Síða 1 af 1

Facebook athugasemdir á öðrum síðum

Sent: Lau 19. Apr 2014 14:07
af bobbson
Vantar smá ráðleggingar.

Kommentakerfi Facebook er dottið út í Google Chrome hjá mér, þannig að athugasemdir og möguleiki á að skrifa athugasemdir birtast ekki neðan við fréttir á t.d. dv.is og visir.is

Er búinn að þvælast í gegnum allar stillingar á browser og vírusforriti og get ómögulega fundið hvar ég kveiki á þessu.

Getur einhver aðstoðað mig með þetta?

Re: Facebook athugasemdir á öðrum síðum

Sent: Lau 19. Apr 2014 14:10
af Garri
Setti upp Avast og sama gerðist hjá mér í Firefox.. slökkti á Avast viðbótinni í firefox og við það lagaðist þetta.

Re: Facebook athugasemdir á öðrum síðum

Sent: Lau 19. Apr 2014 14:17
af JohnnyRingo
Ertu með Adblock Plus? Það er fítus í honum að slökkva á öllum social plugins.

Re: Facebook athugasemdir á öðrum síðum

Sent: Lau 19. Apr 2014 14:36
af hkr
Búinn að skoða chrome://plugins/ ?

Re: Facebook athugasemdir á öðrum síðum

Sent: Lau 19. Apr 2014 17:30
af Gislinn
bobbson skrifaði:Vantar smá ráðleggingar.

Kommentakerfi Facebook er dottið út í Google Chrome hjá mér, þannig að athugasemdir og möguleiki á að skrifa athugasemdir birtast ekki neðan við fréttir á t.d. dv.is og visir.is

Er búinn að þvælast í gegnum allar stillingar á browser og vírusforriti og get ómögulega fundið hvar ég kveiki á þessu.

Getur einhver aðstoðað mig með þetta?


Ég myndi kalla þetta kost frekar en galla. :guy

Re: Facebook athugasemdir á öðrum síðum

Sent: Lau 19. Apr 2014 17:50
af bobbson
Þetta gerist bara í Chrome, virkar fínt í Explorer og Firefox. Búinn að skoða plugins og extensions, búinn að fjarlæga Avast plugin. Ekkert lagast enn. Er að verða dáldið pirraður á þessu. Meira að segja búinn að installa nýju Google Chrome.

Re: Facebook athugasemdir á öðrum síðum

Sent: Lau 19. Apr 2014 22:41
af bobbson
Ok, lagaði það.

Chrome Settings > Privacy > Clear browsing data