Spurning varðandi net yfir rafmagn


Höfundur
Tesy
</Snillingur>
Póstar: 1075
Skráði sig: Mán 08. Feb 2010 01:20
Reputation: 12
Staðsetning: 108 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Spurning varðandi net yfir rafmagn

Pósturaf Tesy » Mán 03. Feb 2014 23:41

Ég var að spá.. Ef ég kaupi mér svona:
http://tolvutek.is/vara/trendnet-200mbp ... r-einingar

Gæti ég þá notað þetta í gegnum fjöltengi?




Alex97
spjallið.is
Póstar: 499
Skráði sig: Lau 11. Feb 2012 17:22
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Spurning varðandi net yfir rafmagn

Pósturaf Alex97 » Mán 03. Feb 2014 23:57

Nei það er ekki mælt með því að setja þetta í fjöltengi. Lang best að setja það beint í vegg.
Langar að benda þér á aðra gerða af net yfir rafmagn frá trendnet þar sem að það er talsvert hraðara og þú getur stungið því í vegg og svo fjöltenginu í net yfir rafmagn eininguna.
http://tolvutek.is/vara/trendnet-500mbp ... -innstungu


- Corsair 600t - MSI Z77 MPower - Intel i5 3570K - Evga Gtx 580, Gigabyte 280x, HD Radion 7950 - Corsair vengeance 16gb - Plextor M5 256GB SSD - Custom vatnskæling


Höfundur
Tesy
</Snillingur>
Póstar: 1075
Skráði sig: Mán 08. Feb 2010 01:20
Reputation: 12
Staðsetning: 108 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Spurning varðandi net yfir rafmagn

Pósturaf Tesy » Þri 04. Feb 2014 00:26

Ok, er eh þráðlaust netkort sem þið mælið með og hafið reynslu af? Helst hjá tölvuteki :) Má ekki vera dýrar en 8k



Skjámynd

Yawnk
Vaktari
Póstar: 2038
Skráði sig: Mán 26. Mar 2012 21:26
Reputation: 11
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Spurning varðandi net yfir rafmagn

Pósturaf Yawnk » Þri 04. Feb 2014 00:28

Hvernig virkar svona net yfir rafmagn?



Skjámynd

gullielli
has spoken...
Póstar: 187
Skráði sig: Mið 28. Júl 2010 18:23
Reputation: 0
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið
Staða: Ótengdur

Re: Spurning varðandi net yfir rafmagn

Pósturaf gullielli » Þri 04. Feb 2014 00:38

Yawnk skrifaði:Hvernig virkar svona net yfir rafmagn?


bara þú veist.. færð netsamband í gegnum rafmagnsleiðsluna..


-Cheng

Skjámynd

Hauxon
spjallið.is
Póstar: 415
Skráði sig: Fös 10. Júl 2009 12:32
Reputation: 123
Staða: Ótengdur

Re: Spurning varðandi net yfir rafmagn

Pósturaf Hauxon » Þri 04. Feb 2014 00:48

Ég er með svona Trendnet net-yfir-rafmagn fyrir sjónvarp. Virkar oftast vel en stundum þá rofnar sjónvarpssignalið í nokkrar sekúndur (oftast á ögurstundu). Gerði þau mistök að setja í stutt fjöltengi á dögunum og það hafði mjög slæm áhrif á tenginguna. Hef pínu áhyggjur af því að þetta muni ekki duga fyrir HD straum (hjá Vodafone sjónv.). Ég er í nýju húsi og rafmagnið hérna líklega frekar gott og spurning hvernig þetta er í eldri húsum.



Skjámynd

Demon
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 365
Skráði sig: Þri 20. Jan 2004 20:13
Reputation: 10
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Spurning varðandi net yfir rafmagn

Pósturaf Demon » Þri 04. Feb 2014 00:52

Fer mikið eftir lögnum í húsinu. Hjá mér dugar þetta fínt (jafnvel fyrir HD útsendingu hjá Vodafone). En í annari íbúð sem ég bjó í áður var signalið mjög veikt og rofnaði yfirleitt eftir 5 mín.




Höfundur
Tesy
</Snillingur>
Póstar: 1075
Skráði sig: Mán 08. Feb 2010 01:20
Reputation: 12
Staðsetning: 108 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Spurning varðandi net yfir rafmagn

Pósturaf Tesy » Þri 04. Feb 2014 01:10

http://kisildalur.is/?p=2&id=2504

En hvernig er þetta? Hefur einhver reynslu á þessu?
Keypti mér USB Trendnet rusl í gær á 3500kr sem virkar hörmulega.. fékk net sem endist í mínutu og svo datt það af.



Skjámynd

gullielli
has spoken...
Póstar: 187
Skráði sig: Mið 28. Júl 2010 18:23
Reputation: 0
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið
Staða: Ótengdur

Re: Spurning varðandi net yfir rafmagn

Pósturaf gullielli » Þri 04. Feb 2014 11:46

Gera þetta almennilega og fara í þetta:

Nýr og góður router: http://tolvutek.is/vara/trendnet-gigabi ... c-n-router

Þráðaus USB lykill sem fullnýtir (fræðilega séð) hraðamöguleika routersins: http://tolvutek.is/vara/trendnet-tew-80 ... b3-netkort

..stundum er ekki bara nóg að kaupa eitthvað USB netkort, routerinn sem þú ert með gæti verið gamall/crappy (og er það pottþétt ef þú ert með stock router frá símafyrirtækinu).
Að fjárfesta í góðum router borgar sig upp á einu ári eða skemur (enda ertu að borga leigu af router frá símafyrirtækinu...)


...samt ekki fara í svona pakka nema þú sért með ljósleiðara ;)


-Cheng

Skjámynd

russi
FanBoy
Póstar: 759
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 179
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Spurning varðandi net yfir rafmagn

Pósturaf russi » Þri 04. Feb 2014 13:33

Aðalmálið í þessu rafmangsfixi er tvennt, ekki setja þetta í fjöltengi og passa að þeir tenglar sem eru notaðir séu á sama pól.

Sem er yfirleit ekki vandamál í blokkaríbúðum, enn í stærri húsum, sérstaklega nýlegum er þetta mjög misjafnt