Síða 1 af 1

Er hægt að loka á allar síður nema eina?

Sent: Þri 21. Jan 2014 14:56
af playman
Ég var að velta fyrir mér hvort að ég geti lokað á allar síður nema facebook?
og lokað á alla leiki og svoleiðis líka á facebook.
Væri best að geta gert þetta undir XP, en win7 gæti virkað líka, þyrfti þá bara að redda aðeins öflugri vél fyrir það.
Eins ef hægt er að gera það svo þannig að ekki sé auðvelt að breyta þessum stillingum/forritum
án admins aðgangs eða passwords.

Þarf þetta svo að aðeins sé hægt að stjórna fyrirtækjasíðu á facebook og ekkert annað.
Einhver sem veit hverninn er best er að gera þetta, helst án þess að þurfa að setja upp einhverja firewall/router vél.

Re: Er hægt að loka á allar síður nema eina?

Sent: Þri 21. Jan 2014 15:08
af Stutturdreki
Hugsanlega hægt að gera þetta í hosts skránni eða jafnvel router (man samt ekki eftir router með þessum fítus). Annars er líklega best að setja upp proxy en þá þarftu aðra vél eða aðgang að proxy einhverstaðar sem gerir akkurat þetta sem þú ert að biðja um.

Re: Er hægt að loka á allar síður nema eina?

Sent: Þri 21. Jan 2014 15:26
af Gúrú
Held þetta sé verkefni fyrir Windows XP eldvegginn.

http://web.archive.org/web/200710122313 ... rewall.htm

Setur þá bara filter á allt nema IP töluna/urnar hjá Facebook.com

Aðgengi að síðunni færi svo fram á ó-Administrator notanda sem hefði ekki tilskylin leyfi til að breyta reglunum.

Re: Er hægt að loka á allar síður nema eina?

Sent: Þri 21. Jan 2014 16:56
af playman
Takk fyrir það, mun skoða þetta xp dæmi sem gúrú sendi.

En hverninn gæti ég blokkað aðgang að leikjum á facebook, án þess að skemma fyrir notkunar möguleika facebook?

Re: Er hægt að loka á allar síður nema eina?

Sent: Þri 21. Jan 2014 23:19
af Viktor
Noscript, flashblock etc.