Síða 1 af 1

Ljósnet er hægt...

Sent: Fös 06. Des 2013 16:59
af psteinn
Sælir vaktarar,

Ég var að fá ljósnet áðan og það breyttist ekkert nema að ég get uploadað meira heldur en downloadað... Download er um 11Mbps og Upload er um 16Mbps.
Er eithvað að hjá mér eða?, ég prófaði líka speed test á ipodinum mínum og fékk það sama, ég er ekki á þráðlausu neti.
Væri frábært að fá svör/hjálp við hverning ég fengi meiri hraða úr þessu ljósneti

Kv. Pétur

Re: Ljósnet er hægt...

Sent: Fös 06. Des 2013 17:12
af GuðjónR
Þú átt að vera með betri hraða.
Þetta er besti DL og UL hraði sem ég hef náð á ljósnetinu.

Besti download hraðinn:
http://www.speedtest.net/my-result/2943904558

Besti upload hraðinn:
http://www.speedtest.net/my-result/2959151950

Re: Ljósnet er hægt...

Sent: Fös 06. Des 2013 17:22
af psteinn
Já ég var bara að tala við maninn í þjónustu tals í dag þegar hann "kveikti" á ljósnetinu og hann sagði mér að prófa að tengja tölvuna beint í router-inn þegar ég sagði honum að ekkert breyttist nema upload speed...
Ég er í tveggja hæða húsi og routerinn er niðri þanning það væri vesen að gera það, en lausnin sem ég er að nota net í rafmagni, semsagt úr routernum niðri í rafmagn og úr innstungu uppi tengi ég wireless accsess point og úr honum tengi ég tölvuna með snúru.

Hvað á ég að gera? :-k

Re: Ljósnet er hægt...

Sent: Fös 06. Des 2013 17:34
af GuðjónR
Uhh...ertu að hraðaprófa á wi-fi?
Það er nákvæmlega EKKERT að marka það, sérstaklega ef router er á annari hæð.

Re: Ljósnet er hægt...

Sent: Fös 06. Des 2013 17:39
af psteinn
Neibb ég er ekki að prófa það í tölvunni minni en ég prófaði það líka á ipodinum mínum sem er er tengdur við sama router á wifi og fékk sömu niðurstöður

Re: Ljósnet er hægt...

Sent: Fös 06. Des 2013 17:44
af Tiger
Er vandamálið ekki bara "net í rafmagn" ?

Re: Ljósnet er hægt...

Sent: Fös 06. Des 2013 17:51
af darkppl
eina leiðin til að fá besta mögulega hraðann er að hafa snúru úr router og í tölvuna ekkert annað kemst nálægt því! nema kanski ef þú ert með nýja wifi ss 802.11ac það er að ná fínum hraða.
edit: já sá að þú ert á annari hæð þar er gíska ég bara að vera beinteingdur hjálpar þér.

Re: Ljósnet er hægt...

Sent: Fös 06. Des 2013 17:59
af AntiTrust
Settu bara upp WiFi endurvarpa, nærð líklegast aldrei 50Mbps á WiFi á milli hæða, ekki m.v. þessar tölur sem þú ert að sýna. Athugaðu samt hvort þú færð meiri hraða með því að stilla vélina á High Performance í Power settings til að útiloka að þetta sé power savings. Getur líka skoðað hvort það sé Power Savings enabled á WNICinu sjálfu í Power settings.

Re: Ljósnet er hægt...

Sent: Fös 06. Des 2013 18:11
af Viktor
Ef þú kemst inn á routerinn hjá þér geturðu séð mögulegan hraða, eða getur beðið TAL að segja þér hann. Það er hæsti hraði sem næst í gegnum línuna. Þetta heitir "attainable net data rate" inn á sumum routerum.

Þú nærð aldrei góðum hraða með router á annari hæð.
Mæli með því að þú fáir þér access point ef þú vilt hafa WIFI á tveimur hæðum.

Re: Ljósnet er hægt...

Sent: Fös 06. Des 2013 18:29
af psteinn
Tiger, takk fyrir ábendinguna, ég skellti fartölvunni við routerinn niðri og fékk feit 50 og eithvað Mbps, það var rétt hjá þér að internet í rafmagni var vandamálið
AntiTrust, ég prófaði það sem þú sagðir og það gefur mér sama hraðann
Sallarólegur ég gæti prófað að stilla hraðann up en er bara að pæla í að fá mér snúru sem fer upp í herbergi í gegn um vegginn (routerinn er undir herberginu mínu)

Takk kærlega fyrir hjálpina. :happy
Kv, Pétur

Re: Ljósnet er hægt...

Sent: Fös 06. Des 2013 19:37
af wicket
Kveikti gaurinn hjá Tal bara á Ljósnetinu á meðan þú beiðst í símanum ? Er uppsettur splitter ? Eða bara ADSL smásían ?

Ef það er smásía en engin splitte er það líka ávísun á vandræði.

Re: Ljósnet er hægt...

Sent: Fös 06. Des 2013 20:20
af psteinn
Já hann bara kveikti á ljósnetinu á meðan ég beið í símanum, Nei ég held ekki það var eithvað vandræði minnir mig af þvi að síminn og routerinn eru ekki á sama stað.
Það voru engin vandræði samt með netið hjá mér þegar ég prófaði að tengja fartölvuna beint í routerinn (ef þú ert að tala um að það sé ávísun á vandræði með netið)