Síða 1 af 1

Windows Server 2012 og ASRock Z87 extreme6 MAYDAY

Sent: Lau 22. Feb 2014 19:37
af win8w
Heilir og sælir allir, og gleðilegan laugardag!

Þannig eru mál með vexti að ég er tiltölulega nýbúinn að kaupa mér nýja vél til að nota sem homeserver. Í hana keypti ég ASRock Z87 extreme6 móðurborð (Intúl Core i5-4430 Haswell örgjörvi). Skellti svo í gær upp á henni Windows Server 2012 r2 á "serverinn", en þegar ég starta kerfinu að þá finnur það með engu móti onboard ethernet-controllerana tvo sem eru á móðurborðinu (þetta eru Intel ethernet "kort" í rauninni).

Núna eftir margra margra MARGRA klukkutíma lestur, leit, gúggl og hinar og þessar prófanir, þá gengur ekkert enn að fá kerfið til að "finna" þessi ethernet kort. Rakst svo allt í einu á nokkrar greinar á bæði nokkrum forúmz og svo í user reviews fyrir þetta móðurborð að Intel hannaði driverana fyrir onboard netkortin frá sér með þeim hætti að það sé ekki hægt (nema með mikilli fyrirhöfn hugsa ég þá) að setja upp þessa helstu servera á venjuleg ("non-server") móðurborð.
Getur verið að þetta sé rétt skilið hjá mér? Og hefur hugsanlega einhver eiiiinhverja þekkingu eða reynslu af þessu og veit um mögulegar lausnir? Ef þetta er málið, að þá kemur Intel allavega ekki aftur inn fyrir mínar dyr (allavega ekki eins og pirringurinn er þessa stundina ;) ).

Allar ráðleggingar eru innilega vel þegnar!

Kkv.,
W8w

Re: Windows Server 2012 og ASRock Z87 extreme6 MAYDAY

Sent: Lau 22. Feb 2014 19:52
af Gislinn
Lestu þetta og sjáðu hvort það skili einhverjum árangri.

Það eru allavega einstaklingar sem hafa náð að leysa þetta með nákvæmlega þessu OS og nákvæmlega þessu móðurborði.

EDIT: Einnig er talað um hér að þetta trick (s.s. að edita INF skránna fyrir win7 / win8 driverana) virki vel fyrir Z87 móðurborð. Getur prófað það.

Re: Windows Server 2012 og ASRock Z87 extreme6 MAYDAY

Sent: Lau 22. Feb 2014 20:06
af win8w
Var einmitt búinn að lesa eitthvað um lausnir sem þessar, en fann hvergi nokkurs staðar almennilegar leiðbeiningar um hvernig maður ætti að fara að við þetta.

En þetta sem þú sendir mér er algjör gaaargandi snilld, serverinn er up and running... bestu bestu bestu þakkir fyrir þetta, bjargaðir mér algjörlega :happy :happy :happy

Re: Windows Server 2012 og ASRock Z87 extreme6 MAYDAY

Sent: Lau 22. Feb 2014 20:30
af Gislinn
win8w skrifaði:Var einmitt búinn að lesa eitthvað um lausnir sem þessar, en fann hvergi nokkurs staðar almennilegar leiðbeiningar um hvernig maður ætti að fara að við þetta.

En þetta sem þú sendir mér er algjör gaaargandi snilld, serverinn er up and running... bestu bestu bestu þakkir fyrir þetta, bjargaðir mér algjörlega :happy :happy :happy


Það var nú allra minnsta. Gott að þetta sé komið í gang. :happy