Síða 1 af 1

mbl.is á ljósleiðara Gagnaveitu Reykjavíku

Sent: Mið 22. Jan 2014 00:39
af Gislinn
Sælir,

Er að lenda í mjög sérkennilegu vandamáli með internetið heima hjá mér.

Ég er með 4 tölvur (linux og windows) og 3 snjalltæki (android) sem eru tengd við routerinn hjá mér, öll tækin eiga það sameiginlegt að þegar ég fer inná mbl.is í google chrome þá er mér redirectað inná síðu hjá gagnaveitunni með slóðina http://front01.gagnaveita.is/SELFCARE/index.do. Ef ég slæ inn http://www.mbl.is/frettir/ þá fer ég inná mbl og ef ég slæ inn mbl.is í Firefox þá kem ég líka inná mbl. :fly

Einhverjar hugmyndir um hvað gæti verið að valda þessu? Og afhverju ætli þetta sé eingöngu mbl sem lætur svona?

Er búinn að prufa að endurræsa router, tengja tölvuna beint við ljósleiðaraboxið og endurræsa ljósleiðaraboxið en alltaf gerist þetta sama.

Re: mbl.is á ljósleiðara Gagnaveitu Reykjavíku

Sent: Mið 22. Jan 2014 00:42
af rango
Kenni scumbag GR að redirecta þig yfir höfuð.. þeas ert kanski með þetta enþá í dns cachinu ég lenti í veseni með spjall.vaktin.is.

Re: mbl.is á ljósleiðara Gagnaveitu Reykjavíku

Sent: Mið 22. Jan 2014 00:46
af Plushy
Prófaðu að hreinsa cache hjá þér í browsernum, skrítið samt að þetta sé að gerast með öll tæki :S

Re: mbl.is á ljósleiðara Gagnaveitu Reykjavíku

Sent: Mið 22. Jan 2014 00:51
af Gislinn
rango skrifaði:Kenni scumbag GR að redirecta þig yfir höfuð.. þeas ert kanski með þetta enþá í dns cachinu ég lenti í veseni með spjall.vaktin.is.


Vó. Það virkaði að clear-a cache í google chrome (prufaði fyrst að flush-a windows dns cache sem virkaði ekki), sem er mjög skrítið þar sem þetta er eins á öllum tölvum og öllum stýrikerfum. Það hlítur að vera met í tilviljunum, eða að þetta sé tengt google-aðgangnum sem er þó ólíklegt.

En takk fyrir að benda mér á þetta. :happy

Re: mbl.is á ljósleiðara Gagnaveitu Reykjavíku

Sent: Mið 22. Jan 2014 01:42
af Viktor
rango skrifaði:Kenni scumbag GR að redirecta þig yfir höfuð.. þeas ert kanski með þetta enþá í dns cachinu ég lenti í veseni með spjall.vaktin.is.


Kemur GR ekkert við, vafrar vista síður svo þú þurfir ekki að hlaða þeim oft á stuttu tímabili. Hann hefur líklega farið inn á MBL þegar ljósleiðarinn náði ekki netsambandi, svo að allir vafrar hafa vistað hana í cache.

Re: mbl.is á ljósleiðara Gagnaveitu Reykjavíku

Sent: Mið 22. Jan 2014 01:49
af fannar82
Svo er séns að þú hafir verið signed in í chrome á öllum þessum tækjum, þá syncar það cache líka á milli :) "minnir mig"

edit.
derp, learn 2read, sá ekki firefox.

Re: mbl.is á ljósleiðara Gagnaveitu Reykjavíku

Sent: Mið 22. Jan 2014 10:41
af gardar
fannar82 skrifaði:Svo er séns að þú hafir verið signed in í chrome á öllum þessum tækjum, þá syncar það cache líka á milli :) "minnir mig"

edit.
derp, learn 2read, sá ekki firefox.


Gæti líka verið með firefox syncaðann ;)