Síða 1 af 1

Lélegt net, Ljósnet Hringdu

Sent: Mið 10. Sep 2014 18:33
af HalistaX
Var að sækja routerinn í dag, búinn að tengja hanna og svona.
Er með tölvuna við hliðina á routernum en samt er alveg hræðilegt samband.
Kunniði einhver ráð, er ekki tengdur beint í router heldur með netkorti.
Mynd

Re: Lélegt net, Ljósnet Hringdu

Sent: Mið 10. Sep 2014 18:35
af Vaktari
Væri sniðugt að breyta tíðni á þráðlausa netinu. Þyrftir þá að fara inn á routerinn til þess.
Gætir prufað að skipta alltaf á milli til að finna hvað sé þægilegast.
Spurning hvort það sé eitthvað að trufla.

Re: Lélegt net, Ljósnet Hringdu

Sent: Mið 10. Sep 2014 18:56
af HalistaX
Hvernig geri ég það, ég kann ekkert á þetta?

Re: Lélegt net, Ljósnet Hringdu

Sent: Mið 10. Sep 2014 18:59
af Vaktari
Þá væri eflaust mun fljótlegra að hringja bara í Hringdu og láta þá breyta þessu fyrir þig.
Annars þarftu bara að tengja þig inn á default gateway, gætir gert það bara hérna t.d. www.myip.is afritað your ip address og sett það í nýjan tab og ýtt á enter.
Ætti að biðja um user og pass, vanalega er það admin og admin en gæti vel verið að það sé eitthvað annað.

Re: Lélegt net, Ljósnet Hringdu

Sent: Mið 10. Sep 2014 19:27
af Viktor
Vaktari skrifaði:Þá væri eflaust mun fljótlegra að hringja bara í Hringdu og láta þá breyta þessu fyrir þig.
Annars þarftu bara að tengja þig inn á default gateway, gætir gert það bara hérna t.d. http://www.myip.is afritað your ip address og sett það í nýjan tab og ýtt á enter.
Ætti að biðja um user og pass, vanalega er það admin og admin en gæti vel verið að það sé eitthvað annað.

Þú notar ekki public ip til þess að komast inn á local net, yfirleitt 192.168.1.1

Re: Lélegt net, Ljósnet Hringdu

Sent: Mið 10. Sep 2014 19:34
af Vaktari
Aftur á móti að þá er það hægt með báðum leiðum.

Re: Lélegt net, Ljósnet Hringdu

Sent: Þri 16. Sep 2014 01:29
af rapport
Eru einhver tweak sem maður gert á routerum frá Hringdu til að opna port o.þ.h. ?

Er ekki að átta mig á how to do it...

Re: Lélegt net, Ljósnet Hringdu

Sent: Þri 16. Sep 2014 10:48
af Viktor
Vaktari skrifaði:Aftur á móti að þá er það hægt með báðum leiðum.


Hmmm, nei - allavega ekki hjá mér.

Re: Lélegt net, Ljósnet Hringdu

Sent: Þri 16. Sep 2014 18:52
af Skaz
Bróðir minn lenti í svipuðu með router frá Hringdu, og það virtist bara hafa verið hreinlega lélegur eða ónýtur router, þeir skiptu við hann að mig minnir og hann varð sáttari við hraðann.

Ættir kannski að fá að skipta um router og prófa nýjan?

Re: Lélegt net, Ljósnet Hringdu

Sent: Þri 16. Sep 2014 20:03
af netscream
Default er að lokað er á að nota ytra nets ip addressu til að accessa routerinn

Sallarólegur skrifaði:
Vaktari skrifaði:Aftur á móti að þá er það hægt með báðum leiðum.


Hmmm, nei - allavega ekki hjá mér.