Síða 1 af 1

Smáspennutafla

Sent: Mán 14. Apr 2014 22:25
af wicket
Ég er að kaupa hús, þar eru cat strengir í öll herbergi fyrir net, sjónvarp og síma og allt tengist þetta inn í smáspennutöfluna inni í geymslu.

En hvað vantar í þennan rekka ? Hvað þarf ég að kaupa og hvar kaupi ég það ? Er ekki að skilja þetta.

Re: Smáspennutafla

Sent: Mán 14. Apr 2014 22:35
af Oak
Hvað ætlarðu að gera þarna?
Virðist vera bara venjuleg framhlið í töflu með DIN skinnu fyrir aftan.

Re: Smáspennutafla

Sent: Mán 14. Apr 2014 22:36
af Blackened
Gætir byrjað á að fjarlægja þessa hlíf og séð hvað er á bakvið.. og þarafleiðandi séð hvað þig gæti mögulega vantað ;)

Re: Smáspennutafla

Sent: Mán 14. Apr 2014 23:49
af jonsig
wicket skrifaði:Ég er að kaupa hús, þar eru cat strengir í öll herbergi fyrir net, sjónvarp og síma og allt tengist þetta inn í smáspennutöfluna inni í geymslu.

En hvað vantar í þennan rekka ? Hvað þarf ég að kaupa og hvar kaupi ég það ? Er ekki að skilja þetta.


Þú getur athugað Rafport , þeir eru með allskonar fancy búnað kringum smáspennutöflur . ethernet swissa t.d. sem falla inní töfluefnið og loftnetsdeila og magnara sem gera það sama . Lookar mjög fancy en spurning hvort þú þurfir á þessu á að halda .

Re: Smáspennutafla

Sent: Þri 15. Apr 2014 09:01
af playman
Eru allir orðnir geðveikir og farnir að sjá ímyndaðar myndir eða er vafrin minn að fokka í mér?

Re: Smáspennutafla

Sent: Þri 15. Apr 2014 10:28
af steinarorri
playman skrifaði:Eru allir orðnir geðveikir og farnir að sjá ímyndaðar myndir eða er vafrin minn að fokka í mér?


Ég held þeir séu bara að fokka i okkur. Ég sé enga mynd hér, hvorki í Chrome né IE

Re: Smáspennutafla

Sent: Þri 15. Apr 2014 10:37
af Viktor
Ertu með Klast í íbúðinni þinni?

Re: Smáspennutafla

Sent: Þri 15. Apr 2014 11:29
af wicket
Fór og opnaði þessa töflu, þar voru berir cat vírar sem vantaði endana á.

Fór í Rafport og græjaði töflu sem smellpassaði í, málið dautt.

Rafport voru alveg með þetta á hreinu og fá tvo þumla upp.

Re: Smáspennutafla

Sent: Þri 15. Apr 2014 20:19
af jonsig
no prob

Re: Smáspennutafla

Sent: Þri 15. Apr 2014 22:22
af Stutturdreki
Pic?

Er nebblilega í svipuðum pælingum. Eru þeir með svona rekka eða eitthvað svo þú getir patchað hvert herbergi fyrir sig í routerinn?

Re: Smáspennutafla

Sent: Þri 15. Apr 2014 22:41
af wicket
Það er Cat í öllum herbergum og strengirnir enda í töflunni. Keypti plötu sem ég festi í töfluna og puncha þráðunum í portin og fæ þannig 2x6=12 port. Get þannig vísað hverju sem er í hvaða herbergi.

Tek IPTV straum í svefnherbergið og stofuna, tek internet líka í stofuna sem tengist þar í lítinn switch svo ég geti tengt AppleTV, Ouya, Xbox One og X360. Tek internet í ganginn milli stofa og svefnherbergja og þar er Airport Express sem fæðir WiFi um húsið því routerinn verður í þvottahúsinu hjá töflunni.