Windows 9 í september
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 16542
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2126
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Windows 9 í september
Windows 9 kemur í semptember, ætli það verði sami viðbjóðurinn og Windows 8 ?
http://www.pcgamer.com/2014/08/21/windo ... september/
http://www.pcgamer.com/2014/08/21/windo ... september/
Re: Windows 9 í september
Finnst það gjörsamlega fáránlegt að þeir uppfæri um heila version tölu.
Þetta er alltof líkt Windows 8 til að geta hoppað í 9.
Ættu að hafa þetta Windows 8.3.
Þetta er alltof líkt Windows 8 til að geta hoppað í 9.
Ættu að hafa þetta Windows 8.3.
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 16542
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2126
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Windows 9 í september
Frantic skrifaði:Finnst það gjörsamlega fáránlegt að þeir uppfæri um heila version tölu.
Þetta er alltof líkt Windows 8 til að geta hoppað í 9.
Ættu að hafa þetta Windows 8.3.
Einmitt, eða henda þessu og koma með eitthvað almenninlegt.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 1573
- Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
- Reputation: 254
- Staðsetning: Reykjavík, Iceland
- Staða: Ótengdur
Re: Windows 9 í september
Mikið rosalega skil ég ekki þetta grenj með Win 8. Mér finnst það nú bara með betri Windows útgáfunum.
Þetta er b.t.w Windows 9 preview svo eigum við ekki að sjá changelogin áður en við gagnrýnum. Kannski eru einhverjar kúl bakenda breytingar, útlit er ekki stýrikerfi.
Þetta er b.t.w Windows 9 preview svo eigum við ekki að sjá changelogin áður en við gagnrýnum. Kannski eru einhverjar kúl bakenda breytingar, útlit er ekki stýrikerfi.
-
- Kóngur
- Póstar: 6383
- Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
- Reputation: 461
- Staðsetning: fyrir aftan þig
- Staða: Ótengdur
Re: Windows 9 í september
Frantic skrifaði:Finnst það gjörsamlega fáránlegt að þeir uppfæri um heila version tölu.
Þetta er alltof líkt Windows 8 til að geta hoppað í 9.
Ættu að hafa þetta Windows 8.3.
Eru þeir ekki bara að segja skilið við 8 og phobiuna við það system?
Örugglega fullt af fólki sem myndu uppfæra svo lengi sem það sé ekki 8.
CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow
-
- Stjórnandi
- Póstar: 6354
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
- Reputation: 161
- Staða: Ótengdur
Re: Windows 9 í september
depill skrifaði:Mikið rosalega skil ég ekki þetta grenj með Win 8. Mér finnst það nú bara með betri Windows útgáfunum.
Þetta er b.t.w Windows 9 preview svo eigum við ekki að sjá changelogin áður en við gagnrýnum. Kannski eru einhverjar kúl bakenda breytingar, útlit er ekki stýrikerfi.
Sammála. W8 er betra í flestu, og það sem er verra sem er nær eingöngu UI tengt og er flest hægt að laga með endalausu vali af 3rd party forritum.
Hæstu orðrómarnir um W9 eru að start menu-inn komi aftur í breyttri mynd sem og að það verði hægt að window mode-a "metro" apps.
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 288
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2014 12:23
- Reputation: 34
- Staða: Ótengdur
Re: Windows 9 í september
AntiTrust skrifaði:depill skrifaði:Mikið rosalega skil ég ekki þetta grenj með Win 8. Mér finnst það nú bara með betri Windows útgáfunum.
Þetta er b.t.w Windows 9 preview svo eigum við ekki að sjá changelogin áður en við gagnrýnum. Kannski eru einhverjar kúl bakenda breytingar, útlit er ekki stýrikerfi.
Sammála. W8 er betra í flestu, og það sem er verra sem er nær eingöngu UI tengt og er flest hægt að laga með endalausu vali af 3rd party forritum.
Hæstu orðrómarnir um W9 eru að start menu-inn komi aftur í breyttri mynd sem og að það verði hægt að window mode-a "metro" apps.
+1
Fyrir minn stað var meir að segja hægt að tweaka nóg í 8.1 með boot to desktop og sýna apps beint og fela megnið af þessum metro öppum. Þau meika ekki mikið sense á desktop tölvu, sérstaklega þar sem þau eru standalone en ekki viðmóts extension á desktoppinn.
Ef windows 9 kemur með aðeins meira aggressive pricing (setjum 12k limit) þá er ég happy camper og versla mér það bara hreinlega.
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1016
- Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
- Reputation: 206
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Windows 9 í september
Win 8.1 rokkar
Skil ekki hvað fólk kvartar yfir þessu.
Virkilega stable
Skil ekki hvað fólk kvartar yfir þessu.
Virkilega stable
CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video
-
- Kóngur
- Póstar: 6383
- Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
- Reputation: 461
- Staðsetning: fyrir aftan þig
- Staða: Ótengdur
Re: Windows 9 í september
Þott það seu til endalaust af 3rd party forritum til að laga til w8 þa er það samt skömmustulegt að maður þarf 3rd party forrit. MS eiga að gefa manni valið i stað þess ad þvinga þessu upp a mann.
CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow
Re: Windows 9 í september
Vista er lélegast windows sem hefur komið punktur
Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR
-
- Stjórnandi
- Póstar: 6354
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
- Reputation: 161
- Staða: Ótengdur
Re: Windows 9 í september
svanur08 skrifaði:Vista er lélegast windows sem hefur komið punktur
Annað dæmi um galla sem voru blásnir upp langtumfram raunveruleg áhrif. Stærstu gallana við Vista var hægt að "stilla" af. Vista er draumur í samanburði við WinME.
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 288
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2014 12:23
- Reputation: 34
- Staða: Ótengdur
Re: Windows 9 í september
AntiTrust skrifaði:svanur08 skrifaði:Vista er lélegast windows sem hefur komið punktur
Annað dæmi um galla sem voru blásnir upp langtumfram raunveruleg áhrif. Stærstu gallana við Vista var hægt að "stilla" af. Vista er draumur í samanburði við WinME.
Haha, ég ætlað að fara að skrifa eru menn alveg búnir að gleyma millenium
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 16542
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2126
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Windows 9 í september
Það getur vel verið að W8 sé rosalega stabílt, en ljótt er það.
Tek undir það sem Steve Jobs sagði:
Tek undir það sem Steve Jobs sagði:
Re: Windows 9 í september
Þetta er bara asnarlegt að gefa nýtt stýrikerfi svona fljótlega. Windows 8 kom bara út 2012 sem er ekki það langt síðan, Windows 8.1 kemur svo tæplega einu ári síðar, 1013. Ég sé að þetta sé bara græðgi og okur. að skíta út 3 stýrikerfum á 3 árum það er bara rugl.
Hvað varð um það að gera service pakka ? windows xp með 3 stykki, vista með 2 stykki og svo deyr þetta með windows 7. Að auki er windows 7 að að keyra á svo mörgum kerfum meira að segja sér maður XP á mörgum stöðum eins og verslunum og bílaverkstæðum.
Finnst þetta vera bara rugl. hvað ætla þeir að gera næst windows 10, hvað svo windows 11 ? er ekki hægt að finna betra nafn en það og af hverju ekki bara gera service pakka með windows 9 update og sleppa því að hafa þetta windows 9 ekki eins og þeir séu að gera nýtt stýrikerfi frá A-Ö
Segi bara okur, ekkert að því að fá breytingar en á svona stuttum tíma og þurfa að greiða 20.000 krónur fyrir þetta stýrikerfa rusl er bara rugl.
Bætt Við :
Að auki er supportið alltaf að styttast og styttast.
Hvað varð um það að gera service pakka ? windows xp með 3 stykki, vista með 2 stykki og svo deyr þetta með windows 7. Að auki er windows 7 að að keyra á svo mörgum kerfum meira að segja sér maður XP á mörgum stöðum eins og verslunum og bílaverkstæðum.
Finnst þetta vera bara rugl. hvað ætla þeir að gera næst windows 10, hvað svo windows 11 ? er ekki hægt að finna betra nafn en það og af hverju ekki bara gera service pakka með windows 9 update og sleppa því að hafa þetta windows 9 ekki eins og þeir séu að gera nýtt stýrikerfi frá A-Ö
Segi bara okur, ekkert að því að fá breytingar en á svona stuttum tíma og þurfa að greiða 20.000 krónur fyrir þetta stýrikerfa rusl er bara rugl.
Bætt Við :
Að auki er supportið alltaf að styttast og styttast.
Windows XP skrifaði:Relesed 2001, Mainstream support ends on April 14, 2009. 8 ár support.
Windows 7 skrifaði:Relesed 2009, Mainstream support ends on April 14, 2015. 6 ár support.
Windows 8 skrifaði:Relesed 2012, Mainstream support ends on April 14, 2016. 4 ár support.
Windows 8.1 skrifaði:Relesed 2013, Mainstream support ends on April 14, 2018. 5 ár support.
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 16542
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2126
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Windows 9 í september
Apple gefur út nýtt kerfi á hverju ári, en þeir gefa það.
Kostaði hér áður, en þá bara $29 sem er klink fyrir nýtt stýrikerfi.
Microsoft er ekki kallað M$ að ástæðulausu
Kostaði hér áður, en þá bara $29 sem er klink fyrir nýtt stýrikerfi.
Microsoft er ekki kallað M$ að ástæðulausu
Re: Windows 9 í september
GuðjónR skrifaði:Apple gefur út nýtt kerfi á hverju ári, en þeir gefa það.
Kostaði hér áður, en þá bara $29 sem er klink fyrir nýtt stýrikerfi.
Microsoft er ekki kallað M$ að ástæðulausu
Vissi reyndar ekki að apple gerði nýtt kerfi á hverju ári en að greiða 29$ er ekki það mikið myndi ég segja og það er tær snild að þetta sé orðið frítt. en ég hugsa að voða fáir hafa efn á því að uppfæra windows árlega fyrir 20.000 krónur per uppfærslu, hvað með fólk sem er með margar tölvur ?
Hjá mér og kærustunni eru allt í allt 4 tölvur, borðtölva, sjónvarpstölva og 2 fartölvur það er 80.000,- krónur fyrir þetta rugl
Bætt Við :
Það versta er að að Microsoft selur núna eingöngu eitt leyfi. Ég mann eftir því þegar maður var með windows XP mátti maður nota diskinn sem maður keypti í verslun fyrir eithvern 10.000,- krónur og máttir nota það á heilar þrjár tölvur.
Re: Windows 9 í september
bara þetta útgáfunúmerabrjálæðiskapphlaup sem er búið að vera í gangi síðustu ár.. firefox komið í útgáfu (version) 31 núna.. innan 10 ára mun örugglega vera komið windows 15 eða 20..
ASRock B650E PG-ITX WiFi AMD Ryzen 9 7950X PowerColor "Red Devil" RX 7900 XTX 24GB G.Skill Trident Z5 RGB 32GB (2 x 16GB) DDR5-6000 stýrikerfi: wd black sn850x 2TB WD RED 4TB WD RED 4TB 65" LG B8 OLED TV
Re: Windows 9 í september
kizi86 skrifaði:bara þetta útgáfunúmerabrjálæðiskapphlaup sem er búið að vera í gangi síðustu ár.. firefox komið í útgáfu (version) 31 núna.. innan 10 ára mun örugglega vera komið windows 15 eða 20..
Mikið rétt, þessi fyrirtæki eru að hugsa um að skíta út version númerum í stað þess að taka sér tíma og gera þetta almenilegt en vá hvað það hljómar illa að segja "ég er með windows 15"
-
- Stjórnandi
- Póstar: 6354
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
- Reputation: 161
- Staða: Ótengdur
Re: Windows 9 í september
Windows 8 og 8.1 er ekki sitthvort stýrikerfið, ekki ef við horfum á að 8.1 var frí uppfærsla, svo við erum bara að tala um tvö stýrikerfi á þremur árum. W8.1 Update 2 kom út núna í Ágúst, þótt hann hafi ekki heitið því offically þá var stærðin slík. Þetta er bara sambærilegt og við sáum gerast með XP SP3 og Vista.
XP var með þrjá SP's, Vista var með 2 SP's, W7 með einn SP og W8 er í rauninni spurningamerki þar sem þeir hafa svo gott sem droppað þessu termi.
Uppfærsla úr last-gen stýrikerfi í next-gen kostar ekki 20þús heldur um $120 í dag, en þá er ótalið tímabilið þar sem maður gat uppfært úr XP/7 yfir í W8 fyrir undir 5þús ef ég man rétt. Þess fyrir utan þá fylgir stýrikerfi með öllum fartölvum útúr búð svo maður þarf aldrei að borga retail verð þar, heldur bara upgrade verð í versta falli, og það neyðir enginn notendur til þess að uppfæra í næsta stýrikerfi, ekkert frekar en að fólk þarf að eiga nýjasta gen af i-tækinu sínu þótt margir hlaupi til og kaupi það nýjasta.
Mér finnst þetta skref í rétta átt hjá Microsoft, þetta mun líklega skila okkur hraðari þróun á mest notaða stýrikerfi í heiminum í dag.
Nú er bara kominn tími á að sjá OSX taka stökk, búnir að vera leiðinlega lengi í nær sama viðmótinu.
XP var með þrjá SP's, Vista var með 2 SP's, W7 með einn SP og W8 er í rauninni spurningamerki þar sem þeir hafa svo gott sem droppað þessu termi.
Uppfærsla úr last-gen stýrikerfi í next-gen kostar ekki 20þús heldur um $120 í dag, en þá er ótalið tímabilið þar sem maður gat uppfært úr XP/7 yfir í W8 fyrir undir 5þús ef ég man rétt. Þess fyrir utan þá fylgir stýrikerfi með öllum fartölvum útúr búð svo maður þarf aldrei að borga retail verð þar, heldur bara upgrade verð í versta falli, og það neyðir enginn notendur til þess að uppfæra í næsta stýrikerfi, ekkert frekar en að fólk þarf að eiga nýjasta gen af i-tækinu sínu þótt margir hlaupi til og kaupi það nýjasta.
Mér finnst þetta skref í rétta átt hjá Microsoft, þetta mun líklega skila okkur hraðari þróun á mest notaða stýrikerfi í heiminum í dag.
Nú er bara kominn tími á að sjá OSX taka stökk, búnir að vera leiðinlega lengi í nær sama viðmótinu.
-
- Kóngur
- Póstar: 6383
- Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
- Reputation: 461
- Staðsetning: fyrir aftan þig
- Staða: Ótengdur
Re: Windows 9 í september
Dúlli skrifaði:kizi86 skrifaði:bara þetta útgáfunúmerabrjálæðiskapphlaup sem er búið að vera í gangi síðustu ár.. firefox komið í útgáfu (version) 31 núna.. innan 10 ára mun örugglega vera komið windows 15 eða 20..
Mikið rétt, þessi fyrirtæki eru að hugsa um að skíta út version númerum í stað þess að taka sér tíma og gera þetta almenilegt en vá hvað það hljómar illa að segja "ég er með windows 15"
þeir gætu verið að reyna að þurka út þetta stigma sem er á "8" og hreinlega bara reyna að losa sig við töluna.
CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow
Re: Windows 9 í september
Dúlli skrifaði:kizi86 skrifaði:bara þetta útgáfunúmerabrjálæðiskapphlaup sem er búið að vera í gangi síðustu ár.. firefox komið í útgáfu (version) 31 núna.. innan 10 ára mun örugglega vera komið windows 15 eða 20..
Mikið rétt, þessi fyrirtæki eru að hugsa um að skíta út version númerum í stað þess að taka sér tíma og gera þetta almenilegt en vá hvað það hljómar illa að segja "ég er með windows 15"
Meh, myndi frekar vilja hafa Firefox 45.1 heldur en Firefox 3.04.252.3432342.
Myndi nú segja að það sé ágætis ástæða fyrir því að t.d. FF og Chrome eru uppfærðir svona oft. Ekkert gaman að vera með einhvern major öryggisgalla í browsernum sínum þegar maður er að vafra á netinu.
En annars held ég að W9 alveg á sama relase plani og öll hin windows'in:
Windows Vista - 2007
Windows 7 - 2009
Windows 8 - 2012
Windows 9 - 2014/2015 - spurning hvenær það kemur út, aðeins gefið út fyrir developers núna í sept.
=> 2-3 ár á milli.
Re: Windows 9 í september
hkr skrifaði:Dúlli skrifaði:kizi86 skrifaði:bara þetta útgáfunúmerabrjálæðiskapphlaup sem er búið að vera í gangi síðustu ár.. firefox komið í útgáfu (version) 31 núna.. innan 10 ára mun örugglega vera komið windows 15 eða 20..
Mikið rétt, þessi fyrirtæki eru að hugsa um að skíta út version númerum í stað þess að taka sér tíma og gera þetta almenilegt en vá hvað það hljómar illa að segja "ég er með windows 15"
Meh, myndi frekar vilja hafa Firefox 45.1 heldur en Firefox 3.04.252.3432342.
Myndi nú segja að það sé ágætis ástæða fyrir því að t.d. FF og Chrome eru uppfærðir svona oft. Ekkert gaman að vera með einhvern major öryggisgalla í browsernum sínum þegar maður er að vafra á netinu.
En annars held ég að W9 alveg á sama relase plani og öll hin windows'in:
Windows Vista - 2007
Windows 7 - 2009
Windows 8 - 2012
Windows 9 - 2014/2015 - spurning hvenær það kemur út, aðeins gefið út fyrir developers núna í sept.
=> 2-3 ár á milli.
að plögga öryggisgalla er EKKI ný útgáfa (major version upgrade)
eins og með hvernig útgáfustefnan var hjá mozilla, þá átti uppfærslan úr 3 upp í 4 rétt á sér (miiikið um breytingar og svoleiðis) en núna er þetta bara brandari, að plögga í öryggisholur og kalla það NÝJA útgáfu er bara hreint djók...
ASRock B650E PG-ITX WiFi AMD Ryzen 9 7950X PowerColor "Red Devil" RX 7900 XTX 24GB G.Skill Trident Z5 RGB 32GB (2 x 16GB) DDR5-6000 stýrikerfi: wd black sn850x 2TB WD RED 4TB WD RED 4TB 65" LG B8 OLED TV
Re: Windows 9 í september
ég myndi segja að windows 8 og windows 8.1 sé sitthvort ef þú skoðar hvernig það er uppsett í tölvubúðum, wikipedia og bara á netinu en þetta er bara persónubundið hvernig fólk horfir á það.AntiTrust skrifaði:Windows 8 og 8.1 er ekki sitthvort stýrikerfið, ekki ef við horfum á að 8.1 var frí uppfærsla, svo við erum bara að tala um tvö stýrikerfi á þremur árum. W8.1 Update 2 kom út núna í Ágúst, þótt hann hafi ekki heitið því offically þá var stærðin slík. Þetta er bara sambærilegt og við sáum gerast með XP SP3 og Vista.
XP var með þrjá SP's, Vista var með 2 SP's, W7 með einn SP og W8 er í rauninni spurningamerki þar sem þeir hafa svo gott sem droppað þessu termi.
Uppfærsla úr last-gen stýrikerfi í next-gen kostar ekki 20þús heldur um $120 í dag, en þá er ótalið tímabilið þar sem maður gat uppfært úr XP/7 yfir í W8 fyrir undir 5þús ef ég man rétt. Þess fyrir utan þá fylgir stýrikerfi með öllum fartölvum útúr búð svo maður þarf aldrei að borga retail verð þar, heldur bara upgrade verð í versta falli, og það neyðir enginn notendur til þess að uppfæra í næsta stýrikerfi, ekkert frekar en að fólk þarf að eiga nýjasta gen af i-tækinu sínu þótt margir hlaupi til og kaupi það nýjasta.
Mér finnst þetta skref í rétta átt hjá Microsoft, þetta mun líklega skila okkur hraðari þróun á mest notaða stýrikerfi í heiminum í dag.
Nú er bara kominn tími á að sjá OSX taka stökk, búnir að vera leiðinlega lengi í nær sama viðmótinu.
Varðandi Xp service pakka þá kom þetta alltaf sem update, stóð allveg service pack update þegar maður var að uppfæra stýrikerfið. Verðið sem ég miða við er ef þú kaupir í næstu verslun, það eru voða fáir sem kaupa leyfislykla á netinu og en þá færri sem hitta á þetta uppfærslu dót. Get allveg trúað því að margir viti ekki að það sé hægt að uppfæra.
Til dæmis bróðir kærustu minnar keypti lenovo tölvur fyrir sirka ári og svo kom út windows 8.1 og hann var næstum því búin að labba út í búð og versla 8.1 disk á 20.000 krónur áður en ég benti honum á það að þetta sé bara uppfærsla sem er til staðar.
Það er mikið af fólki sem áttar sig ekki á svona hlutum.
Þeir eru búnir að þétta þetta, windows XP var 2001 og ekkert í sirka 6 ár nema service pack updates og svo allt í einu skipta þeir um gír, hætta með service pakka og fara að skíta út stýrikerfi á styttra tímabili.hkr skrifaði:Dúlli skrifaði:kizi86 skrifaði:bara þetta útgáfunúmerabrjálæðiskapphlaup sem er búið að vera í gangi síðustu ár.. firefox komið í útgáfu (version) 31 núna.. innan 10 ára mun örugglega vera komið windows 15 eða 20..
Mikið rétt, þessi fyrirtæki eru að hugsa um að skíta út version númerum í stað þess að taka sér tíma og gera þetta almenilegt en vá hvað það hljómar illa að segja "ég er með windows 15"
Meh, myndi frekar vilja hafa Firefox 45.1 heldur en Firefox 3.04.252.3432342.
Myndi nú segja að það sé ágætis ástæða fyrir því að t.d. FF og Chrome eru uppfærðir svona oft. Ekkert gaman að vera með einhvern major öryggisgalla í browsernum sínum þegar maður er að vafra á netinu.
En annars held ég að W9 alveg á sama relase plani og öll hin windows'in:
Windows Vista - 2007
Windows 7 - 2009
Windows 8 - 2012
Windows 9 - 2014/2015 - spurning hvenær það kemur út, aðeins gefið út fyrir developers núna í sept.
=> 2-3 ár á milli.
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1034
- Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
- Reputation: 132
- Staða: Ótengdur
Re: Windows 9 í september
Dúlli skrifaði:Að auki er supportið alltaf að styttast og styttast.
Relesed 2001, Mainstream support ends on April 14, 2009. 8 ár support.
Relesed 2009, Mainstream support ends on April 14, 2015. 6 ár support.
Relesed 2012, Mainstream support ends on April 14, 2016. 4 ár support.
Relesed 2013, Mainstream support ends on April 14, 2018. 5 ár support.
Extended support er til 2020 fyrir Windows 7 og 2023 fyrir Windows 8/8.1 sem gerir circa 10 ára support.
Eini munurinn á mainstream og extended er að það eru engar nýjungar í extended supporti (bara öryggisuppfærslur).
Til samanburðar þá er Ubuntu 14.04 með 5 ára support og RedHat með 10 ára support.