ZyXEL P-870HN-51b ljós(frets)nets router Símans
Sent: Fim 20. Mar 2014 22:48
Heilir og sælir allir saman.
Ég var að velta því fyrir mér hvort einhver hérna væri með þennan skelfilega router, ZyXEL P-870HN-51b, til að tengjast ljósneti Símans? Málið er að ég er sífellt að lenda í því að allar stillingar fyrir routerinn detta einfaldlega út ("hverfa") og routerinn hættir að sjálfsögðu að virka með tilheyrandi leiðindum.
Ég á sem betur fer minn eigin router sem styður vDSL eða hvað þeir vilja kalla þetta svo ég hef getað bjargað mér á honum. ZyXEL routerinn er hins vegar að öllu leyti betri (nema hvað dularfull hvörf á stillingum varðar) en sá sem ég sjálfur á, og var því að velta fyrir mér hvort einhver hérna væri að notast við þessa tegund af router og gæti fræðilega/mögulega séð sér fært að logga sig inn á 'gripinn' og senda mér stillingarnar eins og þær eiga að vera í honum - ætla að gera eina tilraun enn til að fá hann til að virka.
Er búinn að fara mjög vel í gegnum alla "hjálp" sem er að finna á vef Símans, en það dugir ekki til, til þess að geta stillt ZyXEL-inn.. Hann virkar eigi þó svo að ég setji inn allar þær stillingar sem tilteknar eru á vefnum hjá þeim.
Allar ábendingar/ráð/hugmyndir o.s.frv. eru innilega vel þegin.
Kkv.,
Ágúst
Ég var að velta því fyrir mér hvort einhver hérna væri með þennan skelfilega router, ZyXEL P-870HN-51b, til að tengjast ljósneti Símans? Málið er að ég er sífellt að lenda í því að allar stillingar fyrir routerinn detta einfaldlega út ("hverfa") og routerinn hættir að sjálfsögðu að virka með tilheyrandi leiðindum.
Ég á sem betur fer minn eigin router sem styður vDSL eða hvað þeir vilja kalla þetta svo ég hef getað bjargað mér á honum. ZyXEL routerinn er hins vegar að öllu leyti betri (nema hvað dularfull hvörf á stillingum varðar) en sá sem ég sjálfur á, og var því að velta fyrir mér hvort einhver hérna væri að notast við þessa tegund af router og gæti fræðilega/mögulega séð sér fært að logga sig inn á 'gripinn' og senda mér stillingarnar eins og þær eiga að vera í honum - ætla að gera eina tilraun enn til að fá hann til að virka.
Er búinn að fara mjög vel í gegnum alla "hjálp" sem er að finna á vef Símans, en það dugir ekki til, til þess að geta stillt ZyXEL-inn.. Hann virkar eigi þó svo að ég setji inn allar þær stillingar sem tilteknar eru á vefnum hjá þeim.
Allar ábendingar/ráð/hugmyndir o.s.frv. eru innilega vel þegin.
Kkv.,
Ágúst