Síða 1 af 1

Linksys routerar á GPON tengingu

Sent: Fös 19. Sep 2014 19:08
af capteinninn
Ég var að komast yfir Linksys routera og var að spá hvort ég gæti skipt þeim út fyrir þann sem ég er núna með.

Þetta eru WAG354G OG WAP54G. Eftir því sem ég best veit eru þeir fyrir ADSL tengingar en ég væri til í að nota þá í staðinn fyrir routerinn sem ég fékk hjá Hringdu (einhver Edimax router).

Get ég eitthvað breytt stillingum í þeim fyrir GPON-ið ?

Var að spá að setja upp DD-WRT á WAP54G routernum jafnvel.

Re: Linksys routerar á GPON tengingu

Sent: Fös 26. Sep 2014 23:07
af Icarus
Ættir að geta það ef þú kemur DD-WRT inn á routerinn og hann er með WAN port, myndi ég halda.

Þvert á móti er GPON miklu leiðinlegra heldur en ljósleiðari GVR að því leyti að þú ert að stilla VLAN í routernum sjálfur. Svo það er alls ekki plug and play.

Re: Linksys routerar á GPON tengingu

Sent: Lau 27. Sep 2014 00:27
af capteinninn
Icarus skrifaði:Ættir að geta það ef þú kemur DD-WRT inn á routerinn og hann er með WAN port, myndi ég halda.

Þvert á móti er GPON miklu leiðinlegra heldur en ljósleiðari GVR að því leyti að þú ert að stilla VLAN í routernum sjálfur. Svo það er alls ekki plug and play.


Ég er með ljósleiðarann í gegnum Gagnaveituna þannig að það ætti ekki að vera mikið vandamál held ég

Re: Linksys routerar á GPON tengingu

Sent: Lau 27. Sep 2014 00:46
af Icarus
Af hverju segistu þá vera með GPON?

GPON kerfið er hjá Mílu.

En á ljósleiðara Gagnaveitunnar ættu allir standard ethernet routerar að virka með mjög basic uppsetningu.