Síða 1 af 1

Nethraði

Sent: Sun 03. Ágú 2014 21:34
af Magni81
Sælir, var að beintengja tölvuna mína við routerinn. Þetta er niðurstaðan, er hjá Símanum. Er þetta eðlilegt miðað við að vera búinn að tengja tölvuna við router?

Mynd

Re: Nethraði

Sent: Sun 03. Ágú 2014 21:44
af intenz
Slower than 71% of IS

Ég myndi halda ekki. En það fer auðvitað eftir því hvernig tengingu þú ert með.

Re: Nethraði

Sent: Sun 03. Ágú 2014 21:44
af wicket
Sæll,

Hvernig tengingu ertu með ? Hvar á landinu býrðu ?

Þetta getur vel verið eðlilegt, en það er margt sem þarna spilar inní. Ef þú ert með Sjónvarp S'imans myndi ég slökkva á myndlyklinum á meðan þú gerir svona próf, bara til vonar og vara.

Re: Nethraði

Sent: Sun 03. Ágú 2014 22:00
af Magni81
Ég er í Kópavogi, Borgarholtsbraut. Man ekki hvaða tengingu ég er með, er með það í gegnum fyrirtækið.

Re: Nethraði

Sent: Sun 03. Ágú 2014 22:46
af intenz
Magni81 skrifaði:Ég er í Kópavogi, Borgarholtsbraut. Man ekki hvaða tengingu ég er með, er með það í gegnum fyrirtækið.

ADSL eða ljósnet?

Re: Nethraði

Sent: Sun 03. Ágú 2014 22:49
af Swanmark
Þetta er eðlilegur hraði fyrir ADSL. Ef að þú ert ekki með ADSL (ljósnet eða ljósleiðara) þá er þetta ekki eðlilegt.

Re: Nethraði

Sent: Sun 03. Ágú 2014 23:09
af braudrist
Ég er á Kópavogsbrautinni og þetta er ekki eðlilegur hraði hjá þér.

Re: Nethraði

Sent: Mán 04. Ágú 2014 00:00
af brain
Þú þarft auðvitað að vita hvaða tengihraða þú ert með til að fá álit á hvort eitthvað sé eðlilegt.

Einsog bent hefur verið á, ef þetta er ADSL tenging, þá eru þetta eðlilegar tölur.

Hvar þú ert á landinu, skiptir minna máli.

Re: Nethraði

Sent: Mán 04. Ágú 2014 01:04
af Labtec
Magni81 skrifaði:er með það í gegnum fyrirtækið.


Gæti þetta ekki verið vandamalið?

Re: Nethraði

Sent: Mán 04. Ágú 2014 01:12
af gRIMwORLD
Ekkert að þessum tölum, þetta er ADSL. Margir aðrir með ADSL sjá ekki einu sinni svona góðar tölur (miðað við adsl)

Re: Nethraði

Sent: Mán 04. Ágú 2014 12:25
af grimurkolbeins
Djöfull er þægilegt að vera beintengdur í ljósleiðara, er að rokka uppá 96 mb/s ! =)

Re: Nethraði

Sent: Þri 05. Ágú 2014 18:39
af suxxass
grimurkolbeins skrifaði:Djöfull er þægilegt að vera beintengdur í ljósleiðara, er að rokka uppá 96 mb/s ! =)


Er 400 Mb/s í boði þar sem þú ert? Hef fengið 250 niður og 230 upp á wifi! ;)

Re: Nethraði

Sent: Þri 05. Ágú 2014 19:05
af rapport