Síða 1 af 1
Endurræsingar á router
Sent: Mán 02. Jún 2014 18:49
af gauivi
Sælir vaktarar. Ég er með VDSL tengingu hjá Hringiðunni með Thomson router. Við hann er línutengt smart sjónvarp og á þráðlausu 2-4 símar og 1-3 pc tölvur. Nú orðið þurfum við að endurræsa routerinn nokkrum sinnum á dag vegna þess að hve hraðinn á tengingunni er orðinn svo lítill og varla hægt að opna nokkra síðu. Við endurræsinguna hressist hann í nokkra tíma. Eru þessi fjöldi tækja farinn að trufla tengingarnar eða er routerinn að klikka ?
Re: Endurræsingar á router
Sent: Mán 02. Jún 2014 19:37
af Viktor
Hver setti þetta upp? Ertu með heimasíma? Er router tengdur beint í inntak?
Re: Endurræsingar á router
Sent: Mán 02. Jún 2014 20:09
af gauivi
Sallarólegur skrifaði:Hver setti þetta upp? Ertu með heimasíma? Er router tengdur beint í inntak?
Það kom maður frá Hringiðunni og setti þetta upp. Já það er heimasími. Routerinn er tengdur með splitter við símatengi sem heimasími er tengdur við líka (nokkuð löng símasnúra frá tenginu að router). Routerinn við sjónvarpið.
Re: Endurræsingar á router
Sent: Mán 02. Jún 2014 21:19
af tdog
Hvaða notkun er í gangi á þessum tækjum? Svona heimilisrouterar ráða mjög illa við margar tengingar í einu, eins og t.d. þegar einhver notar torrent þá kannski talar viðkomandi við 50 peera, það eru 50 tengingar af kannski mögulegum 200 eða 300.