Ég er búinn að vera hjá þessu fyrirtæki í 5-6 ár og fyrir einu og hálfu ári byrjuðu símreikningarnir mínir að hækka hægt og rólega (er með heimasíma, netið og tvo gsm og nánast allir sem við hringjum reglulega í eru skráðir vinir hjá okkur). Síðan eftir að reikningarnir fóru yfir 20 þús króna múrinn þá byrjaði ég að tala við Tal og biðja þau um að skoða hvað væri í gangi. auðvitað hringdi þjónustuverið í mig nokkrum vikum seinna og sagði mér að það væri allt í lagi með allt og sögðu mér að hringja bara í þjónustuverið og biðja um aðra þjónustuleið, sem ég gerði og ekkert breyttist, reikningarnir héldu áfram að hækka mánuð eftir mánuð. síðan komust þeir hægt og rólega upp í 30 þús og ég hringdi oft í þá og fór í verslanir og bað um að þetta yrði skoðað betur en alltaf fékk ég heimskulegt og samúðarfullt bros frá rétt svo kynþroska afgreiðslustelpum og alltaf var mér boðin önnur þjónustuleið þar sem ég gæti t.d. lækkað reikningin minn um heilar FIMM hundruð krónur með því að minka niðurhalið í símanum mínum
Þegar reikningarnir mínir voru komnir upp í 34 þúsund og ekkert hægt að ræða við þetta lið lengur þá skipti ég og fór yfir til hringdu og við hjónin gerum ekkert öðruvísi núna, tölum jafn mikið og við höfum alltaf gert en í dag erum við alltaf með 18 þús kr reikning á mánuði fyrir allt það sama.
Fyndna er að einn af síðustu mánuðunum sem við vorum hjá tal þá fékk konan mín nýjann síma strax um mánaðarmótin og eftir mánuðinn þá var ég rukkaður um tólf klukkutíma tal á símanum hennar og þegar ég fór í símann hennar og fletti upp heildar tíma sem hringt hafði verið úr þessum nýja síma þá kom rétt rúmlega 12 tímar í tali en ef ég fletti upp hjá tal hvað hún hafði hringt mikið í vinanúmer þá voru það rúmlega níu tímar þannig að þarna var ég rukkaður um öll símtöl sama hvort það voru vinasímar eða ekki, það gekk aldrei neitt að ræða við þau, alltaf var það bara tæknideild sem hringdi eftir nokkrar vikur með sama kjaftæðið.
þeir eru reyndar búnir að rukka mig um 75 þúsund EFTIR að ég hætti hjá þeim og mér er óskiljanlegt hvernig þeir fá þetta alltaf út.
Ég mun allavega aldrei skipta við þetta fyrirtæki aftur.