Síða 1 af 1

Sektir fyrir ólöglegt torrent dl.

Sent: Lau 04. Okt 2014 21:00
af nidur
Var að frétta af því að ISP í Þýskalandi eru að senda sektir á notendur sem sækja tónlist í gegnum torrent.

850 Evrur er lágmarkið ef þeir komast að því að þú ert að stela.

Re: Sektir fyrir ólöglegt torrent dl.

Sent: Lau 04. Okt 2014 21:59
af fallen
Brot á höfundarrétti er ekki þjófnaður. Hverju ertu annars að reyna áorka með þessu innleggi?

Re: Sektir fyrir ólöglegt torrent dl.

Sent: Lau 04. Okt 2014 22:05
af marijuana
fallen skrifaði:Brot á höfundarrétti er ekki þjófnaður. Hverju ertu annars að reyna áorka með þessu innleggi?


Finnst hann nú bara vera að reyna að skapa umræðu um þessa leið til að sporna við "ólöglegu niðurhali" ...

Re: Sektir fyrir ólöglegt torrent dl.

Sent: Lau 04. Okt 2014 22:39
af nidur
Ég hef nú bara ekki heyrt um þetta áður, er þetta að gerast í allri evrópu, er ísland næst?

Ætlaði nú ekki að byrja umræðu um hvort þetta flokkist sem þjófnaður eða brot á höfundarétti, fólk þarf augljóslega að borga sektir ef þetta kemst upp í þýskalandi. Það er víst bara einn Isp þar sem gefur ekki upp upplýsingar um kúnna eins og er.

Re: Sektir fyrir ólöglegt torrent dl.

Sent: Lau 04. Okt 2014 23:05
af zedro
Er það yfir höfuð löglegt? ISP sér bitakóða og segir að það sé lag frá höf x og sendir sekt á viðkomandi á dóms og laga?
Hvernig gerir ISP greinamun á löglegu og ólöglegu niðurhali? Flokka þeir líka stream sem ólöglegt? Leiðir þetta ekki bara
til þess að fólk taki up TOR based torrent?

Re: Sektir fyrir ólöglegt torrent dl.

Sent: Lau 04. Okt 2014 23:30
af Gúrú
marijuana skrifaði:Finnst hann nú bara vera að reyna að skapa umræðu um þessa leið til að sporna við "ólöglegu niðurhali" ...


Án þess að vitna í neinar heimildir eða sýna fram á hvað hann er að tala um.

Ég finn ekki neitt um að slíkar sektir eigi sér stað. A.m.k. ekki af hálfu ríkisins.

Kerfið í Bandaríkjunum er t.d. slíkt að rétthafi finnur torrent með segjum 1300 peers
og lögsækir 1300 Jón Jónssona einkennda af IP tölum og fær þar réttinn til að krefja netveiturnar um auðkenni IP talnanna.
Svo senda þeir (nú nafngreindum) 1300 Jón Jónssonum stefnu og bjóða þeim að borga t.d. $850 til að láta málið niður falla (þó þeir ætli sér stundum aldrei að sækja málið f. rétti)
Einnig eiga netveitur í Bandaríkjunum það til að senda viðvaranir á notendur sem þeim berast gildar kvartanir
frá rétthöfum um og hætta viðskiptum við þá notendur ef brotin eru endurtekin.

Kerfið í Þýskalandi virðist sambærilegt og einu löggjafirnar sem ég heyri minnst á eru þær sem skapa hámarks upphæðir fyrir slíkar sektir.

Ég finn enga stoð í raunveruleikanum fyrir því sem þráðarhöfundur er að segja og hann má endilega benda á eitthvað sem styður mál hans.

Re: Sektir fyrir ólöglegt torrent dl.

Sent: Sun 05. Okt 2014 11:12
af Stuffz
nidur skrifaði:Var að frétta af því að ISP í Þýskalandi eru að senda sektir á notendur sem sækja tónlist í gegnum torrent.

850 Evrur er lágmarkið ef þeir komast að því að þú ert að stela.


Þýska stjórnvöld.. það blundar í þeim fasistafól. sem fær útrás sem Anti-P2P tól.

Japan var eitthvað að brasa fyrir ári síðan, Japan er Þýskaland Asíu og öfugt japanskt stál þýskt stál, hátækni e.t.c. fyrrverandi WW2 AXIS* félagar o.s.f.
http://en.rocketnews24.com/2013/02/05/j ... -networks/

þetta er þetta Japanski Fáninn í augnarblikinu

Mynd


*not to be confused with Bush's "Axis-of-evil" and other PNAC coined phrases :sleezyjoe

...

Svo eru það Frönsku "3 Strike" lögin http://en.wikipedia.org/wiki/HADOPI_law SEM BÚIÐ ER AÐ AFNEMA NÚNA!

Mynd

Ef Franskir netnotendur fengu 3 áminningar þá var nettengingunni þeirra lokað (og hver svo stýrði hver fékk áminningu og hver ekki, hver veit?)

Þau voru kostuleg, búið af afnema þau núna http://www.theverge.com/2013/7/9/450762 ... uspensions

enda voru þau ekkert að virka http://arstechnica.com/tech-policy/2014 ... nt-effect/

EXTRA Details:
Nicolas Sarkozy sem var forseti milli 2007 og 2012, var persónulegur stuðningsmaður laganna, kall sem hafði það sem fyrsta verk sitt í starfinu að hækka launin sín um 239%, og hefur verið ásakaður um að reyna að hafa sem mest uppúr því fjárhagslega að sinna þessu embætti, ásamt því að vera spilltur og njóta þess vafasama heiðurs að vera fyrsti forseti Frakklands til að vera handtekinn.

http://www.dailymail.co.uk/news/article ... ddafi.html

Hann giftist fyrrverandi súpermódelinu Carla Bruni 2008 sem forseti og sem forsetafrú fékk hún hlutverk í Woody Allen myndinni Midnight in Paris og þurfti 35 tökur til að ná því "just right" á meðan forsetinn horfði á, það hlítur að vera erfitt að vera tekinn alvarlega sem leikstjóri þegar þú þarft að sinna svona augljóslegum "umbunarverkefnum" fyrir pólitík-usa http://www.nydailynews.com/entertainmen ... e-1.202969

Enda vildi hann greinilega klippa hana út úr myndinni.
http://www.dailymail.co.uk/tvshowbiz/ar ... -film.html

Já eins og sést þá er maður búinn að vera að fylgjast með þessarri þróun svona með öðru auganu síðan tölvan var tekin af manni 2004. Meira um það á "DC++ 10 ára þráðinum" viewtopic.php?f=9&t=62611


VIÐBÓT:

Höfundarréttur, eða réttara þýtt afritunarréttur (copyright) er fyrirbæri sem ógerningur er að samhæfa nútíma tæknisamfélagi nema að koma á eitthverskonar Fasista Upplýsinga-hömlunar-kerfi þar sem hver einustu tölvusamskipti eru grandskoðuð og þegar brot uppgötvast þá sé pláss í steininum fyrir alla þessa "allt að 2ára fangelsi" refsingar sem eiga að heita lausn á þessum "Glæpum!".

Málið er að yfirvöld sem þjóna okkur eru að stofna trúveruleika kerfisins í voða með að reyna að þykjast geta haldið uppi lögum sem hvert mannsbarn sé að er ómögulegt, og þar með ómeðvitað grafa undan máttarstólpum samfélagsins sem svo aftur skapar óróleika og óvissu, það þarf að fara alveg aftur í frumtextann og endurrita afritunarlög frá A til Ö ekki skítafixa gömul lög sem áttu við texta á pappír yfir á stafrænan veruleika það er og verður alltaf hriplekt fley og allir tapa á þessum aumkunnarverðum tilraunum til að koma skikkan á hlutina.

Pereat! Höfundarréttarlög Samtímans, þau eru ekki í takt við tímann.

Re: Sektir fyrir ólöglegt torrent dl.

Sent: Sun 05. Okt 2014 12:39
af Frantic
nidur skrifaði:Ég hef nú bara ekki heyrt um þetta áður, er þetta að gerast í allri evrópu, er ísland næst?

Ætlaði nú ekki að byrja umræðu um hvort þetta flokkist sem þjófnaður eða brot á höfundarétti, fólk þarf augljóslega að borga sektir ef þetta kemst upp í þýskalandi. Það er víst bara einn Isp þar sem gefur ekki upp upplýsingar um kúnna eins og er.

Hvaða ISP er það?

Re: Sektir fyrir ólöglegt torrent dl.

Sent: Sun 05. Okt 2014 17:02
af nidur
Ég hitti nú bara þennan vin minn á spjalli í gær, gat nú ekki fengið allar upplýsingar í hendurnar.

Vodafone virðist ekki gefa upplýsingarnar miðað við þessa grein
https://torrentfreak.com/isps-cannot-be ... es-130326/

Líklega er hans saga bara eins og hjá mörg hundruð þúsund öðrum torrent notendum í þýskalandi miðað við þessa frétt síðan í fyrra
http://www.zdnet.com/file-sharing-in-ge ... 000018915/

Væntanlega ekki bréf frá ISP eins og ég sagði í upphafi.
Er bannað að tala um svona hérna? eða eru menn í einhverju hormónakasti.

Re: Sektir fyrir ólöglegt torrent dl.

Sent: Sun 05. Okt 2014 17:34
af Gúrú
nidur skrifaði:eru menn í einhverju hormónakasti.


Flottur.

Komst með þráð með litlu sem engu innihaldi, engri heimild og allt sem stóð í honum var rangt í þokkabót. Finnst þér eitthvað að því að gagnrýna það?

Líklega er hans saga bara eins og hjá mörg hundruð þúsund öðrum torrent notendum í þýskalandi miðað við þessa frétt síðan í fyrra


Þetta er ekkert einangrað við Þýskaland. Í öllum löndum nema kannski Sómalíu mega rétthafar krefja þá sem dreifa eignum þeirra ólöglega um bætur.
Þú ert því alltaf bótaskyldur ef þú ert að uploada með p2p tækni.

Re: Sektir fyrir ólöglegt torrent dl.

Sent: Sun 05. Okt 2014 20:46
af nidur
Best að biðja Guru og Fallen bara strax afsökunar á því að hafa sett inn innlegg án þess að vera með heimildir og skýr skilaboð um hvað ég ætlaði að áorka með því.
Það sem kemur fram í 1. pósti er allt haft eftir þeim sem fékk bréfið.

Flott að vera þá bara varkárir þegar ferðast er erlendis þegar notast er við Wifi hjá einhverjum sem þú þekkir.
Greinilega enginn hérna sem hefur lent í svona sekt þá?

Margt áhugavert sem Stuffz linkaði í.

Hefur þetta gerst á íslandi, að sent sé svona lágmarks rukkun á fjölda manns með upplýsingum frá ISP

Re: Sektir fyrir ólöglegt torrent dl.

Sent: Þri 07. Okt 2014 01:08
af Stuffz
nidur skrifaði:Best að biðja Guru og Fallen bara strax afsökunar á því að hafa sett inn innlegg án þess að vera með heimildir og skýr skilaboð um hvað ég ætlaði að áorka með því.
Það sem kemur fram í 1. pósti er allt haft eftir þeim sem fékk bréfið.

Flott að vera þá bara varkárir þegar ferðast er erlendis þegar notast er við Wifi hjá einhverjum sem þú þekkir.
Greinilega enginn hérna sem hefur lent í svona sekt þá?

Margt áhugavert sem Stuffz linkaði í.

Hefur þetta gerst á íslandi, að sent sé svona lágmarks rukkun á fjölda manns með upplýsingum frá ISP


tja ISP kemur eiginlega ekkert við hvað maður notast við það sem kemur úr pípunum, ekki frekara en rafmagnsveitu eða vatnsveitu kemur við hvað þú notar það sem kemur úr þeim pípum, þeir eiga bara að sjá til þess að pípurnar séu í lagi og það sé enginn downtime eða flöskuhálsar á rennslinu því annars verða kúnnarnir ósáttir. við viljum rafmagsnfrelsi, vatnsfrelsi og netfrelsi og hananú! :D

náttúrulega ef eitthver misnotar frelsið alvarlega (allt að 8ár), raflostar eða drekkir eitthverjum þá er það mál fyrir lögregluna ekki vatnsveituna eða rafmagnsfyrirtækið.

svo varðandi netið þá er í mesta lagi (allt að 2ár) nema eitthverjir "Ríkir Erlendir hagsmunir" eru dubbaðir sem "Ríkir Almanna hagsmunir" eins og í DC++ málinu og veittar eru (allt að 8ár) undanþágur.