Síða 1 af 2

Windows 7 eða Windows 8 ?

Sent: Fös 10. Jan 2014 11:37
af GuðjónR
Þarf að setja tölvuna hjá múttu upp aftur fljótlega, hún er með Windows 7, er eitthvað vit í að uppfæra í Windows 8?
Er start takkinn kominn aftur? Eða er þetta tiles-ógeð ennþá allsráðandi?

Re: Windows 7 eða Windows 8 ?

Sent: Fös 10. Jan 2014 11:43
af GunZi
Start takkinn er kominn í windows 8.1

Re: Windows 7 eða Windows 8 ?

Sent: Fös 10. Jan 2014 11:45
af AntiTrust
Win 8.1. Hraðvirkara, betur uppsett, tekur minni resources. Getur bootað beint upp í desktop en ekki Metro Startið. Start takkinn er kominn en enginn start programs list, enda hálf óþarfur með Metro startið. Betra scaling á Metro apps, betra window management. Sér application section vs. metro sectionið, ekki lengur blandað saman by default. Miklu hraðari bootup tímar, keyra vél á SSD úr sleep tekur minni tíma en að opna fartölvuna.

W7 er ennþá gott en .. W8 er betra. Misjafnt hvað mönnum finnst, en performance wise er 8 betra.

Re: Windows 7 eða Windows 8 ?

Sent: Fös 10. Jan 2014 11:51
af upg8
Settu upp 8.1, það er öruggara og hraðara kerfi. Þú getur látið hana keyra upp beint á desktop og slökkt á charms menu og öllum þessum hot corners.

Þetta tiles ógeð er bara app launcher og miklu betri en start menu eftir breytingarnar með 8.1 að flestu leiti fyrir utan skort á jump lists, þeir eru allavega enn í boði á taskbar. Ef hana vantar start-menu þá er fjöldi af forritum sem líkja eftir gömlu valmyndinni. Desktop hlutinn er líka betri en á 7 og þá sérstaklega windows explorer og win+x eða hægrismella á start takkann er miklu nothæfara í 8.1 en 7. Display scaling er betra og hægt að hafa mismunandi stillingar fyrir hvern skjá sem er tengdur við tölvuna, það eru líka fleyri hot-keys á lyklaborðinu fyrir aðgerðir í kerfinu. Task Manager er líka lúxus í samanburði við gamla þó ég mæli líka með að þú profir Process Explorer.

Síðan er alltaf hægt að nota alt+tab ef hún er að nota modern forrit líka, mörg modern forrit eins og netflix eru mjög góð og svo eru náttúrulega Oz og fleiri að gera forrit fyrir modern umhverfið þó það sé handónýtt drasl í dag í samanburði við erlendar þjónustur. Mjög þægilegt að geta snappað forrit, jafnvel 3 hlið við hlið. Hægt að vera með PDF skjal opið, uppflettirit og office á sama skjánum án þess að nokkuð sé að þvælast fyrir hinu, það er eins og að vera með 3 aðskilda skjái. Svo er líka hægt að fá forrit sem heitir modern mix og þá er hægt að gera modern forrit að gluggum.

Re: Windows 7 eða Windows 8 ?

Sent: Fös 10. Jan 2014 12:19
af GuðjónR
Kíkti á youtube, veit ekki hvort þetta hafi verið sniðug pæling hjá mér. Eftir allt þá getur verið erfitt að kenna gömlum hundi að sitja.
En eftir að hafa skoðað review af win8 þá get ég ekki annað en tekið undir það sem Steve Jobs segir:


Re: Windows 7 eða Windows 8 ?

Sent: Fös 10. Jan 2014 12:41
af upg8
iOS7 útlitið er eftiröpun á Zune hugbúnaðinum, Windows Phone 8 og Android. Windows Phone útlitið og Windows Modern hönnunin með mikla áherslu á typography hafa unnið til fjölda hönnunarverðlauna og eru að hafa áhrif á hönnun allstaðar í heiminum á flestum stærri miðlum og stærstu hugbúnaðarframleiðendur. Einfaldleiki er aftur í tísku og Microsoft voru líklega stærsti trend-setter í þetta skipti...

Re: Windows 7 eða Windows 8 ?

Sent: Fös 10. Jan 2014 13:05
af krissdadi
GuðjónR skrifaði:Kíkti á youtube, veit ekki hvort þetta hafi verið sniðug pæling hjá mér. Eftir allt þá getur verið erfitt að kenna gömlum hundi að sitja.
En eftir að hafa skoðað review af win8 þá get ég ekki annað en tekið undir það sem Steve Jobs segir:



Ég held að Steve Jobs hafi aldrei náð að sjá W8, hvenær er þetta viðtal tekið?

Re: Windows 7 eða Windows 8 ?

Sent: Fös 10. Jan 2014 13:18
af upg8

Re: Windows 7 eða Windows 8 ?

Sent: Fös 10. Jan 2014 14:34
af GuðjónR
Mér fannst reyndar iOS7 iconin hræðileg fyrst en svo vöndust þau.
Líklega það sama með win8 ... maður er bara svo hrikalega vanafastur.

Win8 er ábyggilega betra í alla staði tæknilega, eina sem ég hefði áhyggjur af varðandi að setja það upp á tölvu hjá tækniheftri mannesku sem er komin yfir sextugt að hún ætti erfitt með að tileinka sér það.

Re: Windows 7 eða Windows 8 ?

Sent: Fös 10. Jan 2014 14:46
af upg8
Já ég varð virkilega pirraður á Windows 8 fyrst og margt sem hefði mátt fara betur, margt var lagað með 8.1 en ekki allt. Sem betur fer er sá sem er ábyrgur fyrir því versta við Windows 8 ekki lengur að vinna hjá Microsoft. Mér þótti þetta líka virkilega ljótt fyrst en það venst og nú get ég ekki hugsað mér að hafa það flóknara.

Maður þarf að leggja sig fram við að læra að nota lyklaborðið meira og læra alla flýtivísa, kosturinn við það er að nú nota ég tölvuna mun hraðar en ég gerði með 7 og það er mjög þægilegt að láta allt synca á milli tölva. Þú ert bara með þinn account og hann syncar bakgrunnsmyndum, litum og öllu því sem þú ert að nota.

Re: Windows 7 eða Windows 8 ?

Sent: Fös 10. Jan 2014 17:30
af SergioMyth
Ég vill hafa hlutina einfalda og ég viðurkenni að windows 8.1 lookar vel svona við fyrstu sýn, en ég vill tölvu, PC tölvu ekki yfirfullt desktop af gagnslausum öppum sem ég mun aldrei nota og einhvað því um líkt! Ég vill bara setja upp minn browser, leiki og forritt og njóta einfaldleika windows, nothing more and nothing less.... ;)

Re: Windows 7 eða Windows 8 ?

Sent: Fös 10. Jan 2014 17:34
af upg8
SergioMyth. Þú getur verið með start screen eingöngu með desktop forritum án þess að setja upp nokkuð forrit frá þriðja aðila og ef þú stillir þetta rétt, þá tengist það við þinn account og þegar þú loggar þig inná annari tölvu þá er ekki sífellt verið að setja shortcut fyrir modern forrit á start skjáinn hjá þér...

Re: Windows 7 eða Windows 8 ?

Sent: Lau 08. Feb 2014 20:37
af Maakai
krissdadi skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Kíkti á youtube, veit ekki hvort þetta hafi verið sniðug pæling hjá mér. Eftir allt þá getur verið erfitt að kenna gömlum hundi að sitja.
En eftir að hafa skoðað review af win8 þá get ég ekki annað en tekið undir það sem Steve Jobs segir:



Ég held að Steve Jobs hafi aldrei náð að sjá W8, hvenær er þetta viðtal tekið?


haha eitthverntiman 1996

Re: Windows 7 eða Windows 8 ?

Sent: Lau 08. Feb 2014 21:40
af KermitTheFrog
SergioMyth skrifaði:Ég vill hafa hlutina einfalda og ég viðurkenni að windows 8.1 lookar vel svona við fyrstu sýn, en ég vill tölvu, PC tölvu ekki yfirfullt desktop af gagnslausum öppum sem ég mun aldrei nota og einhvað því um líkt! Ég vill bara setja upp minn browser, leiki og forritt og njóta einfaldleika windows, nothing more and nothing less.... ;)


Og hvernig er Windows 8 að hamla þér þar?

Re: Windows 7 eða Windows 8 ?

Sent: Lau 08. Feb 2014 21:49
af appel
Móðir mín var með windows vista og tölvan orðin hægvirkari en veit ekki hvað, alltaf bilandi og troðfull af drasli.

Ég setti upp ubuntu upp og hef ekki fengið kvörtun síðan þá. Allt virkar hratt og áreiðanlega.

Windows er bara ekki fyrir þá sem vita ekkert um tölvur, þannig er það bara, það endar alltaf í algjöru disasteri.

Re: Windows 7 eða Windows 8 ?

Sent: Lau 08. Feb 2014 22:27
af nidur
Windows phone er auðveldastur fyrir byrjendur í smartphones. þannig að ég held að einfaldast sé að nota win8 basic fyrir einfalt fólk ;)

Re: Windows 7 eða Windows 8 ?

Sent: Lau 08. Feb 2014 23:14
af GuðjónR
Maakai skrifaði:
krissdadi skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Kíkti á youtube, veit ekki hvort þetta hafi verið sniðug pæling hjá mér. Eftir allt þá getur verið erfitt að kenna gömlum hundi að sitja.
En eftir að hafa skoðað review af win8 þá get ég ekki annað en tekið undir það sem Steve Jobs segir:



Ég held að Steve Jobs hafi aldrei náð að sjá W8, hvenær er þetta viðtal tekið?


haha eitthverntiman 1996


Þessi orð hans eiga ennþá við.
M$ vörur voru og eru smekklausar.

Re: Windows 7 eða Windows 8 ?

Sent: Sun 09. Feb 2014 05:08
af daremo
GuðjónR skrifaði:
Maakai skrifaði:
krissdadi skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Kíkti á youtube, veit ekki hvort þetta hafi verið sniðug pæling hjá mér. Eftir allt þá getur verið erfitt að kenna gömlum hundi að sitja.
En eftir að hafa skoðað review af win8 þá get ég ekki annað en tekið undir það sem Steve Jobs segir:



Ég held að Steve Jobs hafi aldrei náð að sjá W8, hvenær er þetta viðtal tekið?


haha eitthverntiman 1996


Þessi orð hans eiga ennþá við.
M$ vörur voru og eru smekklausar.


Það þýðir ekkert að rífast Apple aðdáendur um stýrikerfi, en finnst þér Mac OS virkilega flottara en Windows?

Animations sem er ekki hægt að slökkva á. Sumt hefur svona viðarútlit, sumt stál, sumt native.
Það finnst mér hrikalega smekklaust.

Re: Windows 7 eða Windows 8 ?

Sent: Sun 09. Feb 2014 10:35
af GuðjónR
daremo skrifaði: en finnst þér Mac OS virkilega flottara en Windows?

Ójá það finnst mér, og ekki bara flottara heldur stöðugra og betra.
2010 fékk konan MacbookPRO, síðan þá er ég búinn að skipta 2x um stýrikerfisdisk, þ.e. setja SSD í stað HDD og ég hef clonað gögnin á milli, er búinn að uppfæra sjálft stýrikerfið 3x sinnum í nýjar útgáfur og það allt án þess að gera clean install!
Á sama tíma er þeg búinn að setja upp windows (clean) fjórum sinnum á lappann minn, þrisvar á TV tölvuna og tvisvar á tölvuna hjá múttu.
Það er engu líkara en það sé "timer" á windows sem lætur það hrynja á X mánaðar fresti, á sama tíma geturðu notað MacOS ár eftir ár án vandræða.

Gæðamunurinn á þessum kerfum er gígantískur, ég er með tvær tölvur sem keyra windows 7, og þrjár sem keyra MacOS X, ein af þeim er svo með win7 í bootcamp. Það er himin og haf á milli þessara kerfa.
Windows er ekkert alslæmt,

Re: Windows 7 eða Windows 8 ?

Sent: Sun 09. Feb 2014 12:11
af Hargo
Ég hef sett upp Win 8 hjá tækniheftu fólki sem er vant Win 7 og Win XP án vandræða. Hef þó alltaf sett upp aukalega Start hnapp ásamt því að slökkva á þessum Metro og Charms bars.

Hef ekki lent í teljandi vandræðum með það. Finnst Win 8 vera aðeins léttara og betra í vinnslu. I say go for it.

Re: Windows 7 eða Windows 8 ?

Sent: Sun 09. Feb 2014 15:01
af Starman
Ef sagan hefur kennt okkur eitthvað þá er það að það er best að nota það sem flestir nota, eða er einhver enn að nota Betamax tape ?
Það er endalaust hægt að rífast um hvaða kerfi er flottara/betra , en sumt hentar í suma hluti en annað ekki.
En vandamálið með Apple er að þeim hefur alltaf verið skítasama um enterprise umhverfi, en þeir eru að koma þar inn bakdyramegin með BYOD, en eru í raun bara notaðir sem dumb terminal því það er ekkert hægt að stjórna öryggi miðlægt á þeim tækjum.

Re: Windows 7 eða Windows 8 ?

Sent: Mán 10. Feb 2014 23:12
af capteinninn
Ég held að það sé bara ekkert vond hugmynd að gefa fólki sem er misgott í tölvum Windows 8.

Getur sett í Tiles allt sem þau nota og þá þurfa þau að vera voða lítið annað en að ýta á start takkann.

Veit allavega að ef Afi eða einhver sem ég þekki myndi ætla kaupa tölvu myndi ég setja inn Tiles fyrir Mbl, Vísi, Facebook og allt sem hann notar mest.
Þá gæti hann bara ýtt á það og þarf ekkert að skrifa inn addressur eða neitt

Re: Windows 7 eða Windows 8 ?

Sent: Mán 10. Feb 2014 23:14
af AntiTrust
Ég hef alveg komist að því að W8 + snertiskjár er mjög plebba-friendly, alveg sama úr hvaða umhverfi fólk er að koma eða hversu lítið það kann.

Re: Windows 7 eða Windows 8 ?

Sent: Þri 11. Feb 2014 13:32
af Frantic
Windows 8.1 er alveg að gera sig.
Finnst það lúkka vel.
Nota metro dótið samt ekki neitt.

Re: Windows 7 eða Windows 8 ?

Sent: Þri 11. Feb 2014 13:54
af Klemmi
GuðjónR skrifaði:Það er engu líkara en það sé "timer" á windows sem lætur það hrynja á X mánaðar fresti, á sama tíma geturðu notað MacOS ár eftir ár án vandræða.


Hvað eruði eiginlega að gera? #-o

Ég efast um að ég sé með "elsta" Windows 7 hér, en það fer þó allavega að nálgast 3.5 ár og ég get ekki sagt að ég sjái ástæðu til að enduruppsetja í bráð.