Ég er að nota lítið forrit sem heitir Makeavi http://makeavi.sourceforge.net/ til að setja time lapse myndir í video. Um daginn var ég óþolinmóður og nennti ekki að færa myndirnar mínar af myndavélinni í tölvuna áður en ég setti þær í Makeavi þannig að ég lét Makeavi taka þær beint úr vélinni og allt í góðu með það.
Vandamálið núna er að í hvert sinn sem ég smelli á "add files" takkann í Makeavi þá opnast gluggi sem vísar í slóðina á myndavélina sem er ekki lengur tengd en forritið höndlar það ekki og frýs. Jafnvel þó ég tengi myndavélina aftur þá frýs forritið. Er einhver leið að fá forritið til að opna aðra slóð í byrjun?
Ég er búinn að prufa að eyða forritinu og downloada því aftur en það virkar ekki. Ég prufaði líka að eyða öllu með nafninu makeavi úr registry en það breytti engu.
Einhverjar hugmyndir?