Síða 1 af 1

Airport Express

Sent: Lau 08. Feb 2014 00:17
af Krissinn
Hvrnig tengir maður þessa græju við Ljósleiðarabox GR? Á maður að hafa Bridge mode eða? Eyddi 3 tímum án árangurs í gær og ég er að gefast upp! :p Kann einhver? :)

Re: Airport Express

Sent: Lau 08. Feb 2014 00:41
af Farcry
Þarftu ekki að vera með airport extreme

http://einstein.is/2013/11/28/notadu-ai ... idarvisir/

Re: Airport Express

Sent: Sun 09. Feb 2014 18:52
af Krissinn
Farcry skrifaði:Þarftu ekki að vera með airport extreme

http://einstein.is/2013/11/28/notadu-ai ... idarvisir/


Er að hjálpa öðrum að setja þetta upp og hann var þegar búinn að versla þessa græju, Var búinn að reyna að flygja þessum leiðbeiningum eftir en ekkert virðist virka rétt :/, Kannski erum við ekki að fara rétt að þessu.....

Re: Airport Express

Sent: Sun 09. Feb 2014 19:24
af hundur
Prófaðu þetta:

Tengja netkapal úr Internet tengi á ljósleiðarabox í tengið á Airport Extreme (mynd af hnetti).
Opna Airport utility í Mac OSX og velja þar Airport Extreme í valmyndinni vinstra megin.
Þar þarf að fara inn í Network flipann
Síðan þarf að breyta Router Mode í „DHCP & NAT“.
Núna þarf að finna mac addressuna á airportinu en hún er á límmiða á botninum þar sem stendur Ethernet ID.
Eftir þetta þarf að endurræsa ljósleiðaraboxi og svo Airport búnaðinn' og eftir það ætti það að fá IP tölu frá ljósleiðaraboxinu.