Síða 1 af 1
Vandræði með vírus
Sent: Sun 05. Okt 2014 14:36
af tossi
Góðan daginn
Ég downloadaði vídjófæl í gær og gat ekki opnað hann svo stóð að það ætti að nota windows media player til að downloada codec fyrir fælinn
gerði ég það í heimsku minni og downloadaði einhverjum vírus með því sem heitir search protect. ég googlaði þetta og fekk leiðbeiningar til að losna við þetta og downloadaði malwarebites og hélt að þetta væri farið, en það var nú ekki og er tölvan mín voðalega rugluð t.d fór chromeið í rugl og alltaf þegar ég reyndi að opna það opnaðist alltaf firefox. Ég henti chromeinu út og ætlaði að installa því aftur og get það ekki. Síðan reyndi ég að google search protect aftur og þá slokknar á browserinum og bæði iexplorer og firefox, einnig get ég ekki opnað task manager.
Er einhver hérna inni sem gæti hjálpað mér með þessi vandræði mín eða á ég að fara með tölvuna mína í viðgerð?
Með fyrirfram þökk.
Tossi
Re: Vandræði með vírus
Sent: Sun 05. Okt 2014 15:44
af intenz
Malwarebytes virkar ekki á vírusa.
Besta vírusvörnin í dag er án efa Microsoft Security Essentials:
http://www.microsoft.com/en-us/download ... px?id=5201Ef þú ert með einhverjar cloud þjónustur (t.d. Dropbox) eða network drif í gangi er hætt við því að þú getir smitað aðrar tölvur sem eru tengdar sama aðgangi, þannig hafðu varann á. Annars er lang auðveldast og öruggast að strauja bara allt heila klabbið og setja upp á nýtt.
Gangi þér vel.
Re: Vandræði með vírus
Sent: Sun 05. Okt 2014 16:51
af Gúrú
intenz skrifaði:Malwarebytes virkar ekki á vírusa.
Malwarebytes virkar á nákvæmlega svona hluti. Það er ekkert sem OP (né Google) segir sem bendir til þess að þetta sé vírus.
Google leit segir mér að þetta sé malware sem Malwarebytes getur hreinsað.
Tossi:
Uninstallaðu Firefox og Chrome og skannaðu svo með Malwarebytes og hreinsaðu allt út sem það býður þér að hreinsa út.
Restartaðu svo og gáðu hvort það er ennþá allt í fokki.
Re: Vandræði með vírus
Sent: Sun 05. Okt 2014 17:57
af tossi
Búinn að skanna með Microsoft security essentials og hún fann ekkert
Síðan er Malvarebytes hætt að virka hjá mér og þegar ég er að reyna að ná í aðrar vírusvarnir slökknar alltaf á iexplorer hjá mér þannig að þetta vill greinilega ekki að ég hendi þessu út.
Er þá það eina í stöðunni hjá mér að strauja bara tölvuna mína?
Re: Vandræði með vírus
Sent: Sun 05. Okt 2014 18:19
af Hargo
Góð tól til að hreinsa út svona óþverra:
Rkill
Combofix
Junkware Removal Tool
Adw Cleaner
Malwarebytes
Fínt að taka run á þessu öllu, það sakar ekkert. Hægt að ná í þetta bleepingcomputer.com
Re: Vandræði með vírus
Sent: Sun 05. Okt 2014 19:26
af tossi
Takk kærlega fyrir þetta
Ég náði að losna við þetta með því að nota öll þessi forrit hvert á eftir öðru og loksins fór þetta
Re: Vandræði með vírus
Sent: Sun 05. Okt 2014 21:38
af rapport
tossi skrifaði:Takk kærlega fyrir þetta
Ég náði að losna við þetta með því að nota öll þessi forrit hvert á eftir öðru og loksins fór þetta
Þú veist ekkert hvort að þetta sótti aðrar óþekktar óveirur sem kicka inn í í næstu viku eða eru þegar farnar að afrita gögnin þín eða e-h, ég persónulega mundi ekki sætta mig við að nota þessa uppsetningu áfram og mundi strauja vélina.
Re: Vandræði með vírus
Sent: Sun 05. Okt 2014 21:46
af tossi
Já það er líklega gáfulegast. Getur frekar tölvuheftur maður straujað tölvuna með hjálp google eða á ég að leita til kunnáttufólks með það?
Re: Vandræði með vírus
Sent: Sun 05. Okt 2014 23:12
af Nariur
Það er mjög auðvelt. Google getur hjálpað þér í gegn um þetta.
Re: Vandræði með vírus
Sent: Sun 05. Okt 2014 23:35
af zedro
Vertu viss um að þú hafir CD-key'inn fyrir Windowsið. Það er ekki nóg að hafa diskinn þú þarft límmiðann með serial númerinu.
Hann er yfirleitt límdur aftan á tölvuna eða undir ef þetta er lappi.
Re: Vandræði með vírus
Sent: Mán 06. Okt 2014 00:14
af rapport
Zedro skrifaði:Vertu viss um að þú hafir CD-key'inn fyrir Windowsið. Það er ekki nóg að hafa diskinn þú þarft límmiðann með serial númerinu.
Hann er yfirleitt límdur aftan á tölvuna eða undir ef þetta er lappi.
Getur líka fengið hann með því að keyra þetta tól:
http://www.belarc.com/Programs/advisorinstaller.exeSíðan þeirra...
http://www.belarc.com/free_download.html