Síða 1 af 1

Betra þráðlaust netkort EÐA betra loftnet?

Sent: Mið 30. Júl 2014 16:36
af Viktor
Það er þvílíkt léleg drægni á Eee Box tölvunni heima, var að hugsa um að kaupa annaðhvort loftnet með snúru - eða nýtt netkort.

Borgar sig að uppfæra loftnetið? Það er pínulítið svona "basic" loftnet á tölvunni. Er það bara vitleysa, á maður að kaupa dýrara USB kort?


http://att.is/product/planet-5dbi-loftnetant-om5
Mynd

Svona er loftnetið á græjunni:

Mynd

Re: Betra þráðlaust netkort EÐA betra loftnet?

Sent: Fim 31. Júl 2014 15:53
af Gúrú
Þó það sé oft tilfellið að svona loftnet séu betri en þau sem fylgja með þá er aðal kosturinn við þau að þú getur
nýtt snúruna og látið loftnetið eitthvert þar sem sýni/tenging til routersins er betri.

Hef séð svona loftnetsskiptingu breyta 10Mbps í 14Mbps en ég held að þig geti dreymt aðeins stærra ef þú getur fært loftnetið á talsvert betri stað en boxið er á.