Síða 1 af 1
Internet 100 um Ljósnet utan heimasvæðis
Sent: Mið 12. Mar 2014 00:08
af Krissinn
Hvað þýðir það? Ég fékk nýlega ljósnettengingu hjá Vodafone og ég er staðsettur í Reykjanesbæ.
Re: Internet 100 um Ljósnet utan heimasvæðis
Sent: Mið 12. Mar 2014 01:09
af Orri
Sama hér, var að fá Ljósnetið í Mosfellsbæ.
Ég hélt að allar 100GB leiðirnar hefðu breyst í 150GB í febrúar?
Re: Internet 100 um Ljósnet utan heimasvæðis
Sent: Mið 12. Mar 2014 01:34
af Viktor
Allt ljósnet Vodafone er flokkað "utan heimasvæðis" þar sem þetta fer í gegnum búnað Mílu, en ekki búnað Vodafone. Einu staðirnir þar sem ljósnet er á búnaði Vodafone er einhversstaðar á Reyðarfirði minnir mig.
Nöfnin á leiðunum eru eitthvað lengi að breytast í kerfunum, en gagnamagnið er allt búið að hækka, eins og sést á verðskránni að 10GB er dottið út, það gerist sjálfkrafa.
Re: Internet 100 um Ljósnet utan heimasvæðis
Sent: Mið 12. Mar 2014 01:56
af Krissinn
Já núna skil ég, Já vissi af hækkuninni en fannst þetta ,,Utan heimasvæðis" skrítið. En já það er ss útaf Míludæminu. Hann sagði það reyndar þegar ég pantaði ljósnetsáskrift en ég pældi svo ekkert í því þegar ég skoðaði gagnamagnið hehe :p
Re: Internet 100 um Ljósnet utan heimasvæðis
Sent: Mið 12. Mar 2014 01:57
af Krissinn
Orri skrifaði:Sama hér, var að fá Ljósnetið í Mosfellsbæ.
Ég hélt að allar 100GB leiðirnar hefðu breyst í 150GB í febrúar?
Ég var í 50GB leiðinni áður :p