Síða 1 af 1

Er þetta eðlilegur hiti?

Sent: Mán 30. Des 2013 12:57
af frikki1974
Mynd

Re: Er þetta eðlilegur hiti?

Sent: Mán 30. Des 2013 13:15
af Kristján

Re: Er þetta eðlilegur hiti?

Sent: Mán 30. Des 2013 13:22
af CendenZ
Verður eiginlega ekki betra nema þú setir tölvuna út á svalir

Re: Er þetta eðlilegur hiti?

Sent: Mán 30. Des 2013 13:25
af frikki1974
Móðurborðið á það til að fara upp í 58 gráður en ég er búinn að rykhreinsa allt saman.

Re: Er þetta eðlilegur hiti?

Sent: Mán 30. Des 2013 13:29
af Viktor
Merkilegt að þessi spurning kemur hingað líklega um einusinni á mánuði.
Tölvur geta flestar náð 80-100°C hita án þess að eitthvað hræðilegt gerist.

Re: Er þetta eðlilegur hiti?

Sent: Mán 30. Des 2013 13:36
af mundivalur
Nei þetta er ekki eðlilegur hiti á móðurborði það er oftast 30-35°c , er eitthvað kæli dót á þessu móðurborði ?

Re: Er þetta eðlilegur hiti?

Sent: Mán 30. Des 2013 13:42
af Hnykill
Þetta er alveg eðlilegur hiti á móðurborði ef maður er með örgjörvakælingu sem blæs á hlið en ekki beint niður á móðurborðið. það hjálpar að vera með kassaviftur. blása köldu lofti inn í kassann að framan niðri, og viftu sem blæs heitu út einhverstaðar uppi í kassanum.

Re: Er þetta eðlilegur hiti?

Sent: Mán 30. Des 2013 13:46
af frikki1974
Ég hef kassaviftu á örgjörvan og viftu á framan á kassanum sem blæs lofti út.

Re: Er þetta eðlilegur hiti?

Sent: Mán 30. Des 2013 13:47
af Daz
frikki1974 skrifaði:Ég hef kassaviftu á örgjörvan og viftu á framan á kassanum sem blæs lofti út.


Viftan framan á kassanum ætti að blása inn, svona í hefðbundnum turnkassa þar sem aflgjafinn blæs út að aftan. (Kalt loft inn niðri og heit loft út uppi). Miðað við restina af hitastigunum þínum þá ertu svosem ekkert í stórhættu, ef þessi móðurborðshiti er réttur (og það er alveg óljóst nákvæmlega hvaða hiti þetta er), þá er það frekar einhverskonar chipset kæling á móðurborðinu.

Re: Er þetta eðlilegur hiti?

Sent: Mán 30. Des 2013 13:48
af frikki1974
Daz skrifaði:
frikki1974 skrifaði:Ég hef kassaviftu á örgjörvan og viftu á framan á kassanum sem blæs lofti út.


Viftan framan á kassanum ætti að blása inn, svona í hefðbundnum turnkassa þar sem aflgjafinn blæs út að aftan. (Kalt loft inn niðri og heit loft út uppi).


sorry ég meinti blæs inn :)

Re: Er þetta eðlilegur hiti?

Sent: Mið 01. Jan 2014 15:25
af littli-Jake
Allt í lagi tölur en ég mundi mæla með að þú fáir þér forrit sem heitir HW monitor til að filgjast með hitanum. Mun hentugra forrit