Ég er líka með Ljósnet hjá Vodafone. Þessi router sem þeir skaffa frá Zhone er alveg hryllilegur. Um leið og niðurhal fyrir yfir 3,5mb/s slekkur hann á sér og restartar. Passowordið vodafone/vodafone virkar í tíma og ótíma og hann er gríðarlega hægur í öllum stillingum. Ég var reyndar svo heppinn að nappa í superuser aðgangi af starfsmanni Vodafone sem reddar flestu.
Ég er með minn eiginn router tengdan í hann í WAN tengi (ekki ljósnets router, ADSL2+ eða hvað það er). Hann sér um alla traffík innahús, er með öll tæki tengd beint í sig. Það þrælvirkar og hann stendur sig fínt. Málið er að mér hefur ekki tekist að bridge'a tenginguna úr Zhone yfir í minn eins og ég gerði hérna í den á ljósnets router frá Símanum, sjá hér :
viewtopic.php?f=18&t=42399&start=25#wrap.
Einhverjum sem dettur eitthvað sniðugt í hug ?