Síða 1 af 1

Windows notandi getur ekki breytt skráar property details

Sent: Fös 18. Apr 2014 09:33
af Heliowin
Hvernig get ég gefið notanda réttindi til breyta property details fyrir skrárnar sínar í Windows 8.1 ?

Ég get ekki betur séð en að notandinn hafi full réttindi á skrárnar sínar en geti samt ekki breytt þessu.

Re: Windows notandi getur ekki breytt skráar property detail

Sent: Fös 18. Apr 2014 13:13
af kizi86
búinn að prufa "change ownership" á skránnum? http://tipsandtricksforum.com/thread-223.html

Re: Windows notandi getur ekki breytt skráar property detail

Sent: Fös 18. Apr 2014 15:00
af Heliowin
kizi86 skrifaði:búinn að prufa "change ownership" á skránnum? http://tipsandtricksforum.com/thread-223.html


Já takk fyrir, ég sá að notandinn var owner, en ég fór samt í gegnum allt saman í greininni og næstu grein á eftir ef það skyldi geta leiðrétt þetta. En það hjálpaði ekki.

Ég held samt að ég hafi komist að því hvað geti mögulega verið að orsaka þetta. Ég tók eftir því að ég get breytt property details fyrir skrár ef ég er staðsettur í This PC en ekki Libraries. Ég nota það síðarnefnda frekar þar sem það hefur gefið mér betri skráar sorteringu meðan This PC sem er nýtt í Windows 8 eða 8.1 gerir það ekki.

Edit:
Semsagt þá hef ég verið vanur að raða í möppunum þannig að undirmöppurnar hafa verið efst og skrárnar fyrir neðan þær. Þetta er hægt með því að hægri smella og velja 'Arrange by' ef maður notar Library, en er ekki mögulegt ef maður notar 'This PC' sem kom í W8 eða 8.1. Ég hef þannig vanið mig á að nota Library staðsetninguna í staðinn en get alveg eins farið að nota This PC og möpputréð í dálkinum til vinstri.