Síða 1 af 1

LinuxHomeServerGuide.com

Sent: Fim 06. Feb 2014 10:53
af Siggihp
Sælir vaktarar,

Mér tókst í jólafríinu mínu að setja linux serverinn upp á aukavél sem ég keypti sérstaklega fyrir server og koma vefviðmóti á deluge torrent í gang.
Ég fylgdi leiðbeiningunum sem eru gefnar upp á www.linuxhomeserverguide.com en klikkaði þegar virtual vélarnar komu við sögu. Ég átti að setja öll media applications upp á virtual media vélinni og svo web applications upp á virtual web vélinni, en byrjaði á því að setja deluge torrent upp á main server vélinni, ekki virtual vél.

Ég reyndi svo að laga deluge og installa því á virtual vélina en er í tómu veseni með að vinna á virtual vélinni í gegnum php-virtualbox og er eiginlega strand þar.

Er einhver hér sem hefur fylgt þessum leiðbeiningum eða er með svipað setup sem getur hjálpað mér. Eða er óþarfi að vera að vesenast í þessu virtual og vera bara með allt á einni vél?

Einn sem sárvantar ráð.

Re: LinuxHomeServerGuide.com

Sent: Fim 06. Feb 2014 11:11
af dori
Af hverju vilja menn aðskilja hluti niður á virtual vélar fyrir svona? Deluge web client (ég er að nota það) er ekkert rosalega frekur á resourca fyrir utan kannski I/O en það er alveg hægt að takmarka bandvíddina sem það notar án þess að setja það upp í virtual container.

Bara pæling. Annars kann ég lítið á virtualbox, geturðu ekki sshað þig inná virtual vélina og sett þetta upp þannig?

Re: LinuxHomeServerGuide.com

Sent: Fim 06. Feb 2014 11:16
af Gislinn
dori skrifaði:Af hverju vilja menn aðskilja hluti niður á virtual vélar fyrir svona?


Sammála þessari spurningu? Ég keyri allt hjá mér í gluggalausu umhverfi á linux og get ekki séð að ég yrði betur settur með virtualvélar, hef allavega ekki séð ástæðu fyrir svona setup hingað til. :-k

Re: LinuxHomeServerGuide.com

Sent: Fim 06. Feb 2014 12:08
af hfwf
Gislinn skrifaði:
dori skrifaði:Af hverju vilja menn aðskilja hluti niður á virtual vélar fyrir svona?


Sammála þessari spurningu? Ég keyri allt hjá mér í gluggalausu umhverfi á linux og get ekki séð að ég yrði betur settur með virtualvélar, hef allavega ekki séð ástæðu fyrir svona setup hingað til. :-k


+1 fínt að keyra síðan rtorrent með watchfolderi, öll vandamál leyst.

Re: LinuxHomeServerGuide.com

Sent: Fim 06. Feb 2014 12:18
af Siggihp
Þessi guide segir manni að nota 2 virtual vélar á servernum, 1 fyrir media og 1 fyrir web, til þess að ef að maður þarf að eiga eitthvað við web vélina, þá hefur það ekki áhrif á media vélina.
En ég er kannski ekki að fara í það hardcore web vinnslu að ég þurfi 2 aðskildar vélar. ég var í ssh vinnslu með virtual vélina í gegnum php-virtualbox í chrome.

Ég hugsa að ég taki virtualbox lagið af servernum og keyri allt heila klabbið á server vélinni.

AutoDownloads með Flexget er víst úrelt, hvað eruð þið að nota til að finna torrent þegar þau eru komin á netið?
Itunes Server með firefly er líka úrelt hjá honum. Eruð þið að passa eitthvað uppá music safnið ykkar í gegnum serverinn?
Twonky er víst ekki frítt lengur, eruði að nota eitthvað sniðugt til að streama á leikjatölvur og í browser eða er það bara of mikið fluff?

Re: LinuxHomeServerGuide.com

Sent: Fim 06. Feb 2014 12:57
af dori
Ég er ekki með neitt rosa fancy setup en hjá mér virkar þetta svona:

1 gömul (ca. 2004) vél sem keyrir debian með deluge web (+ eitthvað fleira vefdrasl sem er mjög ómerkilegt/lítil traffík) og svo er ég að nota hann sem samba/ftp server fyrir heimanetið (og bræður sem eru fluttir).

Svo nota ég bara Deluge Siphon fyrir Chrome eða afrita magnet linka til að sækja dót. Þegar hlutirnir eru búnir að downloadast er ég með filebot script sem keyrir og afritar þætti/kvikmyndir í þann möppu strúktúr sem ég vil hafa. Svo er ég með xbmc til að horfa á þetta.

Virkar mjög vel fyrir mig. Væri pottþétt hægt að gera eitthvað betur en ég er frekar latur.

Ég skil alveg pælinguna í því að vera með sýndarvélar í þessu ef þú ert að prófa margt og vilt geta keyrt alls konar þjónustur sem þurfa mismunandi stýrikerfi eða útgáfur af stýrikerfum og þú vilt geta slökkt á þjónustum eins og hentar og prufað að setja upp nýja hluti og tekið afrit af eins og þér hentar. Fyrir svona einfalt dót sé ég bara ekki þörfina. Sýndarvélar koma alltaf með performance penalty og ég myndi alveg velta því fyrir mér hvort það sé þess virði í þetta sem þú ert að gera.