Síða 1 af 1

Þráðlaust net dettur út, þarf að skipta um rás?

Sent: Mið 26. Mar 2014 20:02
af demaNtur
Var að ná í nýjan router eftir að gamli var með sama vesen, að þráðlausa netið dettur út eftir hentisemi og þá þarf ég að skipta um channel á þráðlausa netinu og þá hellst það inni í X tíma, svo þarf ég að skipta aftur um channel.. Hefur eitthver svör við þessu vandamáli :crazy

Edit; Er með Technicolor TG589vn v2, þar á undan 585

Re: Þráðlaust net dettur út, þarf að skipta um rás?

Sent: Fös 28. Mar 2014 17:55
af demaNtur
Enginn?

Re: Þráðlaust net dettur út, þarf að skipta um rás?

Sent: Fös 28. Mar 2014 20:26
af Skari
Ef þú ert með snjallsíma þá geturðu downloað wifi app sem sér öll wifi í kringum þig og hvort það séu einhver ákveðin wifi channels sem overlappa

Re: Þráðlaust net dettur út, þarf að skipta um rás?

Sent: Lau 29. Mar 2014 15:53
af demaNtur
Ég bý einn í 400+ fm og eg næ bara einu wifi heima.. Og það er mitt :)

Re: Þráðlaust net dettur út, þarf að skipta um rás?

Sent: Lau 29. Mar 2014 15:59
af Marmarinn
Hvernig tölva/netkort/Stýrikerfi ertu með?

Hvað er X tími? Klukkutímar? Dagar?

Re: Þráðlaust net dettur út, þarf að skipta um rás?

Sent: Lau 29. Mar 2014 16:01
af Viktor
Þráðlaus vandamál geta verið mjög flókin, byrja á því að ganga úr skugga um að router sé ekki nálægt þráðlausum síma eða stóru raftæki, svo sem sjónvarpi eða magnara.