Síða 1 af 1
Nettenglar í veggjum virka ekki
Sent: Lau 17. Maí 2014 02:26
af yamms
Sælir...
Ég er að reyna að fá virkni í net tenglana í veggjunum hjá mér. Það eru semsagt tengi herbergjunum og svo 1 í stofunni. Ég tengi snúru frá router í vegginn í stofunni og tengi svo aftur snúru inní herbergi hjá mér úr veggnum og í tölvu og býst við að það virki og að netið synci í gegn en það er stöðugt "identifying" á því. Er eitthvað annað sem þarf að gera sem ég er ekki að ná að græja?
Leiðin er semsagt þessi.
Ljósleiðarabox -> router -> veggtengill í stofunni -> veggtengill í herbergi -> tölva.
Eruði með einhver tips?
kv
Re: Nettenglar í veggjum virka ekki
Sent: Lau 17. Maí 2014 02:52
af roadwarrior
Er einhver kapall á milli?
Stundum er settur tengill til að fylla í gatið en enginn kapall
Re: Nettenglar í veggjum virka ekki
Sent: Lau 17. Maí 2014 05:25
af Viktor
Þú verður að vita hvert þessi kapall liggur.
Ef það er fast í identifying hljómar þetta eins og það sé switch eða eitthvað tæki sem tölvan er að tengjast - ekki routerinn.
Re: Nettenglar í veggjum virka ekki
Sent: Lau 17. Maí 2014 07:50
af Gúrú
Mismunandi útfærslur á þessu en liggur ekki leið þessara kapla almennt á sameiginlegan stað?
Ef þú ert t.d. í Brunnahverfinu í Grafarholti þá fer þetta allt í rafmagnsboxið í bílskúrnum og þar setur fólk
sviss.
Re: Nettenglar í veggjum virka ekki
Sent: Lau 17. Maí 2014 10:12
af Squinchy
Mjög líklegt að þetta sé tengt sem síma tenglar, er tengibox í þvottarhúsinu eða einvherstaðar annarstaðar fyrir sjónvarp og síma?
Re: Nettenglar í veggjum virka ekki
Sent: Lau 17. Maí 2014 10:31
af Skari
Veit ekki hvort þetta hjálpar þér eitthvað en ef þú færð identifying þá virðistu vera að ná einhverjum samskiptum.
Einnig, hversu nýlegt er þetta hús ? í gömlu íbúðinni hjá mér þá var netlagnirnar tengdar vitlaust, hver einasti tengill var raðtengdur (semsagt frá einum tengli til annars) og það virkar ekki í netkerfum.
Þurfti þá að opna tengilinn og aftengja kapalinn sem færi í næsta tengil hjá mér svo merkið færi ekki þangað.
Ef það er svipað hjá þér þá þarftu að opna tengilinn í stofunni hjá þér, hafa einungis kapalinn tengdan sem fer í herbergið þitt og aftengja þá kapla sem fara frá þínu herbergi í annan tengil (ef þetta er þannig uppsett hjá þér )
Re: Nettenglar í veggjum virka ekki
Sent: Lau 17. Maí 2014 11:57
af FuriousJoe
Ég er með box inní þvottahúsi sem er svipað og rafmagnstaflan, þar lét ég mann tengja inn öll herbergin fyrir mig (ljósleiðaraboxið er tengt inn í það) svo tek ég sjónvarpið í gegnum tengil í stofunni, og routerinn inní tölvuherbergi og símann í annað. Hægt að setja þetta upp eftri smekk. (Allar snúrur voru til staðar, þurfti bara að leiða þetta saman)
Re: Nettenglar í veggjum virka ekki
Sent: Lau 17. Maí 2014 14:22
af yamms
Takk fyrir svörin allir
Það stemmir það sem þið voruð að tala um. Fann töflu við hliðiná rafmagnstöflunni sem er með öllum netköplunum og þeir eru allir í hrúgu þarna og þarf greinilega að yfirfara tengingarnar.
Þá er næsta mál að græja það og þá ætti þetta að smella
alltaf hægt að stóla á ykkur!
kv.
Re: Nettenglar í veggjum virka ekki
Sent: Lau 17. Maí 2014 16:37
af roadwarrior
Fá þér einn svona:
http://www.ebay.com/itm/Telephone-RJ11- ... 338960d3beÞá getur þú fundið út hver hver kapall liggur ef þeir eru ekki merktir
Svo er næsta verkefni að setja upp switch í smápennutöflunni og þá ættir þú að vera góður
Re: Nettenglar í veggjum virka ekki
Sent: Lau 17. Maí 2014 18:50
af Gúrú
Úff held það séu margar leiðir hraðvirkari en þetta með tólunum við hendi, þetta myndi taka ~tvær vikur að komast í hendurnar á manni ekki satt?
Ef OP á router og fartölvu er þetta ekki beint lengi gert með því.
Re: Nettenglar í veggjum virka ekki
Sent: Sun 18. Maí 2014 02:12
af roadwarrior
Gúrú skrifaði:Úff held það séu margar leiðir hraðvirkari en þetta með tólunum við hendi, þetta myndi taka ~tvær vikur að komast í hendurnar á manni ekki satt?
Ef OP á router og fartölvu er þetta ekki beint lengi gert með því.
Reyndar setti ég inn þennan link til viðmiðunar, þessi græja er til hér á landi. Td í Íhlutum og fl stöðum. Held jafnvel að þetta fáist í Byko en ég þori samt ekki að ábyrgjast það
Reyndar miklu dýrara en þarna.
Fékk mér svona græju og hún hefur bjargað beikoninu á mér nokkrum sinnum
Væri jafnvel hægt að gera svipað með 9v batterí.
Tengja td + og - við blá/bláa-hvíta parið og mæla svo með volt mæli í tengli
Eða einfaldlega að ganga frá öllum kapalendum í töflunni og setja í samband við switchinn einn í einu og hlaupa á milli herbergja með tölvunna og finna þannig út hvaða kapall er hver.
Mæli samt með að merkja hvern kapal fyrir sig í töflunni hvert hann liggur, sparar vesen í framtíðnni
Re: Nettenglar í veggjum virka ekki
Sent: Sun 18. Maí 2014 02:19
af roadwarrior
Langar líka svo að bæta við að allir sem eiga Cat pressu töng ættu að fá sér svona græju. Þarf ekki nema að 1 pinni gangi ekki niður til að maður lendi í vandræðum. Ég prufa allt sem ég pressa með með svona prufutæki. Svoooo þægilegt
Re: Nettenglar í veggjum virka ekki
Sent: Sun 18. Maí 2014 11:25
af Farcry
Re: Nettenglar í veggjum virka ekki
Sent: Sun 18. Maí 2014 12:02
af tdog
Ég mæli með litlu sóntæki, vælu og sprota ef að menn ætla að fara í símalínusans.