
Ég hef sjálfur verið að fikta við það að nota Linux/FreeNAS/FreeBSD (og svo mætti lengi telja) í þónokkur ár - en því miður með því sem næst engum árangri. Ég er nýbúinn að kaupa sæmilega öfluga vél sem ég ætla mér að nota sem "server-vél" hérna heima (já sum sé fyrir "home network") sem og helst að setja upp einhvers konar þjóna til þess að geta nálgast gögnin á "server-vélinni" hvar sem ég er staddur yfir internetið. Eftir að hafa eytt grátlega mörgum klukkutímum (ætli þeir hlaupi ekki orðið á hundruðum) í að reyna að læra á og tileinka mér að geta notað þessi linux/unix (etc..) kerfi til að setja upp servera eins og ég lýsi hér að ofan, þá hef ég komist að þeirri niðurstöðu að ég mun aldrei koma upp almennilegum server án utanaðkomandi aðstoðar (en ætti vonandi í framhaldi af því að ráða við að setja upp þessa helstu þjóna sem ég þarf á að halda!).
Mig langar því hér með að auglýsa eftir einhverjum einstaklingi sem er nokkuð fær á þessu sviði - til þess einfaldlega að taka mig í kennslustund(ir) í þessum efnum þannig að ég geti í framhaldinu sjálfur séð um að setja upp og viðhalda þessum þjónum sem ég þarf mest á að halda. Það skiptir mig engu máli hvaða stýrikerfi er notað, svo lengi sem þetta eru stabílir þjónar og uppfylla þau "skilyrði" sem ég tala um hér að ofan.
Ef einhver hérna inni hefði áhuga á að taka þetta að sér, þá má sá hinn sami alveg endilega henda á mig PM. Greiðslur yrðu bara eftir samkomulagi, og einnig er sennilega rétt að taka fram að nánast hvaða tími sem er hentar mér fyrir þetta - ég einfaldlega verð bara að læra þetta, og eftir marg-marg endurtekin "fail" hjá mér við að ná tökum á þessu sjálfur þá hef ég ákveðið að reyna að fara þessa leið.
Ég bíð spenntur eftir að sjá einkaskilaboðin raðast inn í pósthólfið hjá mér!

Með bestu kveðjum (núúúb overload

Win8w