Síða 1 af 1

Lykilorð og dulkóðun á Zhone routerum

Sent: Mán 15. Sep 2014 22:56
af gRIMwORLD
Hefur einhver hérna lagst í crypto lærdóm?

Bara forvitinn að vita hvort það sé fýsilega mögulega að lesa til baka lykilorð sem koma fram í config skrá Zhone routersins.

Kóðinn breytist aldrei, þeas það er alltaf sama þegar maður endursetur lykilorðið

Hérna er ég með dæmi

Cleartext Kóðað
1 MQA=
11 MTEA
111 MTExAA==
1111 MTExMQA=
11111 MTExMTEA
111111 MTExMTExAA==

Re: Lykilorð og dulkóðun á Zhone routerum

Sent: Mán 15. Sep 2014 23:02
af depill
Þetta er ekki dulkóðun, þetta er base64 kóðun.

Þú getur getur til dæmis notað http://www.base64decode.org/ og http://www.base64encode.org/ ef þú vilt veflæga lausn, það er til base64 decoder library í eiginlega öllum forritunarmálum.

Re: Lykilorð og dulkóðun á Zhone routerum

Sent: Mán 15. Sep 2014 23:13
af gRIMwORLD
Glæsó,

nú komst ég inn á routerinn til að enabla logging. Eftir að ég fékk þennan router hef ég reglulega þurft að keyra flushdns á öllum vélum hérna þegar sumar síður eða partar af síðum hætta að birtast eðlilega.

Vodafone sögðust hafa breytt stillingum og uppfærst en ég gat ekki betur séð en að þeir hafi bara restorað eldra afriti af stillingunum þar sem það poppuðu upp NAT færslur sem ég hafði verið að nota í þá en ekki lengur. Vandamál hélt svo áfram en ekki alveg í sama mæli.