Síða 1 af 1
Netið hjá TAL
Sent: Mán 03. Feb 2014 09:15
af KermitTheFrog
Ég er búinn að vera að lenda í leiðindum síðustu daga með netið heima. Það er eins og ég sé kominn með dialup þegar ég browsa og myndlykilinn er farinn að artifacta. Hins vegar skilar speedtest 50mbit niður og 20mbit up. En það er nær ógerningur að horfa á YouTube.
Er með ljosnetið hjá tal. Einhver að lenda í svipuðu?
Re: Netið hjá TAL
Sent: Mán 03. Feb 2014 09:42
af AntiTrust
Hringdu og athugaðu hvort þeir sjái truflanir á línunni hjá þér, hljómar rosalega þess-legt.
Re: Netið hjá TAL
Sent: Mán 03. Feb 2014 10:23
af Benzmann
Er ekki kominn ljósleiðari hjá þér enþá ?
Re: Netið hjá TAL
Sent: Mán 03. Feb 2014 11:09
af Vaktari
Láta skoða línuna, jafnvel láta hreinskrá línuna. Sjá hvort það lagi ekki þetta vandamál.
Re: Netið hjá TAL
Sent: Mán 03. Feb 2014 11:55
af Plushy
Ertu með virkt Lúxusnet hjá þér? gæti verið að hafa áhrif á youtube og annað slíkt.
Myndlykillinn gæti þurft að hreinskrá línu og hreinsa port.
Re: Netið hjá TAL
Sent: Þri 04. Feb 2014 19:41
af KermitTheFrog
Hvaða bandvídd þarf myndlykillinn að meðallagi fyrir ekki-HD straum? Er með þetta á 200Mbit powerline tengjum og er að fá ca 2-4 Mbit ef ég tengi tölvu og keyri speedtest. Langaði að prófa að einangra vandamálið þar sem ég nenni ekki að hringja í Tal og láta þá segja mér að restarta routernum og myndlyklinum. Er ekki í aðstöðu til að tengja myndlykilinn beint við router.
Re: Netið hjá TAL
Sent: Þri 04. Feb 2014 19:45
af Plushy
KermitTheFrog skrifaði:Hvaða bandvídd þarf myndlykillinn að meðallagi fyrir ekki-HD straum? Er með þetta á 200Mbit powerline tengjum og er að fá ca 2-4 Mbit ef ég tengi tölvu og keyri speedtest. Langaði að prófa að einangra vandamálið þar sem ég nenni ekki að hringja í Tal og láta þá segja mér að restarta routernum og myndlyklinum. Er ekki í aðstöðu til að tengja myndlykilinn beint við router.
SD myndlyklar nota 4MB, HD myndlyklar nota 8MB.
Finnst líklegt að ef hraðinn er eitthvað breytilegur og fer undir 4MB þá dettur sendingin mögulega út.
Re: Netið hjá TAL
Sent: Sun 20. Apr 2014 20:58
af KermitTheFrog
Nenni ekki að gera nýjan þráð, en virkar þessi síða hjá einhverjum? Fæ alltaf bara timeout
http://www.tal.is/internet/nidurhal/
Re: Netið hjá TAL
Sent: Sun 20. Apr 2014 21:08
af hfwf
Re: Netið hjá TAL
Sent: Sun 20. Apr 2014 22:27
af Vaktari
Þessi siða virkar fint hjá mér.
Re: Netið hjá TAL
Sent: Sun 20. Apr 2014 22:42
af KermitTheFrog
Vaktari skrifaði:Þessi siða virkar fint hjá mér.
Virkar fínt núna. Hefur ekki gert það síðan þessu var breytt (allavega ekki hjá mér). Var áður
http://www.tal.is/Einstaklingar/INTERNE ... urhal.aspx
Re: Netið hjá TAL
Sent: Sun 20. Apr 2014 23:47
af vesley
Síðan fór í loftið náttúrulega bara í byrjun síðustu viku, smáatriði sem er verið að vinna í núna til að hún virki alveg hnökralaust, þetta er að mínu mati allvega mikið stílhreinni og þæginlegri vefsíða núna, hin síðan var alveg orðin barn síns tíma.
Re: Netið hjá TAL
Sent: Mán 21. Apr 2014 13:27
af KermitTheFrog
vesley skrifaði:Síðan fór í loftið náttúrulega bara í byrjun síðustu viku, smáatriði sem er verið að vinna í núna til að hún virki alveg hnökralaust, þetta er að mínu mati allvega mikið stílhreinni og þæginlegri vefsíða núna, hin síðan var alveg orðin barn síns tíma.
Já ég skil, fannst þetta hafa verið lengra tímabil.