ADSL-Random niðurhals cap ?

Skjámynd

Höfundur
oskar9
vélbúnaðarpervert
Póstar: 943
Skráði sig: Sun 08. Mar 2009 16:52
Reputation: 16
Staða: Ótengdur

ADSL-Random niðurhals cap ?

Pósturaf oskar9 » Mán 05. Maí 2014 13:38

Sælir Vaktarar.
Ég er að lenda í smá vandræðum með internetið hjá mér, þannig er mál með vexti að ég var að flytja í nýtt hús fyrir 7 mánuðum síðan og netið hefur mjög stabílt og gott, er með ADSL hjá Símanum á Akureyri og netið hefur aldrei verið til vandræða (mér var sagt að húsið sé mjög nálægt einhverri deilistöð og því sé ég nánast að maxa tenginguna) Þegar ég sæki t.d leiki á Steam þá fæ ég oft spikes upp í 1.4 mb sem er fínt fyrir ADSL.

All in all, netið er mjög hraðvirkt (fyrir ADSL) og aldrei neitt vesen síðan ég flutti.

Núna nýlega hinsvegar hefur netið tekið upp á því að cappa niðurhalið mitt í sirka 480-550 Kb/sec og gildir það bæði um Torrent og líka forrit eins og steam.

Í þessum töluðu orðum þá er ég að reyna sækja leik á Steam og ég fæ ekki meira en 550 kb/sec. eg ég slekk á steam, loka öllu og keyri speedtest þá fæ ég þetta :

Mynd

Hér er allt eðlilegt, ping og upload en download er í ruglinu.

Ég hafði samband við símann og var mér sagt að þetta væri líklega torrent að skilja eftir opin port þegar hann er búinn að downloada, mér var ráðlagt að setja utorrent upp á nýtt og það ætti að laga þetta.
eftir clean install á utorrent þá varð ég ekki var við þetta í 3-4 daga en svo byrjaði þetta að koma aftur.

Veit einhver hvað gæti verið að áður en ég hef samband aftur við símann ?

Vona ég hafi gert mig skiljanlegan í þessum pósti, er algjört tölvunörd en svona internet vesen er ekki minn tebolli og því væri snilld ef einhver hér inná vissi hvað væri að.
Get sent fleiri upplýsingar hér inná ef það hjálpar eitthvað

Takk kærlega

EDIT: gott að minna á að þegar ég hringdi í símann þá sá konan sem aðstoðaði mig að routerinn væri alltaf að missa samband (got no idea) og að routerinn hefði verið að detta út og logga sig inn aftur sirka 20-30 sinnum síðustu 3 daga (þann dag sem ég hringdi)


"I think the phrase rhymes with Clucking Bell!"

Skjámynd

svensven
spjallið.is
Póstar: 453
Skráði sig: Þri 16. Mar 2010 16:10
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: ADSL-Random niðurhals cap ?

Pósturaf svensven » Mán 05. Maí 2014 14:09

Spurning um að prufa að breyta stillingum í Utorrent, ef þig grunar að það sé að hafa áhrif, í t.d global maximum 20 og max peers per torrent 20. Þetta er í Preferences -> Bandwidth.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6798
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: ADSL-Random niðurhals cap ?

Pósturaf Viktor » Mán 05. Maí 2014 15:09

Þú þarft að athuga hvaða hraða routerinn er að synca við símstöð, prufa að skipta um símasnúru í router og smásíu.
Prufa svo að aftengja heimasíma, og hafa bara router tengdan, ath. hvort það skáni.

Síðan þyrfti að prufa annan símtengil og svo að mæla routerinn tengdan beint við símainntak.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB