Síða 1 af 1

Net og sjónvarp hjá 365.is

Sent: Mið 25. Jún 2014 14:12
af Snorrivk
Nú er ég búinn að vera hjá þeim í 6 mán og hef bara aldrei fengið eins lélega þjónustu . Er búinn að gefast upp og ætla að fara eitthvað annað . Hvernig er Hringdu í dag ? (Var hjá þeim áður) Hefur þetta lagast hjá þeim eða á maður að færa sig eitthvað annað ?

Re: Net og sjónvarp hjá 365.is

Sent: Mið 25. Jún 2014 14:31
af Cascade
Ég hef verið hjá þeim í tæpt ár núna með 100mbit ljósleiðara og það hefur ekki einu sinni verið vesen. Svo að þannig séð hefur aldrei reynt á þjónustuna hjá mér, þetta bara virkar

Re: Net og sjónvarp hjá 365.is

Sent: Mið 25. Jún 2014 16:19
af Hargo
Snorrivk skrifaði:Nú er ég búinn að vera hjá þeim í 6 mán og hef bara aldrei fengið eins lélega þjónustu . Er búinn að gefast upp og ætla að fara eitthvað annað . Hvernig er Hringdu í dag ? (Var hjá þeim áður) Hefur þetta lagast hjá þeim eða á maður að færa sig eitthvað annað ?


Nú er ég forvitinn að vita hvaða vandræðum þú hefur lent í þar sem ég hef verið að íhuga að skipta til þeirra.

Re: Net og sjónvarp hjá 365.is

Sent: Mið 25. Jún 2014 16:55
af Perks
Nú er ég forvitinn að vita hvaða vandræðum þú hefur lent í þar sem ég hef verið að íhuga að skipta til þeirra.[/quote]

*2

Re: Net og sjónvarp hjá 365.is

Sent: Mið 25. Jún 2014 18:13
af Snorrivk
Bæði net og sjónvarp oft að detta út hélt að þetta væri rauterinn hjá mér svo ég prufaði annan og alveg eins.Svo eru reikningarnir frá þeim í tómu bulli rukka mig aukalega fyrir að vera með 2 myndlikla kalla það speglunagjald.

Re: Net og sjónvarp hjá 365.is

Sent: Mið 25. Jún 2014 18:24
af Viktor
Eru ekki bara lagnirnar í húsinu þínu lélegar?

Re: Net og sjónvarp hjá 365.is

Sent: Mið 25. Jún 2014 19:06
af Snorrivk
Nei búinn að láta mæla það.

Re: Net og sjónvarp hjá 365.is

Sent: Mið 25. Jún 2014 21:11
af Perks
Snorrivk skrifaði:Bæði net og sjónvarp oft að detta út hélt að þetta væri rauterinn hjá mér svo ég prufaði annan og alveg eins.Svo eru reikningarnir frá þeim í tómu bulli rukka mig aukalega fyrir að vera með 2 myndlikla kalla það speglunagjald.



365 eru ekki með myndlykla, þeir koma frá vodafone og/eða símanum.

Re: Net og sjónvarp hjá 365.is

Sent: Mið 25. Jún 2014 21:55
af lukkuláki
Ég var að skipta yfir í 365.is núna í byrjun mánaðarins.
Mörg ár síðan ég hef verið jafn sáttur með netið hérna heima hef fengið flotta þjónustu með því að senda þeim skilaboð á Facebook en það hefur bara verið smotterís uppl. sem mig vantaði.
Ég vinn svolítið að heiman í VPN tengingu, þegar ég var með Vodafone þá var ég að lenda í að routerinn endurræsti sig 1x - 2x á hverjum einasta degi óþolandi.
Hraðinn er líka mikið betri en hann var hjá Vodafone.
Útskipti á routerum breyttu þar engu eins undarlega og það hljómar en síðan ég setti upp routerinn frá 365.is þá hefur endurræsing aldrei átt sér stað nema ég hafi gert það viljandi vegna þess að ég var að configa routerinn.
365.is er bara frábært enn sem komið er. Konan getur glápt á Stöð2 ég er þvílíkt sáttur með netið og allir glaðir :)

Re: Net og sjónvarp hjá 365.is

Sent: Mið 25. Jún 2014 23:21
af Snorrivk
Perks skrifaði:
Snorrivk skrifaði:Bæði net og sjónvarp oft að detta út hélt að þetta væri rauterinn hjá mér svo ég prufaði annan og alveg eins.Svo eru reikningarnir frá þeim í tómu bulli rukka mig aukalega fyrir að vera með 2 myndlikla kalla það speglunagjald.



365 eru ekki með myndlykla, þeir koma frá vodafone og/eða símanum.


Það veit ég vel þess vegna er ég ekki sáttur við þetta svar sem ég fékk.

Re: Net og sjónvarp hjá 365.is

Sent: Mið 25. Jún 2014 23:22
af AntiTrust
Speglunargjaldið er greitt allstaðar þar sem þú ert með Stöð2 & Co á fleiri en einum myndlykli.