Var að setja upp Debian á gamalli vél fyrir plex server.
Allt gengur mjög vel en ég á í vandræðum með að remote connecta við debian vélina úr Win7 vélinni minni.
Setti upp vnc4server og ég næ að tengjast við hann frá Win7 með TightVNC en ég sé bara terminal glugga þegar ég remote-a.
Ég væri frekar til í að fá upp graphical skjáinn sjálfan ef ég þarf eitthvað að vinna í tölvunni þannig að ég geti bara sett hana upp og hent út í horn og haft keyrandi og ef eitthvað þarf að lagast get ég gert það bara remotely í staðinn fyrir að þurfa að tengja hana aftur.
Ég er líka að spá hvernig maður lætur hluti í startup á vélinni eins og t.d. Plex eða VNC remote serverinn.
Er frekar nýr á Linux og ekki alveg nógu vel að mér í þessum málum.
Edit*
Mælt var með X2Go sem ég prófaði og er glimrandi ánægður með. Mæli með að installa því ef þú ert að spá í VNC eða einhverju Remote Desktop allavega frá Win yfir á Debian.
Hætti við alltsaman og náði að láta vélina keyra frekar Windows XP.
Ég er núna í vandræðum með að láta Deildu SB virka hjá mér sem Trymbill setti upp í öðrum þræði en það er önnur saga.
Ég þakka kærlega alla aðstoðina en ég er víst bara of mikill Windows plebbi og gafst upp á að reyna að læra almennilega á Linux kerfið, ég reyni aftur seinna að fara í þann pakka en eins og er ætla ég bara að halda mig við Win