Síða 1 af 1

Hringiðan ljósleiðari

Sent: Sun 20. Júl 2014 22:14
af Squinchy
Var að fá ljósleiðara tengingu frá hringiðunni þar sem ég er 2% maður og var að lenda í þessu
Screen shot 2014-07-20 at 10.02.41 PM.png
Screen shot 2014-07-20 at 10.02.41 PM.png (62.09 KiB) Skoðað 1238 sinnum


Einhver sem kannast við þetta? Ekki er virkilega verið að ætlast til þess að það séu einungis 3 tæki sem geta notað netið í einu

Re: Hringiðan ljósleiðari

Sent: Sun 20. Júl 2014 22:19
af intenz
...

Re: Hringiðan ljósleiðari

Sent: Sun 20. Júl 2014 22:25
af Plushy
Já það er bara hægt að hafa 3 MAC Address skráðar í Ljósleiðaraboxið. Það getur verið tölva, tölva, tölva, eða router, tölva, tölva o.s.frv.

Ef þú fékkst þér nýjan router þá er MAC á gamla eflaust skráð ennþá og þarft að eyða henni út til að gera pláss fyrir næsta tæki.

Re: Hringiðan ljósleiðari

Sent: Sun 20. Júl 2014 22:29
af intenz
Tengir routerinn þinn við ljósleiðaraboxið, tengir svo öll tækin við routerinn.

Re: Hringiðan ljósleiðari

Sent: Sun 20. Júl 2014 22:30
af Squinchy
Það bara getur ekki verið, það er ekki fræðinlegur möguleiki að öll heimili sem eru tengt ljósleiðaranum séu bara með 3 nettengd tæki á heimilinu.

Uppsettningin hjá mér er núna Ljósleiðara box > Airport express > borðtölva og tveir símar á wi-fi, tengi svo ipadinn við wi-fi en hann fær ekki net aðgang

Re: Hringiðan ljósleiðari

Sent: Sun 20. Júl 2014 22:33
af Plushy
Squinchy skrifaði:Það bara getur ekki verið, það er ekki fræðinlegur möguleiki að öll heimili sem eru tengt ljósleiðaranum séu bara með 3 nettengd tæki á heimilinu.

Uppsettningin hjá mér er núna Ljósleiðara box > Airport express > borðtölva og tveir símar á wi-fi, tengi svo ipadinn við wi-fi en hann fær ekki net aðgang


Airport á að geta tengt öll tækin við netið í gegnum boxið. Ipadinn á ekki að fá úthlutaðri IP tölu frá boxinu sjálfu.

Router getur veirð eitt af þessum þrem nettengdu tækjum en síðan eru ekki takmörk fyrir því hversu mörg tæki þú mátt tengja við routerinn.

Re: Hringiðan ljósleiðari

Sent: Sun 20. Júl 2014 22:39
af Revenant
Airport express er wireless access punktur (wired to wireless), ekki router.

Þú verður að tengja Airport express í router svo að ipad-inn/síminn/whatever fær IP tölu úthlutaða frá routerinum en ekki gagnaveitunni.

Re: Hringiðan ljósleiðari

Sent: Sun 20. Júl 2014 23:20
af Viktor
Squinchy skrifaði:Það bara getur ekki verið, það er ekki fræðinlegur möguleiki að öll heimili sem eru tengt ljósleiðaranum séu bara með 3 nettengd tæki á heimilinu.

Uppsettningin hjá mér er núna Ljósleiðara box > Airport express > borðtölva og tveir símar á wi-fi, tengi svo ipadinn við wi-fi en hann fær ekki net aðgang


Ha?

Þú getur tengt eins mörg tæki og routerinn þinn ræður við. Þú færð hins vegar bara 2 IP tölur - og getur skráð 3 tæki(MAC addr.) í einu.

Tengdu router við boxið og notaðu hann til að stýra traffíkinni.

Re: Hringiðan ljósleiðari

Sent: Sun 20. Júl 2014 23:59
af Squinchy
Já okei nú er ég að fatta þetta. Var einnig að setja inn ranga styllingar á expressinn, var með hann á bridge mode en á að vera á "share a public IP address" s.k.v Link