Vandamál með netuppsetningu


Höfundur
Haflidi85
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 388
Skráði sig: Mán 27. Jún 2011 13:07
Reputation: 45
Staða: Ótengdur

Vandamál með netuppsetningu

Pósturaf Haflidi85 » Lau 04. Jan 2014 23:38

Sælir

Málið er það að á efri hæðinni hérna er mjög lélegt þráðlaust net samband svo ég reddaði mér ódýrum notuðum router, gömlum micronet sp916gl og tengdi hann í vegginn á efri hæðinni til að nota sem þráðlausa tengingu á efri hæðinni. Semsagt þessi Micronet router er tengdur með lan snúru við router frá símanum (þessi hvíti technicolor). Ég stylli routerinn eftir bestu getu og allt virðist virka, þ.e. bæði að tengja aðrar tölvur við Micronet routerinn og þráðlausa netið en svo gerist það á svona 2 - 3 tíma fresti jafnvel sjaldnar að allt netið dettur út, þ.e. að það sé ekkert samband út á netið "limited connectivity", þá hvorki á vélum sem eru á þráðlausa né þeim sem eru beintengdar, meirisegja vélar sem eru tengdar beint í síma routerinn komast ekki út og eina sem hægt er að gera er að restarta routernum frá símanum. Þannig það er eins og þessi Micronet router valdi einhverju conflicti við hinn routerinn, er bara að velta fyrir mér hvort menn hafi lent í einhverju sérstöku eða hvort ég er að stilla eitthvað rangt þegar ég setti upp Micronet routerinn.




Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með netuppsetningu

Pósturaf Garri » Sun 05. Jan 2014 01:10

Mundi skoða hvort það sé ekki slökkt á DHCP servicenum á micronet routernum. Mátt bara vera með eitt DHCP fyrir eitt net. Annars fer hann að úthluta IP tölum í konflikt við síma ráterinn.

Er einmitt með álíka stöðu, tvær hæðir og WiFi sem virkaði ekki alveg nema með sér access point uppi líka. Fyndið að ég lenti einmitt í vanda með svona router sem ég notaði sem WiFi tengipúnkt og úthlutaði einmitt default DHCP (kom alltaf inn þegar ég resetaði hann)




Höfundur
Haflidi85
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 388
Skráði sig: Mán 27. Jún 2011 13:07
Reputation: 45
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með netuppsetningu

Pósturaf Haflidi85 » Sun 05. Jan 2014 01:56

jám er nokkuð viss um að ég hafi slökkt á öllu dhcp á micronet routernum, en ætla að skoða það aftur.




Icarus
vélbúnaðarpervert
Póstar: 960
Skráði sig: Mán 08. Des 2003 23:53
Reputation: 25
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með netuppsetningu

Pósturaf Icarus » Mið 08. Jan 2014 11:44

Alltaf leiðinlegt að nota routera sem access point.

Misvel sem stillingar "haldast", séð dæmi þar sem maður slekkur á DHCP; svo hættir allt að virka, þá hefur það kveikt aftur á sér.

Lang best að kaupa bara dedicated access point, eru heldur ekki svo dýrir.