ertu s.s. með tengingu í gegnum GR?

Þetta er reyndar ljósleiðari í Noregi hjá fyrirtæki sem heitir EB-nett.

Tbot skrifaði:Miðað við myndina er leikjavélin á þráðlausu neti.

Hefur þú prófað að vera með hana fasttengda ? Er þá sama vesen með netleikina?

Hef ekki prófað það ennþá þar sem það er töluvert vesen og að þetta setup hefur virkað hnökralaust síðastliðið ár. Ég veit að menn eru almennt á móti netleikjaspilun á þráðlausu neti og stundum þarf maður bara. Svona mér til varnaðar þá er ég samt bara að fá um það bil 4ms í ping innanlands yfir þráðlaust.

tdog skrifaði:Settu ethernet tap á WAN interfaceið á routernum og pcapaðu með Wireshark í smá tíma meðan truflanirnar ganga yfir. Sendu okkur svo pcapið.

Takk fyrir þetta, reyni að finna einhverjar upplýsingar um hvenig ég set þetta upp.


Desktop: i5 4670K|Asus Maximus VI Impact|EVGA GTX780SC|Adata XPG PC3-17000 16Gb
Server: C2D6600|Asus P5B deluxe Wi/Fi|GeiL PC6400 6Gb

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6798
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Leita að forriti til að fylgjast með óstöðugri tengingu

Pósturaf Viktor » Fim 09. Okt 2014 01:34

http://www.pingplotter.com er forritið sem þú getur notað.

Þetta hljómar samt eins og browser eða tölvuvandamál.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

Höfundur
odinnn
spjallið.is
Póstar: 473
Skráði sig: Fim 26. Sep 2002 20:37
Reputation: 8
Staðsetning: Hef ekki glóru!
Staða: Ótengdur

Re: Leita að forriti til að fylgjast með óstöðugri tengingu

Pósturaf odinnn » Fim 09. Okt 2014 05:58

Sallarólegur skrifaði:http://www.pingplotter.com er forritið sem þú getur notað.

Þetta hljómar samt eins og browser eða tölvuvandamál.

Takk fyrir þetta forrit, einmitt svona forrit sem ég hafði í huga en eftir að hafa fiktað aðeins veit ég ekki hvort það hjálpi mér mikið. Frekar óþægilegt að geta ekki bara leyft forritinu að keyra og síðan rýnt í upplýsingarnar eftirá... ég sé allavegana ekki hvenig ég get séð í hvaða hoppi packetloss-ið var þó ég sjái það á grafinu.

Hélt líka að þetta væri bara í tölvunni minni en síminn minn lendir líka í þessu tengingarleysi hvort sem hann er á wifi-inu mínu eða wifi-inu hjá húsráðanda þannig að ég er ekki alveg viss.

Eyddi klst í að ping-a í commandprompt DNS serverinn hjá Google (8.8.8.8) og sá að ég missti eitt og aðeins eitt ping (1 ping per sek) samtímis sem mér var hent útaf multiplayer serverum (missti reyndar líka samband við server þó ég hafi ekki fengið ping timeout). Þessi ping timeout komu óreglulega en oftast á um það bil með 2-10mín millibili. Lengst toldi þetta í 21mín en styðst í 10-30sek á meðan ég maxaði tenginguna með því að ná í 1Gb iso af sourceforce.net en þá komu 5 timeout með stuttu millibili.

Held að næsta skref sé að bjalla í netveituna og heyra hvað þeir segja. Svo kannski búa til cat framlengingarsnúru til að beintengja og í lokin setja upp eitthvað létt distro á usb og sjá hvort það breyti einhverju.


Desktop: i5 4670K|Asus Maximus VI Impact|EVGA GTX780SC|Adata XPG PC3-17000 16Gb
Server: C2D6600|Asus P5B deluxe Wi/Fi|GeiL PC6400 6Gb

Skjámynd

nidur
/dev/null
Póstar: 1453
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 226
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Leita að forriti til að fylgjast með óstöðugri tengingu

Pósturaf nidur » Fös 10. Okt 2014 22:43

Já er ekki málið að beintengja aðeins og sjá hvort eh. breytist.


Everyone knows the phrases "time is money" and "money is power". That naturally concludes that time is also power. Time gives you the ability to learn how to do things, but people don't want the power in today's world. They want their time and money.

Skjámynd

Höfundur
odinnn
spjallið.is
Póstar: 473
Skráði sig: Fim 26. Sep 2002 20:37
Reputation: 8
Staðsetning: Hef ekki glóru!
Staða: Ótengdur

Re: Leita að forriti til að fylgjast með óstöðugri tengingu

Pósturaf odinnn » Sun 12. Okt 2014 01:26

Jæja, eins og svo oft áður þá er þetta vandamál gufað upp. Hringdi í netveituna á fimmtudagsmorguninn og spurði hvort þeir sæu eitthvað sín megin í kerfinu, þeir ping-uðu routerinn í húsinu og sögðust ekkert sjá að tengingunni (mjög stutt og grunn yfirferð). Ég útskýrði fyrir þeim að þetta væri random mjög stutt pakkatap sem ég væri að lenda í þannig að stakt ping hefði lítið að segja. Fékk svarið að þeir gætu ekki séð neitt meira og báðu mig að beintengja mig bara í ljósleiðara routerinn og sjá hvort það hafi eitthvað að segja. Hafði ekki möguleika á því þarna strax en á föstudeginum var allt komið í lag og hefur ekki verið neitt vandamál. Mig grunar að þeir hafi restartað einhverju sín megin og það hafi losað um einhverja litla stíflu þarna um nóttina.

Ég þakka hjálpina og sérstaklega forritin, það var mjög gaman að skoða þessi forrit og grúska aðeins (þó netvandræði séu það leiðinlegasta sem til er).


Desktop: i5 4670K|Asus Maximus VI Impact|EVGA GTX780SC|Adata XPG PC3-17000 16Gb
Server: C2D6600|Asus P5B deluxe Wi/Fi|GeiL PC6400 6Gb

Skjámynd

Minuz1
Kerfisstjóri
Póstar: 1268
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Reputation: 143
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Tengdur

Re: Leita að forriti til að fylgjast með óstöðugri tengingu

Pósturaf Minuz1 » Sun 12. Okt 2014 01:34

odinnn skrifaði:Jæja, eins og svo oft áður þá er þetta vandamál gufað upp. Hringdi í netveituna á fimmtudagsmorguninn og spurði hvort þeir sæu eitthvað sín megin í kerfinu, þeir ping-uðu routerinn í húsinu og sögðust ekkert sjá að tengingunni (mjög stutt og grunn yfirferð). Ég útskýrði fyrir þeim að þetta væri random mjög stutt pakkatap sem ég væri að lenda í þannig að stakt ping hefði lítið að segja. Fékk svarið að þeir gætu ekki séð neitt meira og báðu mig að beintengja mig bara í ljósleiðara routerinn og sjá hvort það hafi eitthvað að segja. Hafði ekki möguleika á því þarna strax en á föstudeginum var allt komið í lag og hefur ekki verið neitt vandamál. Mig grunar að þeir hafi restartað einhverju sín megin og það hafi losað um einhverja litla stíflu þarna um nóttina.

Ég þakka hjálpina og sérstaklega forritin, það var mjög gaman að skoða þessi forrit og grúska aðeins (þó netvandræði séu það leiðinlegasta sem til er).


Bíddu bara þangað til að þú færð gyllinæð. :megasmile


Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það

Skjámynd

Höfundur
odinnn
spjallið.is
Póstar: 473
Skráði sig: Fim 26. Sep 2002 20:37
Reputation: 8
Staðsetning: Hef ekki glóru!
Staða: Ótengdur

Re: Leita að forriti til að fylgjast með óstöðugri tengingu

Pósturaf odinnn » Sun 12. Okt 2014 01:46

Minuz1 skrifaði:
odinnn skrifaði:Jæja, eins og svo oft áður þá er þetta vandamál gufað upp. Hringdi í netveituna á fimmtudagsmorguninn og spurði hvort þeir sæu eitthvað sín megin í kerfinu, þeir ping-uðu routerinn í húsinu og sögðust ekkert sjá að tengingunni (mjög stutt og grunn yfirferð). Ég útskýrði fyrir þeim að þetta væri random mjög stutt pakkatap sem ég væri að lenda í þannig að stakt ping hefði lítið að segja. Fékk svarið að þeir gætu ekki séð neitt meira og báðu mig að beintengja mig bara í ljósleiðara routerinn og sjá hvort það hafi eitthvað að segja. Hafði ekki möguleika á því þarna strax en á föstudeginum var allt komið í lag og hefur ekki verið neitt vandamál. Mig grunar að þeir hafi restartað einhverju sín megin og það hafi losað um einhverja litla stíflu þarna um nóttina.

Ég þakka hjálpina og sérstaklega forritin, það var mjög gaman að skoða þessi forrit og grúska aðeins (þó netvandræði séu það leiðinlegasta sem til er).


Bíddu bara þangað til að þú færð gyllinæð. :megasmile

Til hvers að bíða þegar þú getur fengið hana núna?!?!

Fáðu hana núna og þú getur haft hana eins lengi og þú vilt alveg frítt!...


Desktop: i5 4670K|Asus Maximus VI Impact|EVGA GTX780SC|Adata XPG PC3-17000 16Gb
Server: C2D6600|Asus P5B deluxe Wi/Fi|GeiL PC6400 6Gb