Windows 8 - Networking


Höfundur
Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Windows 8 - Networking

Pósturaf Garri » Mið 11. Des 2013 00:42

Sælir

Þarf að tengja Windows 8 vél við netkerfið hjá mér sem er samsett úr Windows7 Professional vélum. Búinn að setja upp HomeGroup og sama Workgroup, virkja file og printer sharing, taka af password protection, sé öll share-name en þegar ég reyni að opna eins og folder, þá fæ ég: Windows Cannot access \\Server\sharename osfv.

Sama hvort ég reyni frá W7 --> W8 eða öfugt.

Er ógeðslega pirraður þar sem þessir gúbbar virðast vera snillingar í að gera eitthvað einfalt.. flókið.

Búinn að gúgla smá en leiðbeiningarnar eru eins og fyrir 5 ára og engin tekur á þessu.. enn sem komið er.

Edit (1min later): Prófaði að bæta Everyone við sem notanda og við það gat ég opnað share-ið.



Skjámynd

daremo
spjallið.is
Póstar: 465
Skráði sig: Mið 27. Okt 2004 00:39
Reputation: 73
Staða: Ótengdur

Re: Windows 8 - Networking

Pósturaf daremo » Mið 11. Des 2013 00:58

Procmon er besti vinur Windows notenda.
Windows virkar yfirleitt eins og maður á von á, en stundum gerist eitthvað sem ekkert getur útskýrt, nema procmon.




Höfundur
Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Windows 8 - Networking

Pósturaf Garri » Mið 11. Des 2013 01:42

Takk fyrir það.. mun skoða þetta.

Þetta er frekar asnalegt samt. Ég hef alltaf notað Properties og advanced sharing. Þar var Everyone með full accesss.. bara dugar ekki til í Windows 7/8.

Það sem þarf að gera er að Share with Specific people og rita þar Everyone velja add og setja read/write réttindi.. þá bingó!



Skjámynd

daremo
spjallið.is
Póstar: 465
Skráði sig: Mið 27. Okt 2004 00:39
Reputation: 73
Staða: Ótengdur

Re: Windows 8 - Networking

Pósturaf daremo » Mið 11. Des 2013 12:29

Opnaðu control panel -> folder options -> view, og taktu hakið úr "simple file sharing / use sharing wizard".
Þegar þú gerir þetta færðu 'security' tab þegar þú opnar properties á möppum. Miklu einfaldara að nota þetta en "simple sharing" að mínu mati. Microsoft er greinilega ósammála.
Þetta hefur verið svona síðan í XP minnir mig.