Síða 1 af 1
Ljósnet hjá Voda sífellt að detta út
Sent: Þri 10. Des 2013 22:39
af siggik
sælir, var að fá ljósnet núna frá vodafone, vinir mínir tveir eru með það líka hjá Voda og hafa grenjað mikið yfir random disconnect á routernum, svo var ég að lenda í því núna í fyrsta skiptið
með zhone "nýjustu" týpuna
er þetta router vesen eða eitthvað hjá voda ?
Re: Ljósnet hjá Voda sífellt að detta út
Sent: Þri 10. Des 2013 22:44
af Heidar222
+1 gerist hjá mér líka, ca. 3-4 í viku...
Re: Ljósnet hjá Voda sífellt að detta út
Sent: Þri 10. Des 2013 22:58
af Viktor
Það er vesen á þessum routerum, sérstaklega á VDSL.
Mæli með því að þú farir á netspjallið hjá þeim
https://netspjall.c.is/ og látir vita að þetta er að gerast.
Það sem þarf að gera er að eyða út stillingum fyrir ljósleiðara og ADSL, ásamt því að að láta routerinn hætta að tengjast breiðustu DSL böndunum.
Re: Ljósnet hjá Voda sífellt að detta út
Sent: Þri 10. Des 2013 23:03
af aron9133
sama hér mjög oft í viku
Re: Ljósnet hjá Voda sífellt að detta út
Sent: Þri 10. Des 2013 23:04
af danniornsmarason
Heidar222 skrifaði:+1 gerist hjá mér líka, ca. 3-4 í viku...
gerist líka hjá mér, max hefur verið 5 sinnum á dag en oftast 1-2 á dag
er eimmit líka með þennan router
oft oft áður talað við þá hringt og þeir restarta roterinum og samt breytist ekkert, lagast í svona 1 dag
Re: Ljósnet hjá Voda sífellt að detta út
Sent: Mið 11. Des 2013 00:35
af tdog
Hættið nú að kenna netveitunum um og kennið raunverulega vandamálinu um... Símalínunni.
Re: Ljósnet hjá Voda sífellt að detta út
Sent: Fim 12. Des 2013 15:53
af siggik
Hringdi í dag í tæknihjálpina, þar svaraði strákur sem ætlaði að skoða þetta nánar, prufa að taka út stillingar osfr. sjáum hvernig það fer og hvort þetta lagist við það. kem með uppfærslu um helgina :p
Re: Ljósnet hjá Voda sífellt að detta út
Sent: Fim 12. Des 2013 16:15
af valdij
Þetta gerðist hjá mér 1-2x á dag alla daga vikunnar með Zhone. Ég gafst upp og endaði að fá mér minn eigin router, öllu stabílla síðan þá
Þeir einmitt eyddu oft út einhverjum stillingum og gerðu einhverjar kúnstir. Lagaðist kannski í 1-3 daga en svo í sama farið.
Re: Ljósnet hjá Voda sífellt að detta út
Sent: Fim 12. Des 2013 17:11
af ZoRzEr
valdij skrifaði:Þetta gerðist hjá mér 1-2x á dag alla daga vikunnar með Zhone. Ég gafst upp og endaði að fá mér minn eigin router, öllu stabílla síðan þá
Þeir einmitt eyddu oft út einhverjum stillingum og gerðu einhverjar kúnstir. Lagaðist kannski í 1-3 daga en svo í sama farið.
Hvernig router endaðiru á því að fá þér?
Er í sama business, dett út daglega um leið og Það er komið eitthvað álag á tenginguna. Langar að keyra minn eigin router en er ekki nógu vel að mér í netmálum og að telneta inn í Vodafone routerinn.
Re: Ljósnet hjá Voda sífellt að detta út
Sent: Sun 22. Des 2013 21:08
af siggik
eftir fiff frá Vodafone þá dettur þetta ennþá út
er einhver sem þetta hefur lagast hjá eða aldrei skéð ?
eruð þið þá með voda router eða einhvern annan ?
Re: Ljósnet hjá Voda sífellt að detta út
Sent: Sun 22. Des 2013 23:25
af tdog
tdog skrifaði:Hættið nú að kenna netveitunum um og kennið raunverulega vandamálinu um... Símalínunni.
Þetta. Aftur. Láttu kíkja á innanhúslagnirnar þínar.
Re: Ljósnet hjá Voda sífellt að detta út
Sent: Mán 23. Des 2013 00:03
af Hargo
Er með þennan sama router á ljósneti Vodafone. Virkar fínt hjá mér...
...nema kannski þegar ég set of mörg torrent í gang sem éta upp alla bandvídd, þá á hann það til að koxa og restarta sér. En hef aldrei orðið var við random restarts.
Re: Ljósnet hjá Voda sífellt að detta út
Sent: Mán 23. Des 2013 00:09
af siggik
Hargo skrifaði:Er með þennan sama router á ljósneti Vodafone. Virkar fínt hjá mér...
...nema kannski þegar ég set of mörg torrent í gang sem éta upp alla bandvídd, þá á hann það til að koxa og restarta sér. En hef aldrei orðið var við random restarts.
sem er ekki eðlilegt .. hann gerir þetta hjá mér líka
Re: Ljósnet hjá Voda sífellt að detta út
Sent: Mán 23. Des 2013 00:28
af nonesenze
ekki að ég sé sölumaður eða eitthvað en..... siminn.is, why not go there? ég hef aldrey farið aftur eftir að hafa prufað alla hina
Re: Ljósnet hjá Voda sífellt að detta út
Sent: Mán 23. Des 2013 00:29
af Plushy
siggik skrifaði:Hargo skrifaði:Er með þennan sama router á ljósneti Vodafone. Virkar fínt hjá mér...
...nema kannski þegar ég set of mörg torrent í gang sem éta upp alla bandvídd, þá á hann það til að koxa og restarta sér. En hef aldrei orðið var við random restarts.
sem er ekki eðlilegt .. hann gerir þetta hjá mér líka
Það er mjög eðlilegt að routerar endurræsa sig við of mikið álag. Flestir routerar styðja allt að 2000 eða 4000 UDP/TCP tengingum. Ef það fer það hátt endurræsir routerinn sig. Líklegra er samt að þetta séu innanhúslagnirnar hjá fólki.
Re: Ljósnet hjá Voda sífellt að detta út
Sent: Mán 23. Des 2013 22:29
af arons4
Búinn að vera að lenda í þessu síðan í nótt, búinn að vera á ljósneti vodafone í rúma viku dettur út á hálftíma fresti í ca mínútu. Stórefast um að þetta séu lagnirnar þar sem þetta skeði ekki þangað til í gær(hraðinn þó hörmung mvið ljósnet).
Re: Ljósnet hjá Voda sífellt að detta út
Sent: Mán 23. Des 2013 23:19
af GrimurD
arons4 skrifaði:Búinn að vera að lenda í þessu síðan í nótt, búinn að vera á ljósneti vodafone í rúma viku dettur út á hálftíma fresti í ca mínútu. Stórefast um að þetta séu lagnirnar þar sem þetta skeði ekki þangað til í gær(hraðinn þó hörmung mvið ljósnet).
Fyrst hraðinn er hörmung þá eru alveg góðar líkur á því að þetta séu lagnir eða snúrur. Ef hraðinn væri góður þá myndi það benda til þess að það væri eitthvað annað. En þú getur séð hvað routerinn er að synca á ef þú ferð inná hann. Ætti að vera 45-60Mbps niður og 20-30Mbps upp. Ef hann er að ná því þá er þetta amk að synca vel.