Síða 1 af 1
VDSL splitter
Sent: Lau 18. Jan 2014 01:27
af Krissinn
Er einhver með þennan svarta kubb í símainntaki hjá sér? Er með einn svoleiðis og routerinn er að fá fullt af villum og Vodafone vill meina að þetta gæti kannski ekki verið rétt tengt hjá mér. Var að spá í hvort þeir sem eru með þetta tengt svona hjá sér gæti nokkuð tekið mynd og sýnt mér? (A)
Re: VDSL splitter
Sent: Lau 18. Jan 2014 02:01
af mercury
þegar þetta var sett upp hjá okkur þá kom einhver frá tal og setti þetta upp. erum komin yfir til símans en erum enþá með sama splitter. er því miður falinn inn í töflu sem ég get ekki opnað þar sem þá fyllist húsið af einhverjum securitas gæjjum, sem kostar fullt af peningum og mikil læti. En það sem ég meina er að ég hefði haldið að símafyrirtækið ætti að sjá um uppsetningu á þessu...
Re: VDSL splitter
Sent: Lau 18. Jan 2014 02:19
af gardar
Splitterinn þarf að fá hreina línu inn. Semsagt, hann þarf að vera fremst á línunni, mátt ekki vera með neitt tæki í samband við línuna framar en splitterinn.
úr splitternum tengirðu svo routerinn úr oðru tenginu og síma og allt annað úr símatenginu.
Oftast er splitterinn settur í inntak þegar það er moguleiki og þaðan svo leitt út í router og síma.
Re: VDSL splitter
Sent: Lau 18. Jan 2014 04:53
af Viktor
Basically þá verður routerinn að vera tengdur BEINT við símstöðina í gegnum splitter sem sagt, inntakið í húsinu. Þú mátt ekki tengja splitter við símtengil og síðan áfram, það lækkar gæði línunnar. Þú finnur ekki fyrir því á ADSL, en VDSL er mjög viðkvæmt fyrir svona.
Inntak > Splitter > Router
Re: VDSL splitter
Sent: Sun 19. Jan 2014 03:04
af Krissinn
Þetta er tengt í inntak, Tengdi þetta sjálfur á sínum tíma með viðeigandi töng og réttum molum og svo kom maður frá Mílu nokkru seinna og skoðaði þetta og hann sagði að þetta væri hárrétt tengt. Ég prófaði að aftengja allar aðrar símalínur úr inntaki sem ég vissi að væru ekki í notkun eða búið að klippa á annarsstaðar. Skipti einnig út ,,kúplingsvír" sem tengdur er við sjálft inntakið og tengdur svo í filterinn, Skipti einnig um filter og núna er þetta alveg komið í lag, routerinn sýnir 1 í CRC errors og IPTV-ið er alveg hætt að lagga!