Síða 1 af 1
Nota fjölnotaprentara á heimaneti
Sent: Fim 04. Sep 2014 15:20
af Krissinn
Ég er með HP photosmart C5280 fjölnotaprentara tengdan við vél sem ég nota sem file server og hef share-að honum í gegnum þá vél. Málið er að mig langar einnig til að getað notað skannann, semsagt share-að hann einnig. Er til eitthvað forrit sem maður getur sett upp á vélinni svo allar tölvur á heimanetinu geti skannað?
Re: Nota fjölnotaprentara á heimaneti
Sent: Fim 04. Sep 2014 15:56
af rapport
Nibbs... það held ég ekki.
En þú ættir að geta látið skanna inn á fileserverinn á svæði sem er deilt með hinum vélunum.
En þá fá allir allt sem er skannað...
Re: Nota fjölnotaprentara á heimaneti
Sent: Fim 04. Sep 2014 19:17
af Krissinn
rapport skrifaði:Nibbs... það held ég ekki.
En þú ættir að geta látið skanna inn á fileserverinn á svæði sem er deilt með hinum vélunum.
En þá fá allir allt sem er skannað...
Ég skil :/, Ég hef gert það svoleiðis hingað til í gegnum Remote desktop :p
Re: Nota fjölnotaprentara á heimaneti
Sent: Fim 04. Sep 2014 19:38
af Gúrú
krissi24 skrifaði:rapport skrifaði:Nibbs... það held ég ekki.
En þú ættir að geta látið skanna inn á fileserverinn á svæði sem er deilt með hinum vélunum.
En þá fá allir allt sem er skannað...
Ég skil :/, Ég hef gert það svoleiðis hingað til í gegnum Remote desktop :p
Af hverju ættirðu að þurfa Remote Desktop ef þetta er nú þegar file server?
Ættir að geta nálgast skönnin rétt eins og hverja aðra skrá - ekki gerirðu það líka í gegnum Remote Desktop?
Re: Nota fjölnotaprentara á heimaneti
Sent: Fim 04. Sep 2014 19:59
af hagur
Ætli hann fari ekki inná RDP til að komast í skönnunarhugbúnaðinn til að geta skannað ...
Re: Nota fjölnotaprentara á heimaneti
Sent: Fim 04. Sep 2014 22:45
af Gislinn
Þú getur mögulega reddað þessu með
CloudScan (linkur), hef aldrei prófað þetta sjálfur en þetta lítur út fyrir að vera þess virði að prófa.
Re: Nota fjölnotaprentara á heimaneti
Sent: Fös 05. Sep 2014 10:16
af Krissinn
hagur skrifaði:Ætli hann fari ekki inná RDP til að komast í skönnunarhugbúnaðinn til að geta skannað ...
Mikið rétt :p
Re: Nota fjölnotaprentara á heimaneti
Sent: Fös 05. Sep 2014 14:01
af Gúrú
krissi24 skrifaði:hagur skrifaði:Ætli hann fari ekki inná RDP til að komast í skönnunarhugbúnaðinn til að geta skannað ...
Mikið rétt :p
Skil ég það rétt að það sé ekki valmöguleiki á fjölnotaprentaranum sjálfum að skanna hlutinn?
Re: Nota fjölnotaprentara á heimaneti
Sent: Fös 05. Sep 2014 18:49
af rapport
Gúrú skrifaði:krissi24 skrifaði:hagur skrifaði:Ætli hann fari ekki inná RDP til að komast í skönnunarhugbúnaðinn til að geta skannað ...
Mikið rétt :p
Skil ég það rétt að það sé ekki valmöguleiki á fjölnotaprentaranum sjálfum að skanna hlutinn?
http://h10032.www1.hp.com/ctg/Manual/c01009068.pdfbls.11
Hann ætti a.m.k. að geta skannað inn á minniskort í prentaranum sem væri þá líklega drif tengt fileservernum.
En að skanna í tölvuna virðist þurfa að vísa á e-h forrit.. en þetta er ódýrari týpa af prentara en ég hélt, þarf ekki að vera einfalt...
Re: Nota fjölnotaprentara á heimaneti
Sent: Fim 22. Okt 2015 07:32
af stankudrin
Ég hef lesið þessa grein (
http://www.flexihub.com/how-to-share-scanner.html). Nú það eru mörg forrit sem gera það fyrir frjáls eða með GNU leyfi. Hvers vegna ekki að nota það?