Síða 1 af 2

Hringdu telur ekkert gagnamagn

Sent: Þri 01. Júl 2014 01:42
af HringduEgill
Sælir,

Við hjá Hringdu vorum rétt í þessu að hefja sölu á ADSL með ótakmörkuðu gagnamagni (otakmarkad.hringdu.is). Það er ekkert smátt letur með gagnamagnið - það er einfaldlega ótakmarkað. Síðar meir munum við einnig bjóða upp á ótakmarkað gagnamagn fyrir ljósnet og ljósleiðara. Þar sem að ljósnetið og ljósleiðarinn tekur mun meiri bandvídd ákváðum við að byrja í ADSLinu og fá reynsluna af því. Við viljum því vera vel undirbúnir þegar ótakmarkað gagnamagn verður í boði fyrir ljósnet og ljósleiðara.

Hvernig leggst þetta í ykkur? Við viljum endilega heyra álit ykkar.

Kveðja,
Egill

Re: Hringdu telur ekkert gagnamagn

Sent: Þri 01. Júl 2014 01:46
af gunni91
Hljómar ótrúlega vel!
Er sjálfur með ljósnet hjá ykkur og aldrei verið jafn sáttur. Hlakka til að sjá hvernig þetta þróast :)

Re: Hringdu telur ekkert gagnamagn

Sent: Þri 01. Júl 2014 02:04
af hkr
Hljómar mjög vel, ekkert nema jákvætt að blása smá lífi í samkeppnina á þessum markaði.

Tekur þessi pakki þá við stærsta pakkanum sem þið voruð með í boði?

Hvernig er það annars, 400 Mb/s ljósleiðarar ekkert á dagskrá hjá ykkur?

Re: Hringdu telur ekkert gagnamagn

Sent: Þri 01. Júl 2014 02:33
af capteinninn
Ég á erfitt með að trúa því að þið setjið það í gang með ljósleiðara en daginn sem þið byrjið á því er dagurinn sem ég kem aftur í faðm ykkar.

Re: Hringdu telur ekkert gagnamagn

Sent: Þri 01. Júl 2014 07:26
af Hellfire
Þetta er snilld :)

Re: Hringdu telur ekkert gagnamagn

Sent: Þri 01. Júl 2014 07:45
af GuðjónR
Algjör snilld!
Þið eruð að þróa hlutina í rétt átt og þetta setur ennþá stærra spurningarmerki við það sem Síminn er að gera.

Re: Hringdu telur ekkert gagnamagn

Sent: Þri 01. Júl 2014 08:24
af AntiTrust
Ótrúlega flott og metnaðarfullt concept - En að bjóða upp á þetta fyrir 50-400Mbit tengingar er ekkert grín. Daginn sem ég sé solid gögn/reynslusögur af því að þetta hafi ekki víðtæk áhrif á erlendan hraða mun ég hoppa yfir.

Re: Hringdu telur ekkert gagnamagn

Sent: Þri 01. Júl 2014 09:10
af brain
Frábært !

Sýnir bara hinum hvernig á að gera þetta !

Re: Hringdu telur ekkert gagnamagn

Sent: Þri 01. Júl 2014 10:21
af Stutturdreki
:happy

Flott frumkvæði (með þeim fyrirvara að ég sé ekki búinn að skoða verðskránna hjá ykkur :))

Re: Hringdu telur ekkert gagnamagn

Sent: Þri 01. Júl 2014 10:29
af LTFrankDrebin
Líst vel á þetta. Færi mig yfir til ykkar um leið og þið bjóðið upp ótakmarkað á ljósnetinu.

Re: Hringdu telur ekkert gagnamagn

Sent: Þri 01. Júl 2014 10:50
af HringduEgill
hkr skrifaði:Tekur þessi pakki þá við stærsta pakkanum sem þið voruð með í boði? Hvernig er það annars, 400 Mb/s ljósleiðarar ekkert á dagskrá hjá ykkur?


hkr: Við fellum niður 100GB, 150GB, 250GB og 500GB fyrir ótakmarkað gagnamagn. Fyrir þá sem þurfa ekki ótakmarkað bjóðum við áfram 10GB og 50GB á sama verði. Varðandi 400Mb/s ljósleiðara þá hefur það lengi verið í skoðun en ég væri að ljúga ef ég segði að við værum tilbúnir að bjóða upp á þann hraða.

capteinninn skrifaði:Ég á erfitt með að trúa því að þið setjið það í gang með ljósleiðara en daginn sem þið byrjið á því er dagurinn sem ég kem aftur í faðm ykkar.


capteinninn: Þetta verður þétt faðmlag.

Kveðja,
Egill

Re: Hringdu telur ekkert gagnamagn

Sent: Þri 01. Júl 2014 11:56
af joishine
Athyglisvert að sjá hvernig þetta gengur og hvernig business model er á bakvið þetta.

Því seinast þegar ég vissi er Hringdu að leigja línur hjá Símanum. Með þessu er ekki ólíklegt að þeir nái ansi mörgum viðskiptavinum yfir til sín og ætla að anna öllu sem því fylgir, það er ekkert lítið batterí. Fróðlegt að sjá

Re: Hringdu telur ekkert gagnamagn

Sent: Þri 01. Júl 2014 11:59
af ZiRiuS
Er netið ykkar orðið stöðugra eða mun þetta vera eins og þegar ég var hjá ykkur fyrir 2 árum að netið datt út lágmark 2 í viku (þangað til ég gafst upp og flutti mig annað)?

Re: Hringdu telur ekkert gagnamagn

Sent: Þri 01. Júl 2014 12:32
af Hrotti
ZiRiuS skrifaði:Er netið ykkar orðið stöðugra eða mun þetta vera eins og þegar ég var hjá ykkur fyrir 2 árum að netið datt út lágmark 2 í viku (þangað til ég gafst upp og flutti mig annað)?



Mig langar mikið til að færa mig yfir en er einmitt búinn að vera að velta stöðugleikanum fyrir mér. Ég hef aldrei verið hjá hringdu og hef því augljóslega ekki slæma reynslu en man eftir ótal hryllingssögum fyrir löngu síðan. Er það ekki bara liðin tíð? amk heyrir maður nánast ekkert kvartað lengur.

Re: Hringdu telur ekkert gagnamagn

Sent: Þri 01. Júl 2014 12:48
af playman
Breytir staðsetning einhverju máli fyrir ykkur hvort sem að um ræðir adsl/ljósnet eða ljósleiðara?
Þar að seygja ef sá tengimöguleiki sé í boði hjá þeim kúnna.
Eða eruð þið bara með stór Reykjavíkur svæðið?

Hversu marga kúnna reiknið þið með að geta tekið að ykkur í viðbót áður en að fjöldin
fer að þjarma á búnaði ykkar og netið verður hægt og óstöðugt?
Sem MMO spilari þá er algert lykilatriði að hafa stöðugt net.

Re: Hringdu telur ekkert gagnamagn

Sent: Þri 01. Júl 2014 12:54
af HringduEgill
joishine skrifaði:Því seinast þegar ég vissi er Hringdu að leigja línur hjá Símanum.


Við getum boðið upp á ADSL/Ljósnet á símstöðvum Vodafone og Mílu.

ZiRiuS skrifaði:Er netið ykkar orðið stöðugra eða mun þetta vera eins og þegar ég var hjá ykkur fyrir 2 árum að netið datt út lágmark 2 í viku (þangað til ég gafst upp og flutti mig annað)?


Það hefur margt breyst á síðustu tveimur árum og get ég í hreinskilni sagt að við erum allt annað fyrirtæki.

Hrotti skrifaði:Mig langar mikið til að færa mig yfir en er einmitt búinn að vera að velta stöðugleikanum fyrir mér. Ég hef aldrei verið hjá hringdu og hef því augljóslega ekki slæma reynslu en man eftir ótal hryllingssögum fyrir löngu síðan.


Eins og ég segi hér að ofan hefur mikið breyst á síðustu tveimur árum. Að auki getum við brugðist hratt við fjölgun viðskiptavina ef stækka þarf innanlands/útlandasamband.

Re: Hringdu telur ekkert gagnamagn

Sent: Þri 01. Júl 2014 13:22
af GuðjónR

Re: Hringdu telur ekkert gagnamagn

Sent: Þri 01. Júl 2014 13:45
af I-JohnMatrix-I
Ég færði mig yfir til hringdu fyrir tæpum mánuði síðan þegar að síminn ákvað að drulla uppá hnakka og hef ég verið mjög ánægður. Netið hefur aldrei dottið út og ég hef ekki orðið var við neinn óstöðugleika. :happy

Re: Hringdu telur ekkert gagnamagn

Sent: Þri 01. Júl 2014 15:17
af Tiger
Man einhver eftir "SkjárEinn.......alltaf ókeypis"

Viðskiptamodelið verður að ganga upp, og ég sé það bara ekki gera það í þessu tilfelli. Auðvelt fyrir lítið fyrirtæki að ætla að slást við risana svona og fá kúnna með svona tilkynningu. En þegar á hólminn er komið og fjöldin komin og ljósnet og ljósleiðari orðin ótakmarkaður hjá þeim......þá hef ég bara núll trú á að erlendur hraði og annað haldist, hvað þá að þetta standi undir kostnaði (verum raunsæ, fyrirtæki þurfa að standa undir kostnaðir og að græða pengina er megin tilgangurinn).

Hope I am wrong. Og eftir skitu þeirra í upphafi þá mun ég hugsa málið að skipta eftir 3ja ára reynslu af þessu hjá þeim.

Re: Hringdu telur ekkert gagnamagn

Sent: Þri 01. Júl 2014 15:40
af Hargo
Ekkert nema gott um þetta að segja. Flott að sjá einhverja fara í aðra átt en Síminn. Ég verð að viðurkenna að ég var ansi smeykur um að hinir myndu bara fylgja með Símanum. Sérstaklega eftir tilkynningu frá Vodafone til að byrja með, þar sem þeir útilokuðu ekki neitt og einhver talsmaður þeirra sagði að þetta væri ekki vitlaus hugmynd. Svo skömmu seinna komu þeir með aðdráttarlausa tilkynningu þar sem þeir sögðu engin plön um að telja allt gagnamagn, væntanlega eftir töluvert margar fyrirspurnir frá núverandi kúnnum.

En það verður spennandi að fylgjast með þessu hjá Hringdu. Voru ekki HIVE með þetta svona hjá sér á sínum tíma, ekkert gagnamagn? Eða er ég að rugla?

Re: Hringdu telur ekkert gagnamagn

Sent: Þri 01. Júl 2014 15:44
af DJOli
Hvað með Lokun? eru þeir ekki enn í gangi? Gengur þeim ekki ágætlega að selja terabæt á tvo þúsara?
Þá hlýtur Hringdu að geta gengið upp á tæpum 7 þús kall á mánuði ef við miðum við að terabætið kosti kannski 500-1500kr.
Ég myndi halda að í áskriftargjaldinu sem er mánaðarlegt (hjá hringdu) væri m.a. laun starfsmanna, og þjónustukostnaður.
En ef allt stendur undir sínu þá verður þjónustukostnaðurinn sjálfur frekar lár, og þetta ætti að ganga frekar vel upp.

Svo gætu þeir þessvegna líka boðið upp á proxy-a fyrir Netflix ofl.
Stórar gagnageymslur osfv.

Re: Hringdu telur ekkert gagnamagn

Sent: Þri 01. Júl 2014 15:55
af Viktor
DJOli skrifaði:Hvað með Lokun? eru þeir ekki enn í gangi? Gengur þeim ekki ágætlega að selja terabæt á tvo þúsara?
Þá hlýtur Hringdu að geta gengið upp á tæpum 7 þús kall á mánuði ef við miðum við að terabætið kosti kannski 500-1500kr.
Ég myndi halda að í áskriftargjaldinu sem er mánaðarlegt (hjá hringdu) væri m.a. laun starfsmanna, og þjónustukostnaður.
En ef allt stendur undir sínu þá verður þjónustukostnaðurinn sjálfur frekar lár, og þetta ætti að ganga frekar vel upp.

Svo gætu þeir þessvegna líka boðið upp á proxy-a fyrir Netflix ofl.
Stórar gagnageymslur osfv.


Það er allt önnur verðskrá fyrir fjarskiptafyrirtæki eins og Símann, Vodafone, TAL og Hringdu að ljósleiðarastrengjunum. Í raun eru VPN þjónustur eins og Lokun að "dulbúa" sig sem gagnaver, ef það má orða það þannig.

Re: Hringdu telur ekkert gagnamagn

Sent: Þri 01. Júl 2014 16:08
af GunniH
playman skrifaði:Breytir staðsetning einhverju máli fyrir ykkur hvort sem að um ræðir adsl/ljósnet eða ljósleiðara?
Þar að seygja ef sá tengimöguleiki sé í boði hjá þeim kúnna.
Eða eruð þið bara með stór Reykjavíkur svæðið?

Hversu marga kúnna reiknið þið með að geta tekið að ykkur í viðbót áður en að fjöldin
fer að þjarma á búnaði ykkar og netið verður hægt og óstöðugt?
Sem MMO spilari þá er algert lykilatriði að hafa stöðugt net.


Ætla brjóta 4 ára þögn! Er vinna hjá Hringdu og ætla hjálpa Agli að svara þeim spurningum sem poppa upp.

Við notum xDSL línur yfir heildsölukerfi Vodafone og Mílu og ljósleiðara yfir kerfi Gagnaveitu, þ.a.l. er okkar þjónustusvæði jafnt stórt - stærra í sumum tilfellum - og hjá stærstu þjónustuveitum landsins.

Útlandasambandið er vissulega stór kostnaðarliður og ekki hægt að vera með slæma nýtingu. Við teljum okkur hins vegar hafa náð tökum á eðlilegri nýtingu og erum við mun betur tilbúnir að stjórna þessu og þar með stækka sambandið áður en það skapast tregða - eins og Egill sagði áður. Það er alveg á hreinu að við höfum aldrei verið jafn tilbúnir að taka á móti kúnnum og getum við tekið inn þó nokkuð marga nýja án þess að þurfa fara út í það að stækka.

Hargo skrifaði:En það verður spennandi að fylgjast með þessu hjá Hringdu. Voru ekki HIVE með þetta svona hjá sér á sínum tíma, ekkert gagnamagn? Eða er ég að rugla?


HIVE voru með ótakmarkað á sínum tíma, það stemmir. Hinsvegar hefur þróunin á fjarskiptamarkaði farið í akkúrat öfuga átt síðan og erum við nú að reyna breyta því.

Re: Hringdu telur ekkert gagnamagn

Sent: Þri 01. Júl 2014 20:19
af emmi

Re: Hringdu telur ekkert gagnamagn

Sent: Þri 01. Júl 2014 20:20
af Black
Ég er allavega búinn að færa mig yfir til ykkar :happy