Síða 1 af 1

Router ráðleggingar

Sent: Þri 13. Maí 2014 17:27
af Lunesta
Sælir vaktarar.

Ég er í þeim hugleiðingum á að fjárfesta í nýjum router fyrir heimilið.
Staðan er semséð þannig að við erum með routerinn inn í bílskúr
og svo er steyptur veggur milli hússins og bílskúrsins. Vegna margra
veggja er almennt þráðlausa netsambandið í fjærendum hússins svo
slæmt að vaktin vill varla loadast... Við vorum með einhvern cisco
router núna sem er einfaldlega álíka nytsamlegur sem router og borðtuska.
Hann hættir að gefa réttar ip tölur eftir einhvern tíma alveg randomly.
Og svo virkar hann einfaldlega ekki ef það er restartað honum... þó það
sé alveg niður í factory reset. Virðist bara vera random hvenær hann virkar
þegar honum er startað. Tekur oft hátt í hálftíma að restarta honum constantly
þar til hann verkar.

Allavega, nóg rant. Það sem ég er að leita að er router sem er above average,
hagkvæmu verði og kannski user friendly (ekki jafn mikilvægt). Svo erum við
að spá hvort það sé sniðugara að kaupa bara access point eða velja router sem
er með nógu öflugt þráðlaust net.

Öll ráð þegin
Halli

Re: Router ráðleggingar

Sent: Þri 13. Maí 2014 23:00
af nidur

Re: Router ráðleggingar

Sent: Fim 15. Maí 2014 17:29
af Lunesta
nidur skrifaði:http://tl.is/product/asus-rt-n56u-router

Ég fékk mér svona.


takk, en það segir mér svo lítið. Góður router gæti
einfaldlega virkað illa hjá mér.. Er ekki einhver sem
hefur þekkingu á þessu eða lent í svipuðu?

Re: Router ráðleggingar

Sent: Fim 15. Maí 2014 20:56
af Televisionary
Ég er með Cisco router frá Vodafone sem þrælvirkar en hann er út í bílskúr þar sem ljósleiðarinn kemur inn í húsið, en wifi merkið er ekki nógu sterkt til að dekka þrjár hæðir. Ég setti svo 3 x TP-Link tæki þ.e.a.s. eitt á hverja hæð. TL-WR740N sem ég setti upp OpenWRT á og þessi uppsetning er að virka eins og í lygasögu hérna. Ég var með Airport Express (ekki ac módel) og þetta var til eilífra vandræða og þetta var að gera mig gráhærðan. TP link tækin kostuðu mig um 150 SEK stykkið ef ég man rétt. En þess ber að geta að upprunalegt "firmware" var ekki upp á marga fiska í þessum tækjum.

TP link græjan:
http://www.tp-link.com/lk/products/deta ... =TL-WR740N

OpenWRT upplýsingar fyrir WR740N:
http://wiki.openwrt.org/toh/tp-link/tl- ... from.trunk

Kannski gagnast þetta þér eitthvað.
Lunesta skrifaði:
nidur skrifaði:http://tl.is/product/asus-rt-n56u-router

Ég fékk mér svona.


takk, en það segir mér svo lítið. Góður router gæti
einfaldlega virkað illa hjá mér.. Er ekki einhver sem
hefur þekkingu á þessu eða lent í svipuðu?

Re: Router ráðleggingar

Sent: Fim 15. Maí 2014 23:39
af lukkuláki
En að skoða svona lausnir til að koma netinu í skúrinn?
Þarf það að vera þráðlaust? Ef svo er þá seturðu bara þráðlausan AP í samband við þetta svo er hægt að fá þetta með þráðlausum möguleika líka minnir mig.
http://www.computer.is/vorur/6703/
http://tolvutek.is/vara/trendnet-200mbp ... r-einingar

Mynd

Re: Router ráðleggingar

Sent: Fim 15. Maí 2014 23:54
af Gislinn
lukkuláki skrifaði:En að skoða svona lausnir til að koma netinu í skúrinn?
Þarf það að vera þráðlaust? Ef svo er þá seturðu bara þráðlausan AP í samband við þetta svo er hægt að fá þetta með þráðlausum möguleika líka minnir mig.
http://www.computer.is/vorur/6703/
http://tolvutek.is/vara/trendnet-200mbp ... r-einingar

Mynd


Mjög ólíklegt að skúrinn sé á sama öryggi og húsið. Ég efast um að þessar græjur virki yfir öryggin.

Re: Router ráðleggingar

Sent: Fös 16. Maí 2014 00:03
af Blackened
Gislinn skrifaði:Mjög ólíklegt að skúrinn sé á sama öryggi og húsið. Ég efast um að þessar græjur virki yfir öryggin.


Tjah.. afhverju ekki? sé ekkert sem að ætti að mæla gegn því amk.. öryggi er í rauninni bara snerta

það eina sem þarf að passa er að skúrinn sé á sama fasa og hitt dótið ;) og það getur hvaða rafvirki sem er séð í gegnum það bara með að horfa í töfluna :)

Re: Router ráðleggingar

Sent: Fös 16. Maí 2014 00:07
af Viktor
Miklu betra og ódýrara að leggja Cat5 yfir ;)

Re: Router ráðleggingar

Sent: Fös 16. Maí 2014 00:18
af Blackened
Sallarólegur skrifaði:Miklu betra og ódýrara að leggja Cat5 yfir ;)


Það er auðvitað alltaf betra en það fer rosalega mikið eftir húsnæði hvort að það er ódýrara og tala nú ekki um smekklegra ;)

Re: Router ráðleggingar

Sent: Fös 16. Maí 2014 15:45
af Lunesta
verður að vera þráðlaus pæling því það er mikið af þráðlausu drasli hérna.
T.d. er ekki ethernet tengi á fartölvunni minni :@
Við eru, buinn að græja það þannig að það eru ethernet tengi
úr veggjum sem við lögðum inní steipuna fyrir nokkrum árum
í amk 5 stöðum held ég.

Að staðsetja access point væri ekkert vesen.
Málið liggur í því hvort það þurfi endilega access point
frekar en öflugan router. Þarf hvort eð er að
skipta um hann því sá gamli er bara alveg búinn á því.

smá update samt. Fékk þá flugu í hausinn að taka
eitt af þessum gömlu rörum, setja 2 ethernet kapla
þar í gegn og tengja i port 1 og internet. (allir aðrir
kaplar fara i gegnum switch áður en i routerinn) Hins
vegar kemst það ekki nema í gegnum einn vegg því
það myndi vera allt of erfitt að leiða 2 samsiða net
kapla gegnum rör sem er undir parketinu.

Nú er versti veggurinn (að ég held) úr spilinu
en routerinn samt algjörlega í annari hlið hússins.
Nú er spurningin bara: Öflugan router (hvaða?)
eða router + access point fyrir svipað verð.
Er ekki kominn með fasta tölu á budget enn þá.

Takk fyrir alla hjálpina :)
Halli

Re: Router ráðleggingar

Sent: Fös 16. Maí 2014 17:26
af Viktor
Þú getur til dæmis prufað að leigja Cisco N4500 hjá Vodafone í mánuð, það er mjög öflugur router.

Ef þú ætlar að fá þér router og access point þá þarf að vera snúra á milli þeirra, og access púnkturinn hinum megin í húsinu.

Re: Router ráðleggingar

Sent: Lau 17. Maí 2014 02:49
af Lunesta
Sallarólegur skrifaði:Þú getur til dæmis prufað að leigja Cisco N4500 hjá Vodafone í mánuð, það er mjög öflugur router.

Ef þú ætlar að fá þér router og access point þá þarf að vera snúra á milli þeirra, og access púnkturinn hinum megin í húsinu.


snúran fyrir access point er ekkert vandamál. Vissi af því, bara mest spurning um hvað væri best í stöðunni.
Nú erum við ekki hjá vodafone, hefur það einhver áhrif á leigu möguleika hjá þeim?

Veit einhver hvort hægt sé að taka t.d. router prufa að nota hann og ef það gengur illa, skipta yfir i lakari router + A.P.?

Re: Router ráðleggingar

Sent: Lau 17. Maí 2014 13:01
af mind
Hafðu í huga að þráðlaust net eru samskipti sem ganga í báðar áttir. Þar af leiðandi lagar sterkari þráðlaus sendir á router ekki sambandið við tæki sem eru sjálf með lélegt þráðlaust net.

Ef þú ert með router eins og

Og færð samt lélegt þráðlaust net, er nokkuð líklegt að alveg sama hvaða router þú kaupir, muni lélega sambandið halda áfram.

Þú verður að vera með raunhæfar kröfur um hvað er hægt. Einn steinsteyptur veggur hefst yfirleitt, tveir fer að vera erfitt, og þegar þú ert kominn í þrjá þarftu meiriháttar loftnet til að drífa í gegn áreiðanlega; 5dB og yfir, bæði á sendi og móttöku hliðinni.

Ef þú ert með þennan fjölda af veggjum, gerðu ráð fyrir að þurfa aukalega kaupa AP og staðsetja hann miðlægar, burtséð frá því hvaða router þú ert með.

Re: Router ráðleggingar

Sent: Lau 17. Maí 2014 13:04
af mind
Gleymdi þessu varðandi að prufa router.

Það er almennur skilaréttur á íslandi. Myndi bara fara kaupa þennan Asus router (sem er reyndr mjög öflugur) og láta vita að þú gætir þurft að skila honum fyrir ódýrari + AP ef gengur illa.

Gefið að maður spaði ekki umbúðir og bæklinga eins og 5 ára krakki á jólum er yfirleitt auðvelt mál að skila.

Re: Router ráðleggingar

Sent: Lau 17. Maí 2014 20:24
af Saber
pfSense tölva/router inni í skúr, snúrutengdur við access point sem er inni í húsi?

Fyrir þá sem ekki vita.