Síða 1 af 1

Eitthvað spes popup

Sent: Mán 27. Jan 2014 15:58
af Lunesta
Ok ég er semsagt búinn að vera með einhvern einkennilegan popup í chrome
sem kemur svona yfirleitt þegar ég selecta texta hvar sem er. Veit ekki af
hverju en þetta kemur ekki alltaf og ég er buinn að fara í gegnum
allar extensions, innstallaða hluti á tölvuna sem ég kannast ekki við
og allt slíkt. Er alveg að verða vitlaus útaf þessu, kannast einhver við þetta?

Mynd

Takk, Lunesta

Re: Eitthvað spes popup

Sent: Mán 27. Jan 2014 16:06
af mikkidan97
Athugaðu extensions og checkaðu hvort það sé eitthvað þar sem þú þekkir ekki

Re: Eitthvað spes popup

Sent: Mán 27. Jan 2014 16:07
af Lunesta
Eins og ég sagði.. búinn að því. Er bara með ad block og google docs.

Re: Eitthvað spes popup

Sent: Mán 27. Jan 2014 17:35
af bigggan
Getur lika verið i add/remove möppuna

Re: Eitthvað spes popup

Sent: Mán 27. Jan 2014 20:15
af Lunesta
ef þú ert að tala um uninnstall or change a program möppuna þá eins og ég sagði er það ekki þar.
Ef þú ert að tala um eitthvað annað þá máttu endilega útskýra nánar. Takk samt.

Re: Eitthvað spes popup

Sent: Mán 27. Jan 2014 22:48
af aron31872
hættu bara að nota chrome náðu þér í firefox ;)

http://www.visir.is/firefox-vafrinn-sla ... 3130709942

Re: Eitthvað spes popup

Sent: Mán 27. Jan 2014 23:07
af upg8
Þetta er adware frá Kozaka

aron það er ekki alltaf raunhæft að notast við svona browser benchmarks, þau mæla ekki alla notkun. Annars getur þú skipt yfir í Opera, hann keyrir á Chromium en er ekki með eins ljótt viðmót.

Re: Eitthvað spes popup

Sent: Þri 28. Jan 2014 00:44
af Lunesta
upg8 skrifaði:Þetta er adware frá Kozaka


Takk fyrir þetta. Um leið og ég gúglaði þetta fann ég það. Þetta var í
unninnstall or change program... Hét "Software version updater"
klikkaði á því að deleta því... Sennilega útaf nafninu. Virkar allavega
alveg eins og það ætti núna. Takk.

Btw, notaði firefox i den en skipti og sé ekki eftir því. Sérstaklega
miðað við hvað firefox varð fljótlega orðið crowded. Fíla þetta mun
betur svona minimalískt eins og chrome og opera.