Síða 1 af 1
Skólapælingar: HÍ vs HR
Sent: Þri 07. Jan 2014 09:00
af albertgu
Jææja, ég veit ekkert hvort ég sé að setja þetta á réttan stað en ég læt bara flakka.
Tölvunarfræði í HÍ vs Tölvunarfræði í HR, pros og cons. Ykkar álit.
Re: Skólapælingar: HÍ vs HR
Sent: Þri 07. Jan 2014 09:04
af Viktor
Ég er í tölvunarfræðinni í HÍ, gæti ekki verið sáttari.
Aðstaðan er góð og kennararnir að mínu mati til fyrirmyndar.
Re: Skólapælingar: HÍ vs HR
Sent: Þri 07. Jan 2014 09:19
af Daz
Þessi umræða hefur svosem komið hérna nokkuð oft áður, ef þú leitar í gegnum koníaksstofuna ættirðu að finna hana.
Re: Skólapælingar: HÍ vs HR
Sent: Þri 07. Jan 2014 09:57
af Stutturdreki
Stundaði nám í báðum háskólunum á sínum tíma (útskrifaðist úr HR) og amk. þá var munurinn helst að HÍ er fræðilegri með meiri áherslu á stærðfræði meðan HR er verklegri með meiri áherslu á tenginu við atvinnulífið. En reyndar komin 10 ár síðan ég útskrifaðist svo ýmislegt hefur breyst.