Síða 1 af 1
Seinvirkur Google Chrome vafri
Sent: Lau 25. Jan 2014 14:29
af karvel
Hefur einhver vitneskju um hver gæti verið skýringin á að það tekur upp undir 10 sekúndur hjá mér að ræsa Google Chrome vafra Version 32.0.1700.76 m. Það tók aðeins 1-3 sekúndur hér áður fyrr en sennilega með nýlegri uppfærslu breyttist þetta til hins verra. Þessi seinagangur er ekki í Internet Explorer vafranum en mér finnst hann bara svo miklu síðri að ég vil helst komast hjá því að nota hann. Hafa einhverjir aðrir verið að lenda í þessu og hvað er þá til ráða að lagfæra þetta?
Re: Seinvirkur Google Chrome vafri
Sent: Lau 25. Jan 2014 15:12
af gutti
búinn að prófa clear browsing data ?
Re: Seinvirkur Google Chrome vafri
Sent: Lau 25. Jan 2014 15:22
af Black
http://www.piriform.com/ccleanernáðu þetta forrit og runnaðu,Hef lent í þessu með nokkrar tölvur virka flott eftirá.Getur líka lagað registry error's fínt að gera það.
Re: Seinvirkur Google Chrome vafri
Sent: Lau 25. Jan 2014 16:07
af karvel
Takk fyrir ábendingarnar en ég hreinsa reglulega út með CCleaner og eyði út "cathce + clear browsing data". Getur verið að að uppfærslur á Google Chrome séu orðnar svo einskorðaðar við Win8 að þegar vafrinn er notaður á gamla win7 viðmótinu séu þessi leiðindi ríkjandi? Prófaði að fara inn í Win8 viðmótið hjá mér og skaust þá vafrinn upp um leið
Það hlýtur að vera hægt að stilla þetta þanning að hann ræsist hraðar
Re: Seinvirkur Google Chrome vafri
Sent: Lau 25. Jan 2014 18:25
af upg8
Ástæðan fyrir að hann virkar svona vel hjá þér í Windows 8 mode er að þá styður hann ekki öll plug-ins. Það er líklegast eitthvað gallað plug-in sem þú ert að nota.
Re: Seinvirkur Google Chrome vafri
Sent: Lau 08. Feb 2014 16:34
af karvel
Get ég séð eða fundið út hvaða plug-in frá hvaða forriti það er?
Re: Seinvirkur Google Chrome vafri
Sent: Lau 08. Feb 2014 16:38
af Plushy
karvel skrifaði:Get ég séð eða fundið út hvaða plug-in frá hvaða forriti það er?
Prófaðu útilokunaraðferðina. Disable-a öll add-ons/plug-ins og virkja svo eitt í einu.
Re: Seinvirkur Google Chrome vafri
Sent: Lau 08. Feb 2014 16:51
af rickyhien
gerist hjá mér líka...chrome er set upp á SSD diskinn en tekur samt alltaf svona 6-7 sekúndur að ræsa upp eftir að ég double click á icon
Re: Seinvirkur Google Chrome vafri
Sent: Lau 08. Feb 2014 17:47
af hfwf
Hentu þér í DEV kladdann hjhá chrome, komið í 34 þar, og svín virkar og fáranlega hraður, keyrir alltaf í bakgrunni hjá mér, google now komið inn, 0.1-0.2 að keyra sig upp.