Síða 1 af 1
.is lén og erlend hýsing
Sent: Þri 21. Jan 2014 01:42
af noizer
Var að versla mér .is lén og langar að hafa hýsinguna í útlöndum.
Málið er að nafnaþjónarnir eru ekki skráðir hjá ISNIC, fæ bara þessa villu:
Nafnaþjónninn er ekki skráður.
Hvernig er best að komast framhjá þessu?
Var eitthvað að prófa FreeDNS hjá 1984.is en var ekki alveg að skilja það...
Re: .is lén og erlend hýsing
Sent: Þri 21. Jan 2014 02:05
af Helgi350
noizer skrifaði:Var að versla mér .is lén og langar að hafa hýsinguna í útlöndum.
Málið er að nafnaþjónarnir eru ekki skráðir hjá ISNIC, fæ bara þessa villu:
Nafnaþjónninn er ekki skráður.
Hvernig er best að komast framhjá þessu?
Var eitthvað að prófa FreeDNS hjá 1984.is en var ekki alveg að skilja það...
Hvað skiluru ekki við FreeDNS frá 1984.is frekar simple
Re: .is lén og erlend hýsing
Sent: Þri 21. Jan 2014 02:09
af noizer
Helgi350 skrifaði:noizer skrifaði:Var að versla mér .is lén og langar að hafa hýsinguna í útlöndum.
Málið er að nafnaþjónarnir eru ekki skráðir hjá ISNIC, fæ bara þessa villu:
Nafnaþjónninn er ekki skráður.
Hvernig er best að komast framhjá þessu?
Var eitthvað að prófa FreeDNS hjá 1984.is en var ekki alveg að skilja það...
Hvað skiluru ekki við FreeDNS frá 1984.is frekar simple
Hef bara aldrei notað það.
Set ég .is lénið mitt í Lén og IP töluna hjá hýsingunni í IP tala?
Síðan 1984.is nafnaþjóna á ISNIC?
Re: .is lén og erlend hýsing
Sent: Þri 21. Jan 2014 02:14
af Helgi350
Yep, seinast þegar ég gerði þetta, var það einmitt þannig, tekur samt allavegana 12 tima fyrir nafnaþjónana að verða virka.
Re: .is lén og erlend hýsing
Sent: Þri 21. Jan 2014 09:16
af ElbaRado
Att að geta valið "ekki skráður" i dropdown flipanum til þess að setja inn erlenda dns.
Re: .is lén og erlend hýsing
Sent: Þri 21. Jan 2014 09:41
af Televisionary
Ég mæli með því að nota 1984.is FreeDNS þeir eru stöðugir. Ég notaði lengi vel erlenda DNS þjóna fékk endalaust af pósti að breytingar hjá aðila X á DNS þjóna uppsetningu væri ekki samkvæmt því sem Isnic vildi hafa, hef aldrei fengið póst út af 1984.is FreeDNS þjónustunni.
Ef þú hefur takmarkaða þekkingu á DNS þá mæli ég með:
https://support.google.com/a/answer/48090?hl=enEinnig er gott að lesa DNS & Bind t.d ef þú vilt nánari útskýringu á hlutum:
http://www.amazon.com/DNS-BIND-5th-Edit ... 0596100574
Re: .is lén og erlend hýsing
Sent: Þri 21. Jan 2014 12:39
af kjartanbj
Helgi350 skrifaði:Yep, seinast þegar ég gerði þetta, var það einmitt þannig, tekur samt allavegana 12 tima fyrir nafnaþjónana að verða virka.
smellti nýju léni um daginn á 1984.is og það varð virkt bara samstundis nánast , hinsvegar ef maður er að færa eða breyta þá getur það tekið tíma að uppfærast í nafnaþjónum
út um allt net, fer bara eftir því hvað TTL er stillt á
Re: .is lén og erlend hýsing
Sent: Þri 21. Jan 2014 16:21
af Monk
1984 þjónarnir eru æðislegir. Er búinn að vera með lén á þeim í næstum 3 ár núna og aldrei neitt vesen
Re: .is lén og erlend hýsing
Sent: Þri 21. Jan 2014 21:51
af hfwf
1984.is án vafa
Re: .is lén og erlend hýsing
Sent: Mið 22. Jan 2014 22:16
af nidur
Ég þarf ekki að nota 1984 þar sem bluehost hýsingaraðilinn minn styður .is lén.
Re: .is lén og erlend hýsing
Sent: Fös 24. Jan 2014 12:43
af Heliowin
Ég hef heyrt að sumir sem hafi reynt að hýsa .is lén vefi erlendis á samnota hýsingu og með DNS nafnaþjónum hýsingaraðilans, hafi fengið synjun hjá honum ef aðstaðan bjóði ekki þegar upp á það.
Til að geta hýst slíka vefi þá þurfa IP tölur nafnaþjónanna að hafa reverse DNS ( öðru nafni rDNS) og það er ekki alltaf sem það er til staðar eða jafnvel í boði. Jafnvel hýsingaraðilinn sjálfur getur ekki alltaf verið í aðstöðu til að gera slíkt ef hann sjálfur er ekki aðilinn sem hefur réttindi til að gera það og þarf því að leita til þeirra sem hafa þau.
Þetta er þó auðveldara ef maður er með sinn eigin vefþjón, dedicated eða VPS, og með sína eigin nafnaþjóna á honum því þá er meira sjálfsagðara að hýsingaraðilinn bregðist við þó hann þyrfti ef til vill að leita til annarra aðila til að geta gert reverse DNS.